Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 51
þá fór þetta, liðandi með hægð i loftinu og augun svo aumingjaleg og döpur, og hvarf. En í því er gufan eða reykurinn kominn á rák þvert yfir baðstofuna frá austri til vesturs og á henni situr fugl, ekki ólíkur hegra, grár að lit. Svo sýndist mér hann Ijókka í útliti og voru á honum voðastórar klær. Því lengur sem hann sat gengu klærnar lengra niður í gufuna og smáhvarf gufan upp í hann eins og hann drægi hana að neðan. Svipurinn og augun voru voða- Ijót og iliileg. Mig langaði út af lífinu að ná þessu ljóta dýri af gufunni og var í þann veginn að rétta út hönd- ina til þess að taka um hálsinn á því. Um leið flaug mér í hug að það hefði enga þýðingu þvi það lék i lausu lofti. Svo smáhvarf þetta í einn litinn, svartan skugga sem hvarf mér seinast sjónum bak við rúmgafl húsbóndans. Þá kailar konan: „Hvað sérðu nú?” En nú varð ég óánægð við sjálfa mig út af því að hafa ekki neitt gert nema horfa á þetta, enn væri ef til vill blettur á gólfinu sem eftir væri og ég hefði ekki gætt að, og ég leit yfir gólfið. Sé ég blett rétt við tána á mér og varð mér hálfbilt við. En um leið og ég leit á það fór að rjúka úr því, fyrst lítið en smájókst og varð að stórum gufumekki, sem færðist að sama stað að rúminu — fast við fótagaflinn. Nú voru engir svartir skuggar í þessari gufu og ég horfði um stund á það, leit ekki af því þangað til ég sá að kom eins og trekkgat á það rétt um miðjuna. Út úr því streymir eins og vatnsgufa eða straumur. ljósblár að lit, og gaf ég frá mér hljóð, fann til fagnaðar og sagði: „Sjáið þið nú til.” Þetta vatn streymdi svo yfir alla baðstofuna þar sem hinar verurnar höfðu verið. Var þá eins og gufan félli í tvo parta þvi hún var eins og skurn utan um þennan vatnsúða og gufupartarnir völsuðu hver utan um annan þar til þeir hurfu beint upp í baðstofu- mæninn ogailt hvarf mér sjónum. Ég kvaddi konuna án þess að segja henni hvað ég hafði séð, og ég fann líka að ég var þreytt.” Ég geri ráð fyrir að lesendum mínum þyki ekki siður en mér þetta allfurðuleg lýsing hjá venjulegri bóndakonu í islenskri sveit. En þvi miður lét Ólina Sigurpálsdóttir frá Klömbrum í Þingeyjarsýslu ekki neinar skýringar fylgja þessari löngu lýsingu. Ekki höfum við þó með öllu farið á mis við skýringar hennar því sumarið 1922 kom séra Haraldur Nielsson I heimsókn að Klömbrum og sagði hún honum frá sýninni. En Haraldur hélt að hún hefði látið skýringar fylgja þessari skrifuðu lýsingu annars hefði hann ritað upp eftir henni skýringu. Haraldur mundi þó það sem hérferáeftir: Á Brekku, sem er örskammt frá Klömbrum, bjó þá Bergvin Þórðarson bróðir Jóns Þórðarsonar, manns Ólínu. Hann var þá við góða heilsu og talinn hraust- menni. Tveim árum síðar eða árið 1896 fór að bera á holdsveiki I honum. Ágerðist hún mjög og lagðist hann algerlega I rúmið. Mun fólk hans hafa veriðeitt- hvað hrætt við smitun af sjúkdómnum. Að minnsta kosti er það vist að Ólina fékkst mikið við að hjúkra honum. Fór hún um langt skeið daglega að Brekku (árum saman að mig minnir) til þess að hirða um sár hans sem voru mikil. Hann fluttist á Laugarnesspitala 1910 og var þá orðinn alblindur. Mikil sár voru á líkama hans og finnst mér hann hafa verið einna hörmulegast á sig kominn þeirra holdsveikra manna sem ég hef kynnst í Laugarnesspítala. Hann dó 28. nóvember 1912 og mun þá hafa verið eitthvað sextíu ogfimm ára aðaldri. Ólina sagði mér að sýnin hefði orðið sér til viðvörunar. Ekki síst vegna sýnarinnar, sem aldrei leið henni úr minni, kappkostaði hún að beita sem mestu hreinlæti og reyndi að verja heimilið á Brekku fyrir smitunarhættunni. Hins vegar réð hún það af sýninni að hún myndi ekki sjálf sýkjast og það jók henni hugrekki að stunda hinn þjáða sjúkling og reyna með því að verja konu hans og börn fyrir yfir- vofandi hættu. 1 bréfi, sem ein dætra Ólínu, Guðný Jónsdóttir á Ljósavatni, skrifaði ritstjóra Morguns með frásögn móður sinnar, tekur hún þetta fram: „Að sýn þessi sé sönn og áreiðanleg er móðir min lus að staðfesta með eiði. Hún var alheilbrigð á sál og líkama þegar þetta bar við og lifir enn við bestu heilsu, laus við alla taugaveiklun. Hún hefur mikið um þetta hugsað og hana hefur langað til að það væri athugað. Ef yður finnst þetta vera þess vert að því sé gaumur gefinn þá væri best fyrir yður að fá nánari upplýsingar hjá móður minni því að hún getur gefið margar fleiri skýringar jtessu viðvíkjandi.” Endir 30. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.