Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 11
Misjafnt höfumst vér að, fólkið hér í höfuðborginni. Þó flestir gangi til vinnu sinnar að morgni, horfi svo á sjónvarpið á kvöldin og láti þar við sitja, þá á það ekki við um alla. Til er fólk hér í Reykjavík sem fæst við að selja eiturlyf í stórum stíl — sannkallaðir sölumenn dauðans. Hér á þessari síðu mun einn slfkur stíga fram í dagsljósíð og svara spurningum VIKUNNAR. Sölumaðurinn sem við er rætt er fjölskyldumaður og stundar reglulega atvinnu, en hann býr ríkmannlega og má ætla að því valdi að hluta fíkniefnagróði. Enda augljóst mál að enginn selur dauðann án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. — Hvar kynntist þú eiturlyfjum fyrst? — Ég kynntist þeim fyrst erlendis þar sem ég var við nám. Þá voru tímarnir aðrir en þeir eru í dag, fólk var að byrja að fikta við þessi efni og hvað mig áhrærði þá byrjaði ég ekki á hassi eins og flestir, því ég reykti ekki, heldur tók ég sýrur (LSD). Það var svo miklu einfaldara að taka brot úr töflu og svífa svo í burtu heldur en að vera að svolgra í sig reykinn. Siðar byrjaði ég að reykja hass og notaði bæði hass og sýru í langan tíma. Þegar ég svo flutti heim komst ég að því að hér á landi var miklu minna af þessum efnum á boðstólum en erlendis. (Löng þögn). Fórstu þá að smygla sjálfur? — Já, og ég er búinn að vera að því lengi. Upphaflega var maður mest í því að smygla sýrum, þær voru fyrirferðarlitlar og verð- lagningu þannig háttað að gróðinn varð miklu meiri heldur en af hassi og skyldum efnum. En það má ekki skilja orð mín þannig að ég sé í þessu eingöngu pening- anna vegna, því þetta er líka gert af þörf. í gegnum eiturlyfin eignaðist maður kunningja sem vildu kaupa þessi efni, það var markaður fyrir þau, og þá var það bara spurningin um hver vildi taka áhættuna vegna smyglsins, og þá áhættu hef ég tekið. En nú er ég alveg hættur að smygla sýrum, fólk heldur það ekki lengi út að taka svo sterk efni. — Selurðu hverjum sem er? — Nei, því þannig myndi dæmið ekki ganga upp. Ég og viðskiptavinir mínir myndum lokaðan hring, þeir leggja til fjár- magn þegar birgðir þrjóta og þannig veltur þetta áfram og verður æ umfangsmeira. Vegna þess að þetta er yfirleitt alltaf sama fólkið sem verslar við mig get ég á vissan hátt litið svo á að þetta sé okkar einkamál og komi þar af leiðandi ekki öðrum við nema að takmörkuðu leyti. Þó verð ég að viðurkenna að ég hef séð mikið af vinum mínum fara í hundana vegna eiturlyfja- neyslu. — Hefurðu þá ekkert samviskubit? — Nei, því þetta fólk gat valið hvort það vildi kaupa af mér eða einhverjum öðrum. Það vildi kaupa og ef það hefði ekki verslað við mig þá hefði það bara keypt annars, staðar. Það eru margir sem fást við svona verslun hér í Reykjavík, eru misgóðir og yfirleitt teknir á endanum. Ég hef aldrei verið tekinn enda er verslun mín eins og lokaður hringur. — Eru aliar gerðir eituriyfja á boðstólum hér í Reykjavík? — Já, tvímælalaust — allt nema heróín þó það hafi vafalaust borist hingað eitt og eitt skipti. Ég veit meira að segja dæmi þess að íslendingar sem búið hafa erlendis og ánetjast heróíni hafa komið hingað heim til að þurrka sig upp. Af hassi og marijúana er yfirleitt nóg til, LSD er farið úr tísku, það er stór markaður fyrir amfetamínduft og kókaín er að ryðja sér til rúms í æ ríkari mæli. Kókaín er bara svo dýrt að það er ekki nema fyrir vel stætt fólk að kaupa — en það er alltaf keypt þrátt fyrir það. Það er til fínt fólk hér í bænum sem neytir eitur- lyfja. Sum nöfnin meira að segja landsfræg. — Verslarðu við hermennina á Kefla- víkurflugvelli? — Nei, ég treysti þeim ekki. — Geturðu nefnt okkur einhverjar tölur um gróðann sem þú hefur af þessu? — Það er leikur einn að tvöfalda eða þrefalda meðaltekjur eins og ég er með. Annars fer það allt eftir því hversu mikið er lagt á. Það borgar sig sjaldnast að hafa álagninguna mjög mikla því þá selst bara minna, þannig að hér gilda markaðslögmál eins og annars staðar. Ég sel gramm af hassi á 5000 krónur, en svo eru menn sem eru með það á helmingi hærra verði og selja það samt, bara á lengri tíma. Fólk kaupir þetta alltaf sama hvað það kostar. Þetta er líkast til pottþéttasta leiðin til að verða sér úti um peninga á skömmum tíma, en það fylgir þessu viss áhætta og hana tek ég. — Ert þú eiturlyfjaþræll? — Nei, ég myndi ekki segja það. Ég drekk meira af áfengi en ég tek af lyfjum enda er áfengið með sterkari vímugjöfum sem ég hef kynnst. En það er gott að blanda þessu saman. Lítið eitt af kókaíni í nefið, einn rúlla af marijúana og glas af rommi — þessi blanda er ósvikinn skap-i bætir og kemur heimsmyndinni i rétt horf. En þetta er dýrt og því verð ég að hafa ein- hverjar tekjur af þessum efnum. Má bjóða þér ískalt kók? — Nei, takk! Ég nota ekki eiturlyf. — Nei, ég á við ískalt kóka-kóla beint úr ísskápnum! — Jú, takk! Ég myndi þiggja eina flösku ... Skál! 31. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.