Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 43
hefur gleymst að gera ráð fyrir umtalsverðum bókakosti, það er helst að þar rúmist eitthvað af Ef þetta er leiðinleg veisla þá látum við hana bara vera það. postulíns- og glervörum. Verð fyrir þrefalda slíka samstæðu er á bilinu 300—800 þúsund krónur, þannig að þarna er varla verið að framleiða fyrir náms- menn, unglinga og fólk í lægri launaþrepum. Þar við bætist að valkostir í niðurröðun eru litlir og ef húsrými er lítið, þörf er á bókahillum, vélritunar- eða skrifborði fer málið að vandast. Hjá fyrirtækinu Skúlason og Jónsson hf., Bíldshöfða 18, má fá nokkuð hentugt efni í sam- stæðu, sem viðkomandi vinnur svo að mestu leyti sjálfur. Aðeins þarf örlitla þolinmæði og næstum enga handlagni til að leysa vandann á sérstaklega ódýran máta. Þarna er um að ræða kantlímdar spónaplötur í stöðluðum stærðum, sem aðeins þarf að fara örlítið yfir með sandpappír, mála eða bæsa og raða síðan saman með sérstök- um járnfestingum. Fyrst er að ákveða hvað á að vera í hillusamstæðunni, síðan er hún teiknuð upp og tekið mið af hinum stöðluðu stærðum. Af- greiðslufrestur á plötunum er svo einn til tveir dagar. Þegar Neytendasíðan reyndi þetta gekk allt eins og best verður á kosið. Ákveðið var að mála hillurnar með grunnmáln- ingu og lakka síðan yfir með dökku lakki. Það þarf nokkurt rými til að mála hillurnar og í þetta skiptið voru svalirnar hentugasti staðurinn. Gætið þess að láta hverja umferð þorna vel áður en næsta er borin á og einnig er betra að tveir hjálpist að við að festa einingarnar saman og reisa síðan allt við í lokin. Þetta er auðveld og ódýr lausn og þegar tískan tekur næsta stökk, eða skipt er um húsnæði, má taka allt i sundur og nota á ýmsa aðra vegu. baj. Hrukkurnar burt með Jovan Wrinkles Away1 ,T M Nú er hægt að slétta andlitshrukkur á nokkrum mínútum, hrukkur, sem tók mörg ár að safna. Smádropi af Jovan Wrinkles Away™ virkar um leið. Hjálpar til að slétta hrukkur, djúpar sem grunnar, og tekur bauga undan augum svo fljótt að þú sérð næstum hrukkurnar hverfa. Þetta nýja fegurðarefni hjálpar þér að halda andlitinu hrukkulausu, jafnt að degi sem að kvöldi. Þúverður undrandi yfir breytingunni. — Littu inn og fáðu að reyna í næstu snyrtivörubúð. Haltu æskuljómanum við með Jovan Wrinkles Away™. JOPCO HF. LAUGAVEGI 22 - SÍMI 19130 (Actual Unretouched Photographs) 3l.tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.