Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 45
Lágum rómi sagði Barbara: „bakka þér fyrir, Nick, að baka þér þvílík vand- ræði mín vegna.” Hann leit upp. „Allt saman hluti af þjónustunni, frú.” „Nei, það er það ekki. Ég hef aðeins verið þér til trafala. Og hvað varðar vesalings hr. Selkirk ...” „Lilli bjargar sér,” fullvissaði Nick hana. „Sá maður er ekki til sem getur komið Lilla Selkirk frá. Hann sagði þér það. Og það sem Lilli segir, það stenst!” Barbara kinkaði kolli og krotaði með fingrinum ísandinn. Allt í einu smellti Nick með fingrun- um. „Ég var svo upptekinn af matnum að ég gleymdi að segja þér mínar fréttir.” Hann sagði henni frá bátnum. Bar- bara hlustaði ánægð og full áhuga. „Og hvenær sé ég þessa von okkar um að komast yfir vatnið?” spurði hún vin- gjarnlega. Hann leit á úrið sitt. „Seinna,” sagði hann, „fyrst ætla ég að láta matinn sjatna í mér.” bau sáu þétt hvort upp að öðru og horfðu út á glitrandi stöðuvatnið. Vatnið sleikti bakkann vinalega. Hátt fyrir ofan sveif fiskiörn í blámanum. Éjarlægir skýjabólstrarnir voru eins og fjöll. Barbara sat og var hugsi. Hún gat ekki lengur litið á Nick sem málaliða. Henni var farið að líka æ betur við hann. Þangað til i dag hafði aðalhugsun hennar verið að halda honum frá sér. En núna . . . Allt í einu fannst henni hann mjög ná- lægur. Axlir þeirra voru aðeins í nokk- urra sentimetra fjarlægð hvor frá ann- arri, og henni fannst þau vera eins. Vanaleg árvekni hans var horfin. Á þessu augnabliki fannst henni sem hann myndi vera fullkomlega hreinskilinn, hvað sem hún spyrði hann um. Og Lilli Selkirk hafði minnst á lykil að skapgerð hans. „Nick? Hvaðgerðist í Biafra?” Andlit hans breyttist skyndilega. „Biafra?” endurtók hann þurrlega. Hann horfði lengi og hvasst á hana, siðan, þegar hann ætlaði að fara að tala, rauf byssuskot þögnina. Byssukúla small af steini aðeins nokkra metra frá þeim. Á svipstundu var Nick kominn á fætur, tók Barböru upp og hljóp með hana inn í kofann þar sem hún hafði veriðaðelda. Annað viðvörunarskot bergmálaði fyrir aftan þau þegar hann ýtti henni inn fyrir, tók upp riffilinn sinn og kastaði sér niður við hliðina á henni. Hann bölvaði sjálfum sér ótal sinnum fyrir að láta koma sér að óvörum, andlit hans var afmyndað af reiði þegar hann reyndi að koma auga á einhverja hreyf- ingu fyrir utan. Stutta stund var þögn, utan þungur andardráttur þeirra og þegar Nick smellti frá örygginu á rifflinum sinum. „Herinn?” spurði Barbara hás í eyra hans. „Hafa þeir náðokkur?” Nick leit í áttina að dyrunum og Bar- bara mjakaði sér áfram þar til axlir þeirra snertust. Hún stirðnaði þegar hún sá þaðsem fyrir utan var. „0, nei!”Húnskalf. Dreifðir á bakkanum, en þó á gangi beina leið að kofanum, var stór hópur vopnaðra Afríkumanna í jökkum í felu- litum. Margar æstar raddir töluðu mál sem Barbara skildi ekki. Síðan þaggaði hvell skipandi rödd á ensku niður i hinum. „Þið tvö I kofanum, það þýðir ekkert að fela sig! Þið eruð umkringd. Komið nú út, án allra bragða, eða ég fleygi handsprengju í gegnum stráþakið.” Augu Nicks sindruðu hættulega þegar hann greip fastar um riffilinn sinn. Dáleidd horfði Barbara á þegar visi- fingur hans losnaði af gikknum. Svitinn rann niður eftir vanga hans. Svipur hans breyttist þegar röddin fyrir utan hélt áfram: „Komið nú út. eða ég tek pinnann úr handsprengjunni.” „0, Nick! Hvaðgetum viðgert?” „Ekkert,” sagði hann. Hún fann að hann lagði handlegginn yfir axlir hennar. Hann hnippti harkalega og hvetjandi í hana. Siðan kallaði hann hárri og skýrri röddu: „Við komum út! Engin brögð í tafli!” Hann festi öryggið á rifflinum sínum og fleygði honum út um dyrnar. Hann lenti fyrir utan meðdaufum dynk. Hljóðlega, svo aðeins Barbara gat heyrt það, sagði hann: „Haltu höfðinu hátt.” Hann hjálpaði henni að standa á fætur en hún hikaði. Hann greip i báðar axlirhennar enhúnskalf. „Nick? Hvað gera þeir? Þú sagðir sjálfuraðstjórnarherinn . . .” „Barbara, elskan mín, þetta er ekki stjórnarherinn. Þetta eru ekki venju- legar liðssveitir. Þeir hljóta að vera frelsishermenn, stjórnarandstöðuskæru- liðar.” „Skæruliðar? En hvernig veistu það?” „Þessi rödd,” svaraði hann, „getur aðeins tilheyrt einum manni.” Varlega ýtti hann henni út fyrir og hélt öðrum handleggnum um herðar hennar. Lágur óvingjarnlegur kliður kom á móti þeim. Síðan heyrðist önnur hvöss skipun á ensku. Þögn. Barbara deplaði augunum þegar hvítur maður gekk einn út undan trján- um. Hann hélt á hríðskotabyssu undir öðrum sterklegum handleggnum, rétt eins og hún væri gróin föst þar. Hand- sprengjur voru kræktar á báða skyrtu- vasa hans. Hann horfði lengi á Barböru en svipur hans breyttist þegar hann leit á Nick. Nick tók fyrst til máls. „Pat Mulchay! Þú púkasonur! Ég hélt að þeir hefðu grafið þig undir Blarney Stone!” Barbara horfði hissa á Nick. Hann hélt ennþá utan um hana en nú brosti hann. „Nick Dexter!” Hinn maðurinn glotti, hann gekk nær þeim og blá augu hans glömpuðu. „Og hvern annan myndi ég finna mitt í óbyggðum með handlegginn utan um snotra stúlku?” Barbara horfði með aðdáun á stóra lrann. Með skotfærapokana í belti um mittið og hnífinn spenntan við fótlegg- inn var hann gangandi virki. Samt var lítil hótun I andliti hans. „Nick Ðexter!” Hann stansaði nokkr- um skrefum fyrir framan þau, hristi höfuðið og augu hans hvörfluðu á Nick og Barböru til skiptis. Mennirnir á bak við nálguðust hægt og varlega, með vopnin tilbúin. Nick leit áhyggjufullur á þá. „Þínir menn, Pat?” „Já. Það er að segja þegar ég öskra nógu hátt.” Pat Mulchay sneri sér við og kallaði til þeirra stuttar skipanir. Mennirnir stönsuðu og horfðu forvitnir á þau. Augu þeirra lýstu fjandskap. „Jæja, ég er ánægður að þú skulir hafa komið," sagði Nick og honum létti. „Við héldum að þetta væri stjórnarher- inn.” Irinn axlaði byssuna, en það voru djúpar hrukkur á enni hans þegar hann leit á riffilinn í sandinum og síðan á Bar- böru. „Þú ert ekki vanur að vinna með kvenfólki, Nick. 1 hvað ert þú flæktur núna? Ég frétti að þú hefðir farið burt frá Afríku.” Nick kynnti þau og sagði honum i stuttu máli hvers vegna hann væri við vatnið. Ennishrukkur Irans dýpkuðu þegar hann hlustaði á. Barbara var dá- Morgan m Kane Louis Masterson Hefndarþorsti 31. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.