Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 50
DULRÆN REYNSLA Með útkomu hinnar stórmerku bókar dr. Erlends Haraldssonar, Þessa heims ogannars, er öllum lslend- ingum ljóst orðið að það er nú vísindalega sannað, sem margir þóttust reyndar vita, hve dulrænir hæfi- leikar eru ríkir í eðli íslendinga, en þessi bók fjallar um könnun á dulrænni reynslu þjóðar okkar, trúar- viðhorfum og þjóðtrú. Það er einkum tvennt sem liggur í augum uppi. Annað er það hve margir þeir eru sem orðið hafa fyrir einhverri dulrænni reynslu, annaðhvort í svefni eða vöku. Þá eru merkilegir draumar mjög tíðir. Hitt er það hve rótgróin sú trú er hjá miklum hluta þjóðarinnar að verur úr öðrum heimi hafi afskipti af okkur mönnunum. Þessi trú hefur lifað með þjóðinni á öllum öldum. Hún hefur reynst ódrepandi. Hún lifði í heiðni, kaþólskum sið og í lútherskunni. Að vísu hefur hún sætt miklu aðkasti, sumpart frá vísind- unum, sumpart frá trúarbrögðunum. En hún lifir enn við bestu heilsu. Eftir þann árangur sem fengist hefur af margs konar tilraunum út um allan heim nær vitanlega ekki lengur neinni átt að varpa þessari reynslu einstakling- anna á sorphaug hjátrúar og hindurvitna. Margt er að visu enn ósannað, sem menn hafa fram að færa í þessum efnum. Það þarf mikla elju og umhyggju til þess að sjá alltaf fyrir sönnunum þegar eitthvað dular- fullt kemur fyrir. Og það er nú eitthvað annað en menn hafi fengið það uppeldi sem gefi slikri viðleitni byr undir báða vængi. Allt slíkt hefur verið barið niður af þeim mönnum sem mesta þekkinguna hafa haft. Einnig er sumt af því sem fyrir menn kemur í þessa átt þess eðlis að það er ósannanlegt. En þeir sem að nokkru ráði hafa kynnt sér rannsókn dulrænna fyrirbæra vita að bak við þessa reynslu og trú er mikilvægur veruleiki. Ekki er með þessum orðum verið að hvetja nokkurn mann til ógætilegrar trúgirni. Hins vegar ber að taka slíkum frásögnum með samúð og helst áhuga. Það á að hvetja menn til þess að láta uppi dulræna reynslu sina, en ekki þagga hana niður með háði, óvirðingu eða ofstopa. Það á að venja menn við að gefa gætur að henni á skynsamlegan hátt, láta ekki berast af neinum ímyndunum og fiflslegum draumór- um en keppa eftir þeirri staðfestingu sem kostur er á og leita sannleikans á þessum sviðum hleypidóma- laust. Hér er áreiðanlega um að tefla mikilvægan þátt í sálarlífi margra manna. Hér getur verið um að tefla aukna útsýn og viðbót við þekkingu okkar á til- verunni. Það er þvi lítið vit i því að gefa ekki gaum að því sem dulrænt er, þó okkur veitist oft erfitt að skilja það. 1 þessum þætti ætla ég að rifja upp sitt af hverju sem frú Guðrún Jónsdóttir, kona Péturs heitins Zophaníassonar ættfræðings, sagði afa mínum, Einari skáldi Kvaran. 1 æsku var Guðrún samvistum við roskinn mann sem hét Vilhelm og var Hansson. Mjög vingott var með þeim. Maðurinn var óvenju barngóður og verk- hagur með afbrigðum. Til er um hann vísa eftir Pál Ólafsson, sem ort er vegna þess að Vilhelm hefti einu sinni fyrir hann hest og hesturinn komst úr haftinu. Vísan er svona: Vel úr hendi fer þér flest, finnst þinn liki varla, kannt þó ekki að hefta hest, hefir þann einn galla. Þessi maður varð úti einn á ferð á heiðarvegi árið 1907. Frú Guðrúnu dreymdi hann mikið siðan, og hún var sannfærð um að hann hefði afskipti af sér úr þeim heimi sem hann nú dvelst í. Hér koma dæmi sem hún sagði afa mínum: Þau hjónin, Pétur Zophaníasson og frú Guðrún, áttu heima á Laugavegi 76 í Reykjavík. Þá vildi svo til að eitt barn þeirra datt út um glugga. Frúin hafði brugðið sér snöggvast út í bæ, en systir hennar var að sinna litlu barni þeirra hjónanna. Húsið var tvílyft og þau áttu heima á efri hæðinni. Drengurinn, sem var kominn hátt á annað ár, hafði vanist á það í sumar- dvöl suður á Álftanesi að fara afturábak út um glugga sem var niðri við jörð. Sama virðist hann hafa leikið i UNDARLEG ATVIK XXXVIII ÆVAR R. KVARAN þetta skiptið, þegar augum var af honum sleppt. Að minnsta kosti datt hann þarna niður af annarri hæð og kom niður á óslétta steinstétt. Honum varð sama sem ekkert meint af þessu. Hann fann aðeins ofurlitið til í öðrum fætinum og örlítið var hann hruflaður á enni. En móður hans fannst mikið til um þetta, komst í geðshræringu og skildi ekki í því að barnið skyldi vera lifandi og óbrotið. Henni fannst hún þurfa að fá einhverja skýringu á þessu. Hún fleygir sér þá útaf um daginn og sofnar. Hana dreymir þá Vilhelm vin sinn. Hann kemur til hennar og segir: „Þú þurftir ekki að furða þig á þvi, Gunna mín, að drengurinn meiddi sig ekki, því ég stóð fyrir neðan blessaðán drenginn og tók á móti honum.” Fólkið á bænum, sem þau Vilhelm og frú Guðrún voru samvistum á, kallaði Vilhelm oft „Tunna". Svo stóð á því nafni að á bænum var litill drengur sem var hændur að Vilhelm, enda þótti Vilhelm einkar vænt um drenginn og arfleiddi hann. Hann kallaði drenginn „kunningja”. Drengurinn ætlaði að kalla hann þetta sama, en úr því varð „Tunni”. Með þeim hætti fékk hann nafnið. 12. október árið 1907, eftir að Vilhelm var dáinn, ól frú Guðrún stúlkubarn og var þá mjög veik af misling- um. Fyrstu nóttina eftir að barnið fæddist dreymir hana að barnið sé horfið og finnst henni það vera sér alveg tapað. Þá líður lítil stund og Vilhelm kemur með barnið i gráum drengjafötum og segir: „Ekki var ég lengi að gera kerlingu T unna að strák.” Frúin þóttist nokkuð ánægð í draumnum yfir því að hafa fengið barnið aftur; samt fannst henni að drengjafötin færu ekki litlu stúlkunni sinni jafnvel og hún hefði kosið. Stúlkan dó tíu vikna gömul. En rúmu ári síðar, 24. nóvember, eignaðist frú Guðrún dreng. Árið 1924 var hér staddur á vegum Sálar- rannsóknafélagsins enskur miðill, Mr. Peters að nafni. Frú Guðrún var á öllum almennum fundum hjá Mr. Peters hér í Reykjavík og taldi sig hafa fengiðein- hverja sönnun á þeim öllum. Þegar búið var að slíta einum fundinum, en Mr. Peters ekki farinn frá borðinu, sagðist hann verða að segja frá því að hann heyrði kallað: „Vilhelm! Vilhelm!” Ein kona sem hafði misst bróður sinn með þessu nafni hélt að við hann kynni að vera átt. En lýsingin kom ekki heim við bróður hennar. En þá hermdi Mr. Peters eftir hvernig þessi maður gengi. Nú hafði göngulag Vilhelms Hanssonar verið mjög sérkennilegt því hann var hjólfættur, í stað þess að vera kyrr, þegar hann stóð og talaði við menn, steig hann alltaf fram á annan fótinn. Mr. Peters varð svo likur þessum manni i hreyfingum að frú Guðrún kannaðist tafarlaust við hann og gaf sig fram. Mr. Peters sagðist þá vera með þau skilaboð til hennar að hún skyldi vera róleg, öllu liði vel og snemma i fyrramálið myndi rakna fram úr því sem hún væri að hugsa um. En einhvern ungan pilt, sem hún hefði mestar áhyggjur af fengi hún ekki fyrr en um mánaðamót. Nú stóð svo á, sem Mr. Peters gat ekkert vitað um eins og nærri má geta, að þrjú börn hennar voru væntanleg meðskipi frá Norðurlandi þetta kvöld. Þau hjónin ætluðu að fara og taka á móti þeim að fund- inum loknum, vonuðu aðskipið yrði þá komið. Skipið kom um kvöldið en fór ekki inn á höfn, svo ekki var unnt að sækja börnin. Morguninn eftir komu börnin í land og náðu foreldrum sinum i rúmi. Frúin átti lika dreng vestur i Stykkishólmi. Skipið kom þar við og frúin nagaði sig í handarbökin yfir því að hafa ekki simað honum að fara með skipinu. Hún vonaði að hann hefði tekið upp hjá sjálfum sér að koma. En hann kom ekki fyrr en um mánaðamótin. Hér kemur saga frá öðrum fundi sem frú Guðrún var á hjá Mr. Peters. Hér virðist hafa verið um hlutskyggnitilraunir að ræða því menn áttu að hafa með sér einhvern hlut 50 Vikan 29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.