Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 7
hafa. Hér getur verið um að ræða atriði eins og raddbeitingu, svipbrigði, hreyfingar eða snertingu. Og ekki þarf að útskýra hvernig nemandi bregst við sem finnur að við miklu er búist af honum. Viðmótið hafði meiri áhrif á yngri börn í yngri bekkjum var meiri munur á fram- förum útvalinna barna og hinna en í eldri bekkjunum. Þetta eru áreiðanlegar niður- stöður. Útskýring á orsök er tilgáta. Orsökin getur verið að stálpuð börn hafa fengið fastmótaðri orðstír innan skólans, og því verður öll utanaðkomandi „röskun” á þessum orðstír minni en meðal yngri barnanna, sem hafa ekki öðlast fastmótað álit innan skólans. Líka kann að vera að yngri börn séu næmari en þau eldri fyrir þvi í viðmóti kennarans sem varð til að örva þau, ef um útvalið barn var að ræða. Verr séð að taka framförum ef ekki var búist við þeim Annað atriði kom einnig í ljós sem hlýtur að vekja umhugsun allra sem þekkja til skóla (m.ö.o. okkar allra) og leiða hugann að einhverjum skólafélaga okkar eða kannski að okkur sjálfum á skólaárum okkar: Kennararnir lýstu atferli nemendanna að loknu skólaári. Það kemur ekki á óvart að útvöldu nemendurnir fengu jákvæðari umsögn en aðrir. En hið fróðlega við þessar atferlislýsingar var eftirfarandi: Auðvitað fór ýmsum sérstaklega mikið fram á skólaárinu, bæði hinum útvöldu og einnig ýmsum þeirra sem ekki heyrðu þeim til. í Ijós kom að nemendur sem fór sér- staklega mikið fram en ekki heyrðu hinum útvöldu til, fengu tiltölulega neikvæðari atferlislýsingu en aðrir hjá kennurunum. Úrdráttur Hvað segir tilraunin okkur? Stjórnendur tilraunarinnar komu að (með „blöffi”) ákveðinni afstöðu kennar- anna til vissra nemenda. Þessir nemendur voru valdir af handahófi og skáru sig því ekki úr öðrum nemendum í upphafi skóla- árs. Jákvæð afstaða kennaranna til þessara nemenda hafði áhrif á þá í átt til framfara. Orsökina er eingöngu að finna í viðmóti kennaranna, ekki var um að ræða mismun- un eða sérmeðhöndlun kennaranna á þessum nemendum. Nemandinn finnur jákvæða afstöðu kennarans og örvast til að taka meiri þroska. Þessi áhrif eru meiri á unga nemendur en á eldri. Nemendur sem taka framförum þrátt fyrir að kénnarinn hafi ekki búist við þvi, baka sér neikvæða afstöðu kennarans. Meginniðurstöðurnar um gildi hinna miður áberandi þátta í viðmóti kennaranna má auðvitað alhæfa yfir á heimili og hvern þann stað þar sem uppeldi fer fram, eða mótun eins einstaklings á öðrum. Þú mótar barnið þitt með því sem þú segir við það, með fordæmi þínu, með fordæmi þínu í samskiptum við aðra, MEÐ VIÐMÓTI ÞÍNU VIÐ ÞAÐ. Aðgát skal höfð... sagði skáldið. 30. tbl. Vikan 7 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.