Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 48
MÁI.ÁI.IÐÁR uppá toppinn. En ólíkt gærdeginuni var loftið niettaðra. Stuttur þægfegur sundspretturinn i fjallalæknum var þegar orðinn að fjarlægri minningu. Bar bara var sveitt og móð eins og áður. Þau komu út úr skóginum og stöns uðu eitt augnablik til þess að kasla mæð- inni. Hér var jörðin ber. aðeins Ijósir klettar og dreifðar steinvölur endurköst- uðu hitanum. En Barböru lé. i að vera komin út úr skóginum. Hún hélt sig nálægt Nick. Hún var Jafngildir heilum lítra af hreinum appclnínuNafa frá Florida Mjólkursamsalan í Reykjavík orðin óróleg í þögn skógarins. Nick hafði verið jafnvarkár og alltaf og ef hann hefði orðið var við eitthvað einkennilegt hefði hann ekki gert henni viðvart. En nú virti hún slíkt sem hugulsemi sem honum væri eiginleg. Hann var einnig l'eginn að yfirgefa skóginn. Fyrir ofan |iau var himininn enn heiður og blár, en langt i austri var ógnandi blárautt ský að myndast. Nick vissi að það var stormur i aðsigi en eyddi tilhugsuninni um hann. ..Búðu þig undir stórkostlega sjón. Barbara." sagði hann og sá fyrir sér út- sýnið. sem hann vissi að var fyrir neðan þau. Þau komu nær brúninni og námu staðar. Barbara hélt niðri í sér andanum, hún komst nú i geðshræringu, ólikt þvi sem hún hafði nokkurn tima kynnsl öll þau ár sem hún hafði búið í Afriku. Loka tulu vatn fyllti út i sjóndeildarhringinn. víðáttumikið. fallegt og ógnvekjandi. Glitrandi vatnið var hulið móðu i fjarska. hitagufu lagði upp af fjarlægari bakkanum. Þá bölvaði Nick ógurlega. Furðu lost- in fylgdi Barbara augnaráði hans niður eftir klettunum. Fyrir neðan þau. við vatnsbakkann. var fiskiþorpið sem hann hafði minnst ár. Hún greip andann á lofti þegar hún sá þaö sem við blasti. Hún hafði búist við iðandi og friðsælu þorpi við vatns- bakka. Þyrping býkúpulaga kofa var svört og það rauk ennþá svolítið úr henni. Ekki ein einasta mannvera eða dýr sást á ferli á svæðinu. Á bakkanum voru fiskibátamir dreifðir. á hvolfi, brenndir eða brotnir. nokkrum hafði verið sökkt i vatnið ná lægt bakkanum. Örvalaga fiskigildrurn ar á grynningunum höfðu einnig verið eyðilagðar. Nick andvarpaði vonleysislega. Barbara missti lika móðinn. ..Hvergerðiallt þetta, Nick?" ..Hver?" hafði hann upp eftir henni reiðilega. ..Það hlýtur að hafa verið nýja stjórnin. < uginn annar " Hjálparvan; grandskoðaði liann þorp iðendanna á milli ..Allt þetta blóðbað. aðeins vcgna þess að fyrri stjórnvöld studdu við bakið á þessu einfalda fólki. Einfalt. heiðarlegt og blátt áfram. Það hefði átt að halda hollustu sinni leyndri." Barbara var bæði hrædd og hrærð vegna sársaukans i augum hans. I>etta er annars konar málaliði en gengur og gerist. maður á röngum stað. hugsaði hún. Hann tók í handlegg henn ar og leiddi hana niður þröngan stiginn niðuraðbakkanum. Það tók þau næstum nálftíma að komast að bakkanum og hvorugt þeirra mælti orðaf vörum. Þegar þau komu i útjaðar þorpsins fór Nick i sinn vanalega njósnaleiðangur. eftir að hafa gengið úr skugga um að Barbara væri á óhultum stað. Núna virti hún varkámi hans. Hún hafði einnig áhyggjur af öryggi hans um leið og hann yfirgaf hana. Eins og þau höfðu búist við var þorpið yfirgcfið Enn logaði i gioðunum þegar þau gengu i gegnum þorpið. þögnin og kyrrðin var óhugnanleg. Þegar Nick var að athuga eldiviðar- hlaða hrópaði hann. ..Það er ekki svo mikið sem hæna eftir!" Hann stansaði fyrir framan kofa í miðju þorpinu, mun stærri en hina. Hann var nú brunnar og óvirðulegar rústir. „Hér bjó höfðinginn," sagði hann. „Þetta var staður trausts og ánægju. Ég drakk við eldinn hans. deildi með hon- um kjötinu hans. undir stjörnunum .. ." hann hætti. sorg hans lá þungt i loftinu. Barbara rauf þögnina. „Hvert hafa allir farið. Nick?" Hann strauk hugsandi á sér hökuna. „Þetta hefur verið gert nýlega. Þorpsbú- arnir snúa ekki aftur á næstunni. Þeir hafa flutt sig eftir vatninu i annað þorp. Og þeir sem gerðu þetta . . .!" „Þeir höfðu enga ástæðu til þess að vera lengur." botnaði hún. Hann brosti til hennar, gleðisnauðu brosi. „Það var alls engin ástæða til alls þessa. Barbara." Ánægður með að þau væru óhult um stundarsakir sagði Nick Barböru að finna skuggsælan stað og hvíla sig meðan hann athugaði bátsflökin. Hún horfði á hann reika á bakkanum. Hann laut höfði, þurrkaði sér i framan með hálsklútnum og reyndi bátana með fætinum. Við og við kraup hann við sviðinn bátsskrokk og athugaði hann með fingrunum. I hjarta sinu var hún hjá honum og deildi með honum von leysinu vegna þessa óvænta mótblásturs. Ákveðni hans í að komast yfir landa- mærin var nú vegna stolts og einbeitni. Hann var einn á móti öllum stjórnar hernum. Litlar likur. Samt fann hún tij öryggis með honum. Barbara mundi nú aðsiðan hún hafði yfirgefið húsið sitt í Njongwe hafði hún ekki lagt neitt af mörkum nema að safna nokkrum ávöxtum. Þegar Nick var kominn lengra eftir bakkanum fann hún kofa. sem þótt merkilegt megi virðast hafði aðeins hlotið minni háttar skemmdir. og leit inn. Þar voru nokkrir pottar dreifðir á troðnu moldargólfinu. hlaði af banana laufum. nokkrar upprúllaðar mottur fléttaðar úr plámablöðum og stór leir krukka hálffull af vatni. Hún fór út til þess að ná i bakpoka Nicks. Nick var útataður i sóti þegar hann fann loks það sem hann var að leita að. Þó að það væri litið. sem hægt var að bjarga hér, þá hnussaði hann ánægju- lega þegar hann fann bátinn drjúgan spöl frá þorpinu. Hér i mjúkum sandinum var glögg- lega hæet^að siá hjólför eftir herbílana. Eyðing þorpsins hafði verið alger og miskunnarlaus og Nick varð enn ákveðnari þegar hann hugsaði um að þeir, sem höfðu eytt þorpinu, voru einnig óvinir þeirra Barböru. Ábyrgðar- tilfinning fyrir öryggi Barböru gerði hann svo ennþá ákveðnari i að komast yfir vatnið. Hún var orðin honum meira en aðeins verkefni. Hann gerði sér engar grillur um njósnavélina sem hafði flogið yfir hylinn. Hann vissi að stjórnarhernum hefði líklega verið gert viðvart. En núna var tíminn á hans bandi. Eitt augnablik hugsaði Nick hvar Lilli væri niður kominn, en siðan sneri hann sér að bátnum sem hann hafði komið auga á. Þetta var einn af minni gerðinni. svartur af sóti og illa sviðinn á stjórn- borða. en honum til mestu furðu var hann ekki ómögulegur. Hann fór úr skyrtunni. sokkunum og skónum, tók af sér hálsklútinn og dró bátinn yfir sandinn að vatnsbakkanum. Svitinn rann af honum þegar hann ýtti bátnum út i vatnið. Hann hallaði svolítið. en flaut þó. Nick óð út í vatnið þar til það náði honum í mitti. Þá fór hann i kaf. Hann kom upp á yfirborðið. hristi vatnið úr augunum og var tregur til þess að fara i land aftur. Hann skildi nú hvernig Barböru hlaut að hafa liðið i hylnum. Hann beitti sig hörðu og fór upp úr svölum unaði vatnsins og leitaði að föllnum pálmagreinum. Hann var ekki ánægður fyrr en hann fann tvær stuttar og digrar. sem breikkuðu i annan end- ann, nothæfar sem bráðabirgðaárar. Áður en Nick fór aftur til baka settist hann i bátinn og reri letilega rétt út á vatnið. Breitt bros breiddist yfir andlit hans. Upp með sér af árangri sínum langaði hann mest til þess að hlaupa aftur til Barböru og veita henni hlutdeild í sigur- gleði sinni. En einhver eðlishvöt aftraði honum. Hann reri aftur að bakkanum og valdi sér stað þar sem fiskigildrurnar höfðu veriðbrotnar. Hanateygði úr þeim og lagði yfir bát- inn sem bráðabirgðadulbúning. Hann var ekki alls kostar ánægður með felu- staðinn. en að minnsta kosti var hann góðan spöl frá þorpinu. Hann skolaði af sér í vatninu, tók upp fötin sin og gekk til baka eftir bakkan- um. Hann fór með bakpokann inn i einn af kofunum, skipti þar um föt, greiddi sér og fór síðan að leita að Barböru, ákafur i aðsegja henni frá bátnum. Hann fann hana inni í best farna kof- anum; í gegnum stráþakið lagði þunnan reyk beint upp i loftið. Framhald í næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.