Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 23
einar, án þjónustustúlku? Án þess að hafa kúsk með? Hvers vegna gerðuð þið þetta? Hvers vegna? Hvað haldið þið að frú Smythson myndi hugsa um slíkt ævintýri? Haldið þið að hún muni bjóða ykkur aftur heim til sín? Hátiðarhöldin eru fyrir þjónustufólk, leigubændur og aðra af þeirra sauðarhúsi. Hvernig getið þið búist við að verða teknar inn i hóp heldra fólksins ef þið hegðið ykkur á þennan skammarlega hátt?” Mér þótti sem ég gæti ekki tekið meiru. Ég varð að tala út. „Hvað svo sem við gerum, mun þetta fólk aldrei líta á okkur sem jafningja sina og ég hef enga ósk um að troða mér upp á það vegna ihlutunar annarra. Nei, pabbi, til þess er ég of stolt.” Þegar ég sá hve þessi orð særðu hann, óskaði ég þess að ég gæti tekið þau til baka. Hjarta mitt leið fyrir hann þvi að ég vissi hve heitt hann óskaði þess að vera tekinn inn í hóp heldra fólksins hér á staðnum. „Pabbi,” sagði ég blíðlega. „Það er til mikið af fólki, sem er ekki svona ánægt með sjálft sig, né fullt af hæðni í garð annarra. Við áttum góða vini i Portreath og hr. Mowbray, herramað- urinn sem fylgdi okkur heim nú áðan, bað um leyfi til að koma og spyrjast fyrir um heilsufar mitt. Þá munt þú sjálfur sannfærast um það hve geðþekkur maður hann er.” Pabbi dró augabrýrnar saman í eitt reiðilegt strik. „Mowbray? Mowbray? Segðu mér, hver er þessi Mowbray?” „Hann er listamaður pabbi. Jenny og ég höfum oft séð hann við ströndina þar sem hann málar. Eftir þvi sem ég best fæ séð þá er hann mjög fær.” „Listamaður? Sem málar við ströndina? Staurblankur náungi! Og hann var nógu ágengur til að tala við ykkur?” „Nei, pabbi, það var ekki þannig. Það var ég sem bað hann um hjálp og hann var svo vingjarnlegur að veita okkur hana.” „Þú baðst þennan náunga um að fylgja þér að vagninum og á þeirri stuttu leið dróstu ályktun um hvers konar maður þetta væri?” „Ekki aðeins þá, heldur allt kvöldið eftir að hann hafði bjargað okkur úr klóm drukkinna manna sem hópuðust að okkur! Hann var siðan í samfylgd með okkur það sem eftir var kvöldsins og hann var bæði skemmtilegur og viðfelldinn. Við fórum í leiktækin og sölutjöldin, þetta er eitthvert það skemmtilegasta kvöld, sem ég hef upplif- að.” Sem snöggvast óttaðist ég að pabbi myndi detta niður dauður. „Og ef ég má spyrja, hver borgaði fyrir allar þessar skemmtanir?” „En... Hr. Mowbray,” stamaði ég. „Það held ég að hann hafi gert það! Ef hann vogar sér að koma hingað þá mun ég láta vísa honum samstundis á dyr.” Framhald í ncesta blaði. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 1 5655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.