Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 37
E li JG er að vísu ekki nema fimmtán ára — en eitt hefur mér þó lærst á mínum stutta lífsferli: Fólk getur verið alveg hræðilega illgjarnt. Við getum tekið hana gömlu frii Carpenter sem dæmi. Síðan mamma hljópst á brott með elskhuga sínum, hef ég tekið til í íbúð- inni hjá henni, en ekki hefur hún borgað mér mikiðfyrir það. Pabbi og ég bjuggum i kjallaranum I leiguhjallinum. Við þurftum ekki að greiða neina leigu, því pabbi var hús- vörður þarna. Hann sópaði tröppurnar og sá um sorphreinsunina, það er að segja þegar hann var ekki drukkinn. Þá gerði ég það, og Leon hjálpaði mér. Leon er vinur minn, og ég mundi gera hvað sem er fyrir hann. HVAÐ SEM ER. Ég stóð fyrir framan dyrnar á ibúðinni hennar frú Carpenter. Hurðin stóð i hálfa gátt, og ég heyrði samræð- urnar fyrir innan. Ég gat líka séð gömlu nornina og gesti hennar, tvo kraftalega lögregluþjóna. Annar var ungur, hinn á aldur við pabba. — Það hlýtur að hafa verið stelpan. Ókunnug manneskja hefði ekki getað stolið hálsmeninu mínu. Þessi drusla, hún Penny ... Enginn annar hefur lykil að íbúðinni minni. — En við höfum engin sönnunar- gögn. Þar sem hún tekur reglulega til hjá yður, eru fingraförin hennar eðlilega út um allt, sagði yngri lögregluþjónninn. Þetta var einmitt það sama og Leon sagði: Ég opnaði dyrnar og gekk inn. — Ég gleymdi afþurrkunarklútnum .. Ó, ég vissi ekki að hér væru gestir, frú Carpenter. — Eruð þér Penelope Green, spurði sá eldri. — Hvað eruð þér gamlar? — Já, ég er Penny Green, og ég verð 15 ára eftir tvær vikur, svaraði ég. Sá gamli horfði föðurlega á mig. — Vitið þér . . . veistu nokkuð um jaðihálsmen frúarinnar? Þaðer horfið. — Hvaða hálsmen? Og hvað er jaði? — Jaði er gimsteinategund, sagði gamla nornin. — Ég fékk þetta hálsmen frá Kínverja nokkrum, þegar ég starfaði sem trúboði i Kína. Það er mjög dýr- mætt. Það hafði Leon lika sagt, og hann var alls ekki ánægður með feng minn þann daginn. — Þetta er óseljanlegt, sagði hann. — Það kemst strax á lista hjá lögreglunni, og þá vill enginn veðlánari líta við því. Og hjá götusala fáum við ekki einu sinni 5% af raunverulegu verðmæti þess. — En ég hélt... — Hvað þýðir að hugsa, ef skyn- semina skortir, sagði Leon. — Þú ættir að taka Ruth Garvey þér til fyrir- myndar. Nú varð ég reglulega reið, þvi að Ruth Garvey er einmitt helsti keppinautur minn. — Það er engin furða. Hún vinnur í skartgripaverslun, en ég í leiguhjalli, þar sem fátt verðmætt finnst til aðstela. Ruth gæti vel stolið perlum, demöntum og rúbínum. En hún lætur sér nægja litlar nælur, eyrnalokka og hálskeðjur. Hluti, sem auðvelt er að selja í hvaða hafnarknæpu sem er fyrir fullt verð. Hann skilaði mér aftur græna háls- meninu. — Ég er alltaf að vara frú Carpenter við að hleypa farandsölum inn í ibúðina, sagði ég og horfði á hinn miðaldra lögregluþjón, bláum, opinskáum augum. Ég hef i rauninni mjög fallega blá augu. — Hleypið þér farandsölum inn til yðar, frú Carpenter, spurði ungi lögregluþjónninn. — Stundum. En ég kaupi aldrei neitt. Ég les bara fyrir þá úr Bibliunni og gef þeim tebolla ... Lögregluþjónarnir settu upp einkennishúfurnar og risu á fætur. — Við höfum engar sannanir fyrir sekt þessarar ungu stúlku, og þér viður- kennið að hieypa ókunnugu fólki inn i íbúðina. Þér ættuð að sýna meiri varkárni í framtiðinni. Eldri lögregluþjónninn tók um hand- legg minn, og ég henti lyklinum að íbúð þeirrar gömlu á borðið hjá henni. Svo gengum við saman niður stigann. Grensásvegi 11 — sími 83500. striginn fráokkurer auðveldur íuppsetningu 31. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.