Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 11
Ásu Aum til heimilis að Krísustræti 13 og sagði hún mann sinn vera óðan inni í svefn- herbergi þeirra hjóna og bað hún um að hann yrði fjarlægður. Kvað hún þau hjónin hafa farið á þorrablót fyrr um kvöldið og þar hefði bóndi hennar, Adolf Vold, byrjað að ógna henni að ástæðulausu. Hún bætti því við að þetta endurtæki sig á hverju þorrablóti sem þau færu á og taldi ástæðuna vera gamlar, slæmar, minningar sem bóndi hennar hefði um þessi þorrablót frá fyrri tímum. Að hennar sögn mun Adolf hafa dregið hana heim af þorrablótinu miðju með hótanir og formælingar. Þegar heim var komið hóf hann að misþyrma henni með tréílátum sem notuð eru undir þorramat og hann hafði haft heim með sér þegar hann yfirgaf samkvæmið. Þorramaturinn var á víð og dreif um stof- una og það stórsá á konunni. Börn þeirra tvö höfðu vaknað við hávaðann og sátu nú grátandi á gólfinu innan um þorraslett- urnar. Út úr svefnherberginu bárust þungir dynkir og brothljóð og tók lögreglan þann — Það fólk sem kemur hingað á göngu- deild Kleppsspítalans kemur ekki hingað vegna þess að það hafi verið beitt ofbeldi á heimili sínu, það kemur af öðrum ástæðum. En í viðtölum við þetta fólk kemur oftlega í ljós að ofbeldi á heimil- unum er ein af ástæðunum fyrir vanlíðan þess — en ekki meginorsökin. Þegar fólk beitir ofbeldi þá er það einfaldlega vegna þess að það kann ekki aðrar betri leiðir til að tjá sig, þetta er einn þátturinn í þessu. kost að brjóta upp hurðina. Þar fyrir innan var alsnakinn maður í óða önn að brjóta hjónarúmið í mél með haka áþekkum þeim sem notaðir eru við skurðgröft. Brást maðurinn sem siðar kom i ljós að var Adolf Vold ókvæða við heimsókn lögreglumann- anna og vísaði þeim umsvifalaust á dyr. ,Sagði hann þetta vera sitt heimili og réði hann því sjálfur hvað hann gerði þar. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa gert konu sinni nema hvað að hann hefði danglað í hana, enda hefði hún slegið fyrsta höggið. Þar sem maðurinn var áberandi ölvaður og svo hitt að það stórsá á konunni, bað lögreglan Adolf að fylgja sér niður á stöð til viðtals við varðstjóra. Kvað hann það fráleitt þar sem hann ætti ekkert vantalað við varðstjórann og hvað þá hann við sig. ítrekuðu lögreglumenn ósk sína við hann og þegar hann fór að gera sig líklegan til að nota hakann til að koma lögreglu- mönnum á dyr, var hann yfirbugaður og settur í handjám. Einn lögreglumaður hlaut sár á enni af völdum hakans. Er komið var Svo koma þarna inn í alls konar erfiðleikar hjá fólki, stress, tímaleysi og annað og þá verða líkurnar meiri á þvi að fólk grípi til svona örvæntingarráða frekar en að það noti æðri tjáningarform. Það ættu allir að vera færir um að koma skoðunum sínum,. tilfinningum og viðhorfum á framfæri án þess að verða að nota til þess hendur og fætur. Það er mikill vanmáttur sem lýsir sér í því. Og maður getur ekki sagt annað en þessar barsmíðar bendi til þess að fólkið á lögreglustöðina var Adolf orðinn hinn kurteisasti og bað um að fá að tala við lögfræðing sinn sem hann og fékk. Að vörmu spori birtist Lagfreður Jurolf héraðsdómslögmaður á lögreglustöðinni og gegn drengskaparheiti lögmannsins var Adolf sleppt og lofaði Lagfreður að maður- inn skyldi gista hjá sér það sem eftir lifði nætur og skyldi hann sjá til þess að konan, Ása Aum, yrði ekki fyrir frekara ónæði af hans völdum þessa nótt. Þar með lauk því. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Adolf Vold var færður til varð- stjóra vegna ofbeldis og hótana á heimili sínu, og hann á líkast til eftir að vera færður þangað aftur seinna, ef svo fer sem horfir. Hann er einn af mörgum góðkunningjum lögreglunnar á þessu sviði. E.J. þurfi að koma einhverju frá sér — tjá sig. Þetta fólk er stressað og vonlaust bæði hvað varðar ytri aðstæður og svo sjálft sig. Annars eru til ótal margar kenningar um hvers vegna ofbeldi sé beitt á heimilum. Það er mikið um að þetta sé skýrt sem barátta þess veikara við hið sterkara, að þetta hafi alltaf verið til staðar í öllum þjóð- félögum og það sé bara fyrst núna á tímum kvenréttinda að konur séu hættar að taka því með þegjandi þögninni að vera barðar. Núna eru konur byrjaðar að halda því fram að þær eigi einhvern tilverurétt, vilja halda í þann rétt, ráða yfir eigin líkama og jafnvel annarra og þá er viðbúið að baráttan á milli þess sterka og þess veika fari að harðna. En það eru fjöldamargir karlmenn sem beita konur líkamlegu ofbeldi einfaldlega vegna þess að þeir kunna ekki önnur ráð til þess að halda konunni niðri. Það er vafa- laust stór þáttur í þessu en ég held að það sé varasamt að halda því fram að það sé aðeins einhver einn skýringarþáttur. Rannsóknir sýna að þetta viðgengst í öllum stéttum og er ekki bara lágstéttarfyrirbæri eins og margir freistast til að halda. Að minnsta kosti hefur það komið fram úti í hinum stóra heimi, þar sem konur eiga þess kost að leita í hin svonefndu athvörf, skjóls- hús barðra kvenna, að þangað koma konur úr öllum stéttum. Ég get ekki sagt að allar þær konur sem leita hingað séu barðar á heimilum sínum, en það er erfitt að úttala sig um þetta. Þó hefur mér skilist, bæði í einkaviðræðum og svo í tengslum við starf mitt hérna, að of- beldi á heimilum sé miklu algengara en maður skyldi ætla og sumum finnst þetta Barsmíðar eru fátæklegur tjáningarmáti Rætt við Sigrúnu Júlíusdóttur, félagsráðgjafa á göngudeild Klepps, einu opnu geðdeildinni á íslandi. Sigrún vinnur að félagsráðgjöf fyrir hjón og fjölskyldur og er því flestum hnútum kunnug hvað varðar ofbeldi á heimilum. 30. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.