Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 12
bara sjálfsagt og nefna það heimiliserjur. En þetta getur verið allt frá þvi að vera | „heiðarleg” slagsmál og upp i það að vera hreint ofbeldi. — Hvað við getum gert hérna? Það fyrsta sem maður lítur á eru ytri aðstæður, hvað það er sem þjakar fólkið, hvað það er sem gerir fólkinu lífið svona erfitt. Það þarf ekki alltaf að fara saman, bágar félagslegar aðstæður og barsmíðar í heimahúsum og það er ekkert óalgengt að fólk sem býr við frekar góð ytri skilyrði sé að berja á hvort öðru — það getur verið persónuleg bæling sem brýst þannig út. Minnimáttarkennd hjá karlmönnum getur brotist út í því að þeir finni sig knúna til að hafa stjórn á öðru fólki, jafnt með barsmiðum sem öðru, til að verða vissir um sjálfa sig. Slíkt fólk þarf á hjálp að halda og það þarf að kenna því að tjá sig með einhverju öðru en fótum og höndum. Mér hefur aldrei þótt það vera neitt vandamál að fá bæði hjónin til viðtals um þessi mál. Ég held nefnilega að fólk sé ekki sátt við þetta ástand og vilji gjarnan breyta því. Slikt fólk þiggur hjálp sé hún til boða að því tilskildu að ekki sé verið að negla fólkið niður með ásökunum. Það má aldrei gleyma því að karlmenn sem haga sér svona hljóta að eiga erfitt og ég held að það velji enginn þessa leið að gamni sínu. — Ofbeldi á heimilum er mjög dulið vandamál sem við vitum í raun ósköp takmarkað um. Fólk kærir ekki þessa hluti, konan vill hlífa eiginmanni sínum jafnvel þó að um alvarlegar líkamsmeiðingar hafi verið að ræða. Það er dálítið skrýtið að það sé ekki leyfilegt að berja mann á götu úti, en þegar komið er inn fyrir fjóra veggi heimilisins má hver berja hvern að vild sinni. Skrýtið! Svona á þetta náttúrlega ekki að geta gengið strangt tekið skv. lögum, en í raun gengur þetta svona fyrir sig. Nei, ég man ekki eftir neinu dæmi þar sem karlmaður hafi leitað hjálpar vegna barsmíða af hendi konu. En mér er sagt að nú til dags sé það ekki óalgengt að konur berji til baka, sem er kannski tiltölulega nýtt. Hvað ég myndi gera ef ég væri barin? Mér finnst það algert lágmark að konur sem eru barðar leiti réttar síns en beri ekki harm sinn í hljóði eins og píslarvottar, því ég tel það ekki gott hvorki fyrir konuna né manninn að standa þannig að því. En hvað getur fólkið gert? Hér á landi er enginn staður sem það getur leitað til nema þá hér á göngudeild Kleppsspítalans og Landspítalans, en þangað getur fólk leitað með samskiptavandamál. Við höfum enga fjölskylduráðgjöf sem kæmi fólki að gagni í tilvikum sem þessum. Svo er það náttúrlega lögreglan en í hana hringir fólk yfirleitt ekki á meðan það getur talað við einhvern úr fjölskyldunni. En það er nú einu sinni þannig að fjölskyldan er nokkurs konar þrýstihópur á einstaklinginn sem segir: „Þetta lagast allt á morgun, þetta fer allt vel, farðu bara heim, heimilið er staður konunnar, það er nauðsynlegt að sýna skilning, vera þolinmóður og halda friðinn.” Undir svona pressu leggur konan ekki í það að vera að tala um hlutina beint út. — En það er ekki allt ofbeldi líkamlegt. Ófáar konur eru kúgaðar á annan hátt, t.d. þær sem ekki fá peninga fyrir mat þegar þær þurfa, eða þá þær sem fá ekki að fara út þegar þær vilja, eða þá þær sem fá að heyra það allt lífið að þær séu heimskar og vitlausar og fara jafnvel að trúa því sjálfar. Það er hægt að kúga fólk á svo margan hátt. í sambandi við ofbeldi á heimilum þá tel ég að ofbeldi á milli hjóna sé viðurkennt og í mörgum tilvikum talið sjálfsagt, en ofbeldi á börnum má ekki nefna á nafn og sá maður er vandfundinn sem myndi viður- kenna að það væri útbreitt. Það er einhver goðsögn til hér á landi sem segir að börn séu ekki barin, og það er eins með það og annað að ekkert er hægt að gera í því fyrr en vandamálið hefur verið viðurkennt. Ég tel að ofbeldi á börnum hér á landi sé miklu meira en sagt er. Mér finnst það ótrúlega algengt. Að þessu hef ég komist í sambandi við starf mitt, í viðtölum við foreldra m.a. um uppeldisaðferðir og fleira. Þá kemur oft í ljós að foreldrar beita börn sín ofbeldi og þykir sjálfsagt — ekki alltaf líkamlegt, en ofbeldi samt. Þetta er flókið mál og erfitt að gera því einhver skil i stuttu máli, en fyrir þá sem vilja kynna sér þetta betur má geta þess að innan skamms mun koma út sérrit hjá Geðvernd sem helgað verður þessum málum og þar ætti hver sem er að geta fundið einhvern fróðleik um þessi mál og kannski líka skilning. EJ 12 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.