Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 16

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 16
Fyrsti kafli. Til að losa huga minn frá minningunum af hinu illgirnislega sam- tali, sem ég hafði óvart orðið vitni að kvöldið áður i boðinu hjá f rú Smyth- son, gekk ég I áttina að tónlistinni I dag- stofunni, þar sem Jenny sat við píanóið. Hún hafði góða tónlistarhæfileika og hversu oft hafði ég ekki setið og notið þess að heyra hana leika valsa eftir Strauss eða syngja litil lög, lágri og hljómfagurri röddu. En í dag var ég mjög óróleg. Hún þurfti ekki nótur og lék helst I hálfmyrku herberginu. En ég tók ekkert tillit til hennar og dró blá flauelstjöldin frá glugganum, svo að sólargeisli náði að teygja gullna fingur sína yfir rósrautt teppið og áklæðið á húsgögnunum. Siðan náði hann speglinum yfir arninum sem kastaði honum til baka, yfir alla skrautmunina og postulínsstytturnar sem stóðu á borðunum. Þetta truflaði Jenny og hún missti taktinn, það varð til þess að ég skammaðist min. „Fyrirgefðu mér Jenny," sagði ég og lagði vanga niinn að hennar. „En þetta er svo dásamlegur morgunn að mig lang- ar til strandarinnar og fá mér bað.” Fingur hennar þutu yfir nótnaborðið, mjúklega i byrjun, siðan hraöar og ákveðnar og að lokum endaði hún á ein- um hreinum, sterkum tón. Síðan sneri hún sér að mér með hendurnar I skauti sér. „Allt I lagi Della. Ég skal koma með þér. en ég bið þig um að ætlast ekki til þess að ég fari i vatnið. 1 staðinn mun ég sitja og dást að þér I nýju fallegu baðfötunum þínum. Biddu hér á meðan ég sæki hattinn minn og sólhlífina. þvi að sólin mun verða enn sterkari." Ég gekk að steinlagðri gluggakistunni og leit út. Þetta hlaut að vera fallegasta útsýnið i Cornwall þvi að húsið okkar, Farós Hall, stóð efst uppi I klettunum langt fyrir ofan fiskibæinn Newlyn. Þaðan mátti sjá stórkostlega fegurð Mount flóans alla leið frá Lizard Point að klettaskerinu sem gekk undir nafninu Músarholueyja. Við allan þennan ótrúlega blóma hafsins bar svo St. Michaels Mount, gróðursælan pýramída, þakinn trjágróðri. Við rætur fjallsins lá þorpið. Sumir trúðu þvi að fjallið stjórnaði Mount flóanum en pabbi var vanur að halda þvi fram að húsið okkar stjórnaði fjallinu! Jenny kom nú til mín og hún leit yndislega út i bróderaða mússulíns- kjólnum með sólhlif í sama bláa lit og liljur í hattinum. Um leið og ég dáðist að henni fann ég enn einu sinni hve sorg- bitin ég var vegna heilsuleysis hennar. Þó að fallega hjartalagaða andlitið væri rjótt og sællegt kom þvalt enni hennar og hitagljáandi augun upp um heilsufarið. Sérstaklega vakti þó hóstinn. sem virtist næstum vera hluti af henni. ugg hjá mér. Hún, sem var tvitug, og ég, þremur árum yngri. vorum einar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.