Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 50
SÝN ÍSLENSKU BÓNDAKONUNNAR Vorið 1894, sunnudaginn næstanfyrir hvitasunnu bar fyrir bóndakonuna Ólínu Sigurpálsdóttur á Klömbrum i Þingeyjarsýslu sýn, sem hún lýsti á þennan hátt: „Ég kom heim frá kirkjunni minni, Grenjaðarstað, þennan sunnudag og á heimleiðinni varð rnér litið á austurloftið sem var heiðrikt og sól enn á lofti. Þá sá ég eins og fimm brjóstmyndir af mönnum í röð, hverja við aðra, og bak við þessar eða inn á milli sá ég aftur koma höfuð. Voru allar þessar myndir bjartar, lik- astar kveldsól, eða ekki bjartari en það að ég gat horft á þær. Ég var i þann veginn að kalla til fólksins sem var litið eitt á undan og var samferðafólk mitt og spyrja hvort það sæi ekki þetta eins og ég, þá kom eins og ský eða skuggi og allt hvarf. Hafði ég þá enga löngun til að segja frá þvi og var ein með hugsanir minar. Mér fannst mér líða svo vel og hjartað fylltist óumræðilegum fögnuði. Ég var eins og i leiðslu. En svo komum við heint og ég skammtaði fólkinu mínu. tók svo prjónana mina og gekk svo út þvi ég vildi helst vera ein með hugsanir mínar. Mér varð þó reikað til næsta bæjar sem er örskammt héðan: það var óvana- legt því ekki átti ég neitt erindi. Þar bjó mágur minn og kona hans. Þegar ég kom þar inn í baðstofuna spm var í einu lagi og mjög lág og lítil, lá mágur min upps rúmi sinu. Það var stafnrúm norðanmegin i baöstoi- unni. Hann svaf en konan sat á sínu rúmi sem var stafnrúm að sunnan og var að bæta föt. Gluggi var á austurhlið baðstofunnar og borð undir honum rétt framan við rúmið. Gamalt koffort stóð við borðs- endann sem var fjær rúminu og settist ég þar. Við konurnar fórum svo að ræða um daginn og veginn. Veðrið var hið besta, sólin skein inn um litinn glugga sem var á vesturhlið baðstofunnar og var litill sólskinsblettur á gólfinu framan við borðið. Nú vaknar bóndinn, gengur að borðinu, litur út um glugg- ann sem var yfir borðinu og gáði að lambánum sinum sem voru á beit allt i kringum bæinn. Allt var með friði og spekt að sjá. Börnin þeirra hjónanna, sem voru mörg, voru líka að leika sér þarna kringum bæinn. Þá gengur maðurinn frá glugganunt frant um baðstofudyrnar og út, en þegar hann var rétt farinn verður mér litiðá gólfið þar sem hann hafði staðið við borðið og sá þá, mér til mikillar undrunar, fagur- rauðan blóðdropa. Ég segi þá við konuna: „Sérðu ekki blóðið þarna i sporinu hans?" Í þvi myndast sporið i fullri stærðaf dökku blóði, en fagurrauði blóðdropinn heldur sér innan i. Hann var kringlóttur að lögun. Ég leit andartak af þessu, þá eru komnir aðrir tveir blóðdropar áfastir hvor við annan og litið eitt aflangir. Rétt i þvi rennur þessi fagri dropi úr sporinu að hinum tveimur og sá ég ekkert far eftir hann á gólfinu þó hann rynni eftir þvi. Þarna myndaðist eins og þriggja laufa smári að lögun og stærð en ekki leið nema örstutt augnablik þangað til fór að rigna niður blóði fram að dyrunum. Samt sá ég auða götu sem ég gat fariðeftir. En þá duttu mér börnin i hug úti, þau myndu koma inn og ata sig i þessu og það mættu þau ekki. Tek ég þvi tusku og ætla að þurrka þetta upp. Þá segir konan við mig: „Vertu ekki að þessari vitleysu." En ef ég leit af þessu óx það því meir og var það farið að dragast saman í smápolla. Ég þurrka með dulunni ofan i það og segi: „Ef það er blóð þá er það hált.” Þá fann ég að það klesstist við duluna og var eins og blóð viðkomu. Ég kipptist við þó ég hefði til engrar hræðslu fundið áður. En hræðslan hvarf fljótt og ég fór að skoða blóð- ið sem tolldi í tuskunni. Það var mjög dökkt og farið að iða, líkast því sem er þegar maðkur er að lifna í fiski. Þá kastaði ég tuskunni á gólfið. UNDARLEG ATVIK XXXIX ÆVAR R. KVARAN Nú brá svo undarlega við að allt blóðið sem á gólfirtu var var eins og sett á logheita stó og tók að rjúka úr hverjum dropa. Þessi reykur sameinaðist svo í einn gufustrók sem líktist toppmynduðu tjaldi að lögun og var gráblár að lit. Við það hvarf allt blóðið og sýndist gólfið hreint. Ég horfi á þennan reyk og færisthann að rúminu húsbóndans og staðnæmist þar. Konan kallar til min og spyr mig að hverju ég sé að gæta og varð mér þá litið til hennar. Hvarf mér þá reykurinn en i staðinn er kominn svartur skýflóki rétt aftan við rúmið og færðist hann fram með rúminu i lausu lofti. 1 þessu dökku skýi sá ég ýmsar myndir, gráleitar að lit. í miðjum hópnum var ntannsmynd. Ég sá á bak og hlið á þessum manni, stærðin var á að giska við dálitinn dúkkustrák. hann var í dökkum fötum með svartan flókahatt sem slútti fram á ennið. fæturnir virtust mér grónir saman um ristarnar, boginn var hann í hnjáliðunum. Svart, hrokkið hár hafði hann sem hrökk upp að hattbarðinu en ekkert skegg sá ég á honum. Hann var með uppspenntan boga og stóð örin litið eitt fram af boganum. Virtust mér hendurnar eins og fastar við bogann. Hægra megin við þessa mynd sá ég svo höfrungslíki með stóran kjaft og sporð en litinn, þykkan búk og ýmisleg fleiri sjódýr og skorkvikindi: aftur vinstra megin maurar og krabbar, eins og gagnsætt. Svo færðust þessar skepnur I einum hóp yfir rúm húsbóndans og eins og háðu orrustu i loftinu rétt ofan við koddann. Þá fannst mér reykurinn sem ég áður tapaði af koma fram nteð vinstri hliðinni á mér og koma þessar skepnur í einni þvögu og teygja sig í gufuna eða reykinn mjög áfergjulega með nefi og klóm. En mér virtist hún vilja neyta allrar orku til þess að verja sig. Að endingu hvarf hún inn i þennan flokk, fann ég sárt til með henni og fór að gæta sem best að þessu, hvað það hefðist að. Sé ég þá mér til mikillar undrunar að þessi kvikindi sátu á líkama hús- bóndans sem mér sýndist allt i einu liggja þarna í lausu lofti. Leit hann út eins og dautt hræ sem búið er að kroppa augun úr og nefið af, blóðugur og bólginn. Allt i einu berst svo þessi sýn upp yfir rúmið á sama stað og hún var áður, yfir koddanum. Mér datt i hug að það ætti heldur að leggja til mín. Ég gæti þó fremur varið mig en veslings gufan sem ég fann alltaf svo til með. En ég var ekki fyrr búin að hugsa þetta en upp reis stórt höfuð, kolsvart, glennti glyrnurnar upp á mig og kom i einu vetfangi fast að andlitinu á mér. Mér brá hvergi og horfðumst við i augu eitt augnablik. Féll það á gólfið og var þar litla stund. En svo reis það upp aftur enn ógurlegra en áður og áfergjulegra, og sýndist mér eldur sindra úr augum þess. Ég horfði sem áður í augun á því og það féllennágólfið. Þessi sýn var svo enn framan við rúmið og náði ofan að gólfinu og iðaði allt til. Annað stykkið var Ijóst en hitt dökkt og virust hefja orustu hvort við annað. Þá leit ég snöggvast af þvi en sá svartan skugga koma, álíka stóran og litinn vasaklút. í honum er ljós- grátt mannsauga. Mér sýndist það illilegt, skugginn var mjög dökkur kringum augað sjálft og náði ofan á það mit-t. Svo hvarf mér þetta. I því fannst mér eins og eitthvað strjúkast við hægri vangann á mér, líkast því sem flauel kæmi við kinnina. Leit ég því við til að vita hvað þetta væri. Þetta er þá skuggi á stærð við stórt egg, stækkaði brátt og færðist dálítið fjær mér. Þá sá ég í því blið og falleg bamsaugu, sem mér fannst ég kannast við, og kenna svo til með. Eftir því sem ég horfði lengur á þetta lýsist það að lit og varðeins og Ijósbrúnt og augun svo blið og biðjandi í röðinni á þessu. En ég þreyttist að horfa á það og sagði með sjálfri mér: „Æ, farðu!" Og 50 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.