Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 34
I verksmiðju Kæri draumrádandi. Mig langar aö biðja þig aö ráöa draum fyrir mig, sem mig dreymdi í nótt sem leið. Mér fannst ég vera stödd í verksmiöju. þar sem tvcer vinkonur mínar vinna. Ég var í matsalnum að ég held og fólkiö var hálfnaö aö vinna. Þá fannst mér ég heyra einhvern segja aðfólk ætti aö fara heim, að minnsta kosti eitthvað af því. Önnur vinkona mín fór heim, samt mátti hún ekkifara. Égfóraö vélinni, sem hún átti að vera á og ákvað að vinna fyrir hana (Ég haföi víst lært á hana með því að horfa á vinkonu mína). Þegar ég hafði unnið svolitla stund kom gömul bekkjarsystir mín og spurði hvort ég væri farin að vinna hérna. Ég sagði: „Nei" og svo útskýrði ég fyrir henni af hverju ég væri þarna. Mér fannst hún hafa breyst þó nokkuð og svo var hún í slopp eins og maður klœðist í annarri verksmiðju þar sem ég vann einu sinni, jafnvel þótt hún ynni í þessari verksmiðju. Þegar hún fór, kom verksmiðjustjórirn og það lá vel á honum. Síðan kom vinkona mín og það hafði einhver náð í hana til þess að vinna. Mér fannst hún vera í allt öðrum fötum en hún var vön að vera í. Hún var svo reið út í verksmiðju- stjórann, blótaði honum í sand og ösku og þegar hann bað hana að gera eitthvað þá svaraði hún annaöhvort með: ,,Já, elskan," eða „Æ, þegiðu þarna. " Hann bara hló og hermdi eftir henni. Síðan vaknaði ég. Þökk fvrir birtinguna. Ein mjög vinnusöm Fjárhagserfiðleikar, sem þú hefur átt við að stríða að undanförnu, komast nú á talsvert betri veg og liklega fer allt að ganga þér í haginn. Þú nærð umtals- verðum árangri í ákveðnu máli, sem þú hefur haft í huga lengi og verður ýmis- legt annað smálegt einnig til að létta þér lífið. Þið vinkonurnar ættuð að fara var- lega í að taka ákvarðanir í hugsunarleysi og minnast þess að þið verðið ekki ungar nema einu sinni, og því mikils urn vert að gera ekkert, sem gæti orðið ykkur til tjóns síðar. Mig dreymdi Augun breyttust í vinkonunni Kæri draumráðandi! Ég vona bara að þú ráðir þessa drauma fyrir mig. Mig dreymdi fyrir nokkrum dögum að ég ætti vinkonu, sem var Ijóshærö og einu til tveimur árum eldri en ég. Eg lá uppi í rúmi (í draumnum) og horfði á stólinn minn inni i herberginu mínu. Allt í einu birtist þessi vinkona mín fvrir mér í stólnum. hún horfði á mig en sagði ekki neitt. Eg virti hanafyrir mér (hún sal svolítið fjær mér) og allt í einu breyttust augun í henni, þau urðu útglennt. Ég var orðin hrœdd og reyndi að forðast að horfa á hana en ég gat það ekki. Svo var það eitt kvöldið að ég varað sauma inni ifor- stofunni og þessi vinkona mín var hjá mér þetta kvöld (hún var alltaf í hvítri ullarpevsu, ég vaknaði tvisvarupp við þennan draum). A llt i einu fór hún að horfa á mig eins og í herberginu mínu, en núna sást bara í hvítuna á henni! Ég forðaðist að horfa á hana en hún beygði sig alltaf niður og reyndi að láta mig sjá augun í sér. Ég vaknaöi með hræðslu. Meö þökkum. Ein hrœdd Áforrn þín í ákveðnu máli mæta mikilli andstöðu, en það gengur þér illa að sætta þig við. Það eru nú einu sinni tvær hliðar á hverju máli og því ættir þú að gefa þér tíma til að hlusta betur á sjónarmið vina þinna. Sælgæti milli brjóst- anna Kæri draumráðandi! Ég var að fara í mat í húsi þar sem ég kynntist besta vini mínum. Þaö var kalt úti og ég var með húfu og hrylli- lega bjánalega klædd. Þegar ég kom inn í húsið sá ég fullt af krökkum, sem ég þekkti og gerðu þeir allir grín að mér, nema vinurinn. Við vorum þarna í smá tíma öll, en úr því fóru krakk- arnir smám saman að týnast í burtu og við vorum tvö eftir. Viö stóðum saman upp við hurð og töluðum saman, svo tekur hann í öxlina á mér og snýr mér að sér og við ætluðum að kyssast. Þá heyrist þrusk, dyr opn- ast og mamma kemur inn. Við það bregður mér svo ég öskra: Nei, nei, og reyni að slíta mig af honum. Við þetta vaknaði ég. Seinna dreymdi mig að ég sæti fyrir sunnan vegg á húsi, þar sem ég var í skóla, og hjá stráknum var kona, sem mér fannst vera fyrrverandi skólasystir mín. Eg var afbrýðisöm og settist hjá þeim en hún fór i burtu. Þá lagði hann höndina á öxlina á mér og sagði að við hefðum gott af tveggja mánaða hléi og í því vaknaöi ég. Svo dreymdi mig að ég væri stödd í sama skóla og lægi á maganum í einni skólaslofunni. Eg var í hvítum flegnum kjól, sem gapti dálitiö. Meðan ég lá þarna var strákurinn allt í einu staddur þarna. Hann stingur ein- hverju sælgæti í hálsmálið hjá mér og það rennur á milli brjóstanna. Siðan tölum við eitthvað saman og kyssumst. Þá finn ég aö það er horj't á bakið á mér, ég lit við og þá er það mamma mín. Hún brosir og er alls ekki reið. 0934 Breytingar á fyrirfram gerðum áætl- unum setja strik í reikninginn hjá þér og þú átt erfitt með að sætta þig við sumt sem því fylgir. Gættu þín vel á að vera ekki of auðtrúa í samskiptum við hitt kynið og sýndu móður þinni meiri nær- gætni og trúnað. Þegar til kastanna kemur er hún sennilega sá, sem þú best getur treyst, en misklíð ykkar á milli gæti leitt til langvinnra erfiðleika. Framkvæmdu ekkert það, sem þú ekki vilt standa við frammi fyrir henni, þvi það kostar þig óþarfa áhyggjur og erfiðleika. 34 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.