Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 6
Gildi viðmóts við böm: Rosenthal-tilraunin Við höfum áhrif á börnin okkar með mörgu öðru móti en að tala til þeirra, skýra út fyrir þeim, skipa þeim fyrir, tala um fyrir þeim. Margt annað en það sem við tölum til þeirra skiptir jafnmiklu eða meira ntáli. Eitt af því er fordæmið sem felst í hegðun okkar og breytni. Höfuðmáli skiptir að samræmi sé á milli þess sem við boðum þeim í orði og þess sem við höfumst að sjálf. Predikanir yfir börnum, sem við förum ekki eftir sjálf, eru verri en engar predikanir. Fordæmið sem fullorðnir sýna í umgengni sinni hver við annan, samskipti foreldranna, sem fara fram fyrir augum barnsins — allt þetta mótar barnið meira en hinar meðvituðu tilraunir okkar til að hafa áhrif á það, til að tala um fyrir því, hvort sem það heitir útskýringar, skammir, hótanir eða uppörvanir til einhvers sér- staks. Það af viðmóti hinna fullorðnu sem fer ekki fram með töluðum orðum skiptir þar með höfuðmáli. Rosenthal-tilraunin Fræg tilraun sem var gerð á síðasta áratug í Bandaríkjunum sýnir einmitt frarn á þetta að nokkru leyti. Hún fór að vísu fram við ofurlítið sérstakar aðstæður, þó ekki sérstakari en svo að við höfum öll verið í þeim aðstæðum árum saman og við þær aðstæður ræðst ákaflega mikið um hver verður ferill okkar seinna meir í lífinu. Þetta var í skólastofunni. Tilraunin snerist urn þau áhrif sem viðmót kennara hefur á börnin. Engin ástæða er til að ætla annað en að tilraunin hafi visst gildi útyfir þessar kringumstæður, segi t.d. til um gildi viðmóts foreldra við börn sín, um áhrif þess i átt til örvunar eða hömlunar á þroska þeirra. Aðferð og niðurstöður Sálfræðingarnir R. Rosenthal og L. F. Jacobson prófuðu börn i skóla nokkrum i byrjun skólaárs. Prófanirnar snerust í raun- inni urn að ákvarða ástand hvers barns með tilliti til almennrar greindar og stöðu þess i námi. EN KENNURUNUM VAR SAGT ANNAÐ Kennurum barnanna var sagt að börn tækju út þroska í stökkum (sem má til sanns vegar færa). Þeim var sagt að prófanirnar á börnunum hefðu snúist um það að segja fyrir um hvaða böm tækju út sín „þroska- stökk” á næsta skólaári. Síðan voru valin úr börn af handahófi og kennurunum sagt að þessi börn myndu taka örari framförum en önnur á skólaárinu sem framundan var. Hér á eftir köllum við þessi börn útvöldu börnin til hægðarauka. í lok skólaársins voru öll börnin prófuð á ný sem fyrr. Börnunum sem kennararnir höfðu fengið að vita að færi sérstaklega fram, fór meira fram en öðrum á skólaárinu. Niðurstöður prófananna voru meðhöndlaðar með tölfræðilegum aðferðum, rétt eins og farið er með niður- stöður mælinga í náttúruvísindum. Fullyrðingin sem skrifuð er með svörtu letri hér að framan er þvi sönnuð með nákvæmlega jafnmikilli vissu og gengur og gerist í eðlisfræði eða hverri annarri grein náttúruvísinda. Hver er orsök þessarar niðurstöðu? Nokkru erfiðara er að túlka þessa niður- stöðu. Þó var ýmislegt við framkvæmd tilraunarinnar til hjálpar við það. Spurn- ingin er auðvitað: Hvers vegna fór útvöldu börnunum fram? Það liggur beint við að láta sér detta í hug að kennararnir veittu þeim börnum meiri hjálp sem þeir höfðu fengið að vita að færi ört fram — að þeir eyddu í þau meiri tíma, töluðu meira við þau en hin börnin. Þessu höfðu forstöðumenn tilraunarinnar séð við. Við athugun koin í Ijós að kennararnir notuðu ekki meiri tíma né orku á útvöldu börnin en á hin. Orsakarinnar er aðeins að leita í viðmóti kennaranna við börnin. Ekki er nákvæmlega vitað hvernig. Svo mikiðer þó víst að ómeðvitað kemur kennarinn til skila til hvers og eins barns við hverju hann býst af því. Orsakarinnar er að leita í því sem við myndum í daglegu tali kalla þýðingarminni atriði í viðmóti okkar hvert við annað. Tilraunin sýnir þó hvaða þýðingu þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.