Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 37
Rabat: Stúlkur við vefnað. Rabat í Marokkó Þegar börn í Marokkó hafa lokið trúar- bragðanámi sínu, 7 ára gömul, er tími til kominn að þau fari að reyna að komast í læri einhvers staðar. Margs konar handverk bjóðast þeim — strákarnir geta lært málm-eða leðuriðn og stúlkurnar vefnað og útsaum. Atvinnurekendur taka börnunum opnum örmum, því að í þeim sjá þeir ódýrt vinnuafl. Stúlkurnar vinna yfirleitt fram að 14-15 ára aldri, en þá finna foreldrarnir eiginmanri handa þeim. En það er ekki þar með sagt að allri vinnu sé lokið, nema síður sé. Með ótrúlegum dugnaði vefa stúlkurnar 8 fermetra teppi á viku sem síðan er selt á sem svarar 5000 ísl. kr. Börnin standa við vefnaðinn allan daginn og eru ómissandi í iðninni vegna þess að hendur fullorðinna gætu aldrei hnýtt litlu hnútana í ullina, en smáar barnahendurnar fara létt með það. Þegar þau koma heim að loknum löngum vinnudegi þýðir lítið að fara að leika sér því þá taka húsverkin við. Istanbúl f Tyrklandi í Istanbúl úir og grúir allt af fólki í atvinnuleit, jafnt börnum sem fullorðnum. Lífið er harður húsbóndi á þeim slóðum. Þegar fiskur berst að landi, flykkjast strák- arnir niður að höfn og verka fisk sem þeir síðan falbjóða hverjum sem kaupa vill. Þau börn sem ekki eru í fiski vinna við uppþvott á ódýrum veitingahúsum. Þeir heppnustu komast kannski í læri hjá bifvélavirkja og það er ekki óalgeng sýn að sjá 10 ára gutta vera að greina bilun í bíl. En þeir geta það þó svo að þeir séu litlir. Maghalaya: Drangir draga kol út úr þröngum námugöngunum. Meghalaya á Indlandi Meghalaya er eitt af þeim svæðum á Indlandi sem eru hvað fátækpst, og er þá mikið sagt. Þó töluvert sé um ferðamenn á þessum slóðum eru yfirvöld lítt hrifin af því að fréttamenn séu að snuðra þar um. Það er nefnilega vafasöm landkynning að birt séu viðtöl við börn í Cherrapunji, einum skítnasta bæ á jarðarkringlunni þar sem meðalúrkoma á ári er um 5 metrar. Þar hafa kolanámur enn ekki verið þjóðnýttar og eru því í eigu einkaaðila sem leggja mikið upp úr ódýru vinnuafli. Ódýrt vinnuafl sækja þeir að mestum hluta til Nepal — og mest börn. Tvær ástæður eru helstar fyrir því að atvinnurekendurnii vilja frekar börn en fullorðna í vinnu. Önnur ci að börnum þarf ekki að greiða svo ýkja hátt kaup, og hin að börn eiga betra með að fóta sig í námugöngunum sem eru ekki nema 1,50 m há. Neðst í námunum höggva fullorðnir kolin en börnin síðan notuð til að draga þau upp á yfirborðið eftir þröngum og lágum göngunum. Á þessu svæði er einnig algengt að sjá börn vinna að viðhaldi vega og þess háttar. Istanbúl: Lítill drengur gætir götusölu af mikilli alvöru. 30. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.