Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 27
Smásaga eftir Janet Sutherland Hún þoldi alls ekki drungalega liti, ef henni átti að líða vel og vera hamingjusöm varð hún að hafa glaðlega liti í kringum sig. Og því skyldi dóttir hennar svo sannarlega ekki breyta. Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir. hennar hafði hatað alla tíð. Og nú virtust þessir skæru litir. sem frú Bennet elskaði, fara óskaplega i taugarn- ar á Önnubellu. Annabella lét sér ekki nægja að breyta alveg um klæðnað, hun fór að lita gagn rýnum augum á fatnað móður sinnar. Eldrauða dragtin, sem frú Bennet elskaði og fannst lífga svo upp á grámóðu hversdagsleikans. fór alveg sér staklega i skapið á Önnubellu, að ekki væri talað um skærgulu kápuna. sem hún hélt svo mikið upp á. Jr AÐ gerðist nú æ sjaldnar að Annabella kæmi heim til móður sinnar. en þó bar svo við. að hún kom heim með vin sinn, Pétur að nafni. Þetta var skelfing krangalegur piltur, hokinn og með sítt yfirvaraskegg. sem hann strauk stöðugt með langri. hvitri hendi sinni. Hann virtist dálitið undrandi á lita- gleðinni á heimili frú Bennet og tautaði i sífellu „of mikið" eða „sálrænt", og hann starði opinmynntur á litagleðina i litlu, sólriku stofunni. — Kanntu ekki að meta litina mina, spurði hún og reyndi að ná sambandi við manninn. Hann var að drekka te og yfir- varaskeggið flaut i bollanum. Frú Bennet sá ekki betur en hann væri að því kominn að gleypa það. — Pétur starfar sem innanhússarki- tekt, mamma, skaut Annabella inn í. Frú Bennet Ijómaði upp. — Nei, er það satt. Pétur. Þá get ég leitað ráða hjá þér um liti, næst þegar ég tek stofuna í gegn. — Ég er sjálfur nýbúinn að gera upp heima hjá mér. sagði Pétur hátíðlegur, þar nota ég súkkulaðibrúna liti. rjóma- gult og hvítt. Frú Bennet fékk gæsahúð á handleggina við tilhugsunina eina. Hún reyndi aðdylja það. Hún hafði alla ævi barist gegn svona ömurlegum litum. Hún var vön að kalla það biðsalarlitina. Hún varð niðurdregin og leið í þannig umhverfi og þetta minnti hana lika á hræðilega hvita leirtauið. sem hún varð að láta sér nægja fyrstu árin. — Ég var nú búin að hugsa rnér appelsinugulan lit á veggina. sagði hún glaðlega. En Pétur hristi höfuðið alvöru þrunginn á svip. — Súkkulaðibrúnt. rjómagult og hvitt, endurtók hann ákveðinn á svip. — Er það ekki... dálitið kuldalegt? — Alls ekki, brúnt er svo hlýlegur litur. Þú elskar þann lit strax. vertu viss. — Ég hugsa málið, sagði hún og teygði sig eftir prjónadótinu. Og þá var þáð að dóttir hennar sagði þessa hræði legu setningu: — vertu ekki að eyða ráðleggingum þinum á mömmu. hún hefur svo slæman smekk. Þessi orð voru eins og hnifsstunga. Þegar þau voru farin sat frú Bennet við gluggann og augun voru blinduð af tárum. Ef eitthvert sannleikskorn væri i hugsunarlausri athugasemd Önnubellu, væri allt sem hún hafði byggt líf sitt á gjörsamlega tilgangslaust. Frú Bennet reyndi að jafna sig. Auðvitað gat Annabella haft aðrar skoðanir á hlutunum en hún. Og ef hún kunni ekki að meta heimilið og sá ekki hvað það var hlýlegt og notalegt. þá var ekkert við því að gera. Þetta var hennar smekkur. þær voru bara ólikar. En þó hún reyndi að sannfæra sjálfa sig og stappa í sig stálinu, sat alltaf broddur í sárinu. Næst þegar Annabella kom heim tilkynnti hún, að Júlía vinkona sin myndi verða með. Frú Bennet kveið heimsókninni og undir- búningurinn var ekki eins skemmtilegur og vant var. Júlia var með koparrautt hár og ósköp hrokafull. Hún drakk með þeim te og henni fór eins og Pétri, að hún starði furðu lostin i kringum sig. Frú Bennet fannst eins og heimili sitt væri safn, þegar hún fylgdist með rannsakandi augnaráði Júliu. sem hvarflaði i kring i stofunni. Borðstofuborð Borðstofuborð og stólar. íslensk cg eriend fram- leiðsla í mörgum stærðum, gerðum og verðflokkum. Öll borðin uppsett í hinum glæsilegu húsakynnum okkar. Húsbúnaður á fimm hæðum og fimm þúsund fermetrum. Munið hina þægilegu kaupsamninga Húsgagnadeild Jón Loftssor* hf. Hringbraut 121 simi10 600 / I t c'- 30. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.