Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 10
þau bíða bara. En það er ekkert opinbert skjólshús til hér á landi. Það er lítið um að fólk komi hingað niður á stöð til okkar og biðjist hjálpar, hitt er miklu algengara að fólk hringi til okkar og segi okkur frá því að eiginmaðurinn hafi verið að hringja heim með hótanir og sagst vera á leiðinni. Þá reynum við að bregða skjótt við, verða fyrr á staðinn og vernda konuna. Við þekkjum oft þessi mál, þetta eru sömu málin og sömu aðalpersónur aftur og aftur. Ég veit mjög fá dæmi þess að karlmenn hafi farið fram á hjálp vegna barsmíða af hendi konu, það hefur þó komið fyrir. Aftur á móti er það algengara að karlmenn biðji um aðstoð vegna kvenfólks og þá ekki vegna heimiliserja heldur ein- hvers annars sem við ræðum ekki hér...! Það er algjör undantekning að við séum kvaddir til vegna barsmíða á börnum — og satt að segja man ég ekki eftir neinu slíku dæmi. Aftur á móti verðum við töluvert varir við að börn séu vanrækt vegna lífs- máta foreldranna — komast ekki inn til sín, fá ekki svefnfrið vegna partýstands á for- eldrunum o.s.frv. Þetta bitnar svo á þeim í skólanum og annars staðar, það vitum við. En þetta kemur ekki til vegna heimilis- ófriðar heldur frekar vegna heimilishátta. Og alltaf er þetta meira sálrænt álag á börnin frekar en að það bitni á þeim líkam- lega. En til að draga þetta sama, þá má segja að þessir ófriðarmenn á heimilum séu menn, oft ekki eins og fólk er flest, sem stendur illa í bólið hjá og þá brjóta þeir allt og bramla með viðeigandi orðbragði — slíkt er óskaplega sorglegt að horfa á. EJ Að loknu þorrablóti Hér á eftir fer lögregluskýrsla sem er í öllum aðalatriðum sambærileg við þær skýrslur sem teknar eru vikulega af lögreglumönnum í Reykjavík. Atburðir og persónur sem fyrir koma í skýrslu þessari eru hugarburður og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Atburðarásin er þó dæmigerð og gæti hafa átt sér stað í gær, í dag, mun eiga sér stað á morgun eða hinn. Þann 13. 13. var lögreglan kvödd að hús- inu númer 13 við Krísustræti, vegna kvart- ana sem borist höfðu frá nágrönnum þess sama húss vegna hávaða. Hafði verið lítt svefnsamt i hverfinu þessa nótt vegna barnagráts, formælinga, skrækja og ópa alls konar. Þegar lögreglumenn bar að garði varð fyrir þeim kona sem kynnti sig sem frú IO Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.