Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 9
Hún er fímmtug, býr í einu út- hverfa Reykjavíkur og er búin aö vera gift í tuttugu og fímm ár. Hún hefur ekki lengur tölu á þeim skiptum sem hún hefur oröiö að sitja grátandi á tröppum húss síns vegna þess að maðurinn hennar, maðurinn sem hún hefur stutt og hjálpað í öllu, er búinn að lemja hana og berja í æðiskasti og hefði líklega drepið hana ef hún hefði ekki komið sér út. Nú situr hún enn einu sinni á tröppunum — og getur ekki annað. Maðurinn hennar beitir hana ofbeldi og við því er lítið að segja. í sjálfu sér er það furðulegt að ofbeldi í hjónabandi sé ekki refsivert eins útbreitt og það er. En skýringin er líkast til sú að fjöl- skyldan er kjölfesta þjóðfélagsins og öll vandamál sem upp koma innan hennar eiga meðlimirnir sjálfír að leysa. Það er skömm að öðru. Og það nýjasta er, að sér- fræðingar í útlöndum ráðleggja öllum konurn að berja ekki til baka því það myndi leiða til þess að eiginmaðurinn kálaði þeim algerlega. Það er verra. „Þá skiljum nd lögregluþjón eftir í stofunni hjá fjölskyldunni" - og hann passar foreUrana. Bjarki Elíasson yfírlögregluþjónn skýrir frá því hvernig lögreglan fer að því að skilja á milli hjóna og hjónaleysa. — Við erum oftast kvaddir á vettvang vegna hjónaerja um helgar og er þá Bakkus yfirleitt með í spilinu. Hversu mikið er um þetta get ég ekkert um sagt með vissu af því að um þetta er ekki til nein tölfræði. Það er þó ekki oft að við erum kallaðir til vegna hjóna heldur miklu fremur vegna hjónaleysa. Þá gengur málið yfirleitt þannig fyrir sig að fyrrverandi maki konu kemur í heimsókn, hvort sem hann á þangað erindi eða ekki, og þá vill það verða svo að hann hittir ekki alltaf á heppilegasta tíma sólarhringsins og ekki síður hvað varðar þá sem fyrir eru á heimilinu. Það er nefnilega svo að þegar fólk slítur samvistum þá kemur oft einhver annar inn í spilið, og það vill gjarnan slettast upp á vinskapinn þegar fyrrverandi maki mætir á staðinn og annar nýr er fyrir. Svo getur það einnig snúist við þannig að fyrrverandi maki kemur e.t.v. í þeim eina tilgangi að heimsækja börnin sín og þá þolir ekki núverandi maki konunnar nærveru þess fyrrverandi. Svona getur þetta gengið. — Eins og ég sagði áðan þá er áfengi oftast með í spilinu, svo og einnig ýmis geðræn vandamál. En það er afar sjaldgæft að við séum kvaddir til að skakka leikinn hjá hinni dæmigerðu vísitölufjölskyldu. Ef svo er þá er það oftast vegna uppkominna barna eða unglinga á heimilinu sem eru að gera eitthvern uppsteit, alla vega á sig komin. Þegar slíkt kemur fyrir á „góðum” heimilum þá er yfirleitt alltaf reynt að koma slikum málum á fastan grundvöll án þess að kalla til lögreglu — þó kemur þetta fyrir. Það er ekki hægt að svara því beint hvað við getum gert þegar við erum kallaðir inn á heimili, því það er í hverju tilviki mikið matsatriði. Þegar börn eru á heimilinu og annað foreldrið er ölvað, þá liggur yfirleitt ljóst fyrir að við tökum þann ölvaða. En þegar báðir foreldrarnir eru ölvaðir þá versnar nú í því, það er ekki gott að þurfa að taka þá báða ef börn eru fyrir á’ heimilinu. Þá grípum við til þess ráðs að skilja lögreglumann eftir á vakt inni á heimilinu, og þá situr hann í stofunni með fjölskyldunni og passar foreldrana. Þau geta farið út ef þau vilja og þá situr lögregluþjónninn eftir og passar börnin fyrir þau. Það er reynt að koma á sáttum i lengstu lög, það getur oft tekið langan tíma en við reynum eins og við getum. Oftast er nóg að bíða þess að annar hvor aðilinn gangi til náða og þá fellur allt í ljúfa löð. Aftur á móti er það venja ef farið er fram á að maður sé fjárlægður af heimili að við gerum það sé hann ölvaður og hafi ber- sýnilega valdið einhverju ónæði eða verið óstýrilátur. Ef viðkomandi lofar því að fara inn í rúm og sofna, þá hinkrum við við þangað til hann er farinn að hrjóta og hverfum þá á braut. — Það eru engin skjólshús hér á landi sem konur geta leitað i þegar karlinn kemur brjálaður heim, líkt og þekkist í nágranna- löndum okkar. Það eru ættingjar, foreldrar eða systkini sem skjóta skjólshúsi yfir fórnardýrið. Þau vita yfirleitt hvernig viðkomandi hagar sér þegar hann er í þessum ham, vita að þetta gengur yfir, svo 30. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.