Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 46
„Þetta er allt í lagi. Nick, i öllunt bæn- um."Hörkuleg á svip tók hún þvi þegar þeir fóru höndunt um hana. Nick hélt aftur af sér og jafnvel við þessar aðstæður dáðist hann að sjálf- stjórn hennar. Þegar búið var að leita i poka Nicks og róta teygði annar maðurinn sig í snyrtitösku Barböru. Hún reif hana af honum og sveiflaði henni upp í loftið og hótaði að berja hann í höfuðið. Hann hörfaði samstundis, leit til unga undirforingjans og vænti leiðbeininga. Pat Mulchay tók til máls með glettni í röddinni: „Ég held að við þurfum ekki að ræna frúna snyrtivörunum." Hann ræddi við undirforingjann, sem hnyklaði brýrnar, virti fyrir sér reiðilegt andlit Barböru og yppti síðan öxlum. Hann sagði eitt orð við hina mennina og þeir gengu á eftir honum út. „Þakka þér fyrir, Pat,” sagði Nick milli samanbitinna tannanna. „Þú þarft ekki að þakka mér neitt. Nick Dexter. Ég hef það á tilfinningunni að þegar herforinginn kemur muni vandræði ykkar hafa tvöfaldast. Þessi ungi undirforingi er bróðir hans.” Pat fór út og nokkra stund á eftir gátu þau heyrt reiðilegar raddir þegar lrinn deildi við varamann sinn. Nick gekk um gólf í kofanum, en ekki lengi. Það var sjóðheitt inni og skyrtan hans var gegnblaut. Hann settist eins langt frá dyrunum og hann gat og Barbara við hlið hans. „Hvað gerist nú?" spurði hún áhyggjufull. Hann þröngvaði fram bros og lét handlegginn hvíla á öxlum hennar. „Ekki látast, Nick. Vertu hreinskilinn við mig, gerðu það." „Nú, jæja,"andvarpaði hann. „Svoer Pat fyrir að þakka að við höfum fengið gálgafrest. En það setur hann í erfiða að- stöðu.” Hann tók þétt um öxl hennar. „Þú varst stórkostleg núna áðan, Barbara. Ég hélt i alvöru að þú ætlaðir að lumbra MAI.AI.IÐAI? leidd af handsprengjunum á brjósti hans og velti því fyrir sér hvort hann hefði raunverulega notað þær ef þau hefðu neitað að koma út úr kofanum. Á samtali mannanna tveggja skildist henni að þeir hefðu verið bardagafélagar áður, en hún gat ekki dæmt um það hvort nokkur vinátta væri á milli þeirra. Umkringd af fjandsamlegum mönnum fann hún ekki til neinnar öryggiskennd- ar. Rödd Pats Mulchay var full varúðar þegar hann sagði: „Jæja, þessir piltar eru ekki stjómarherinn, Nick. En ég get ekki sagt að það geri ykkur neitt óhultari. Þeir eru bálreiðir vegna þess sem gengið hefur á. Hver sem kemur frá Njongwe er njósnari i þeirra augum. Ég þarf ekki að spyrja þá hvað gera eigi við ykkur.” Hann sneri sér við og kallaði á einn af yngri Afríkumönnunum, það var hár grannur maður með breitt nef og þykkar varir. Hann hélt fast um riffilinn sinn eins og hann væri æstur í að nota hann. Hann leit ekki af Barböru þegar Pat Mulchay leiddi hann afsíðis og ræddi við hann, með aðra höndina á öxl hans. „Hvað er að gerast, Nick?" spurði Barbara í lágum hljóðum. Hann tók handlegginn af öxl hennar og hún kom nær honum þegar hann svaraði hljóð- lega: „Pat Mulchay er reyndur hermaður. Það er hægt að treysta honum. En mér list ekki á menn hans. Sumir þeirra áttu ættingja i þessu þorpi. Þeir eru búnir að eiga í skærum við stjórnarherinn í all- marga daga, svo að ég veit ekki hvort njósnavélin var að leita að okkur eða þeim.” „Hvaðeru þeir aðsegja, Nick?” Hann strauk sér í framan og sagði síðan svo lágt að hún varð að einbeita sér til þess að heyra: „Pat segir að ég sé gamall félagi hans og þú sért einnig á þeirra bandi. En ungi afríski liðsforing- inn, næstur honum að völdum, trúir honum ekki. Hann vill að við verðum tekin af lífi sem útsendarar stjórnarinn- ar.” Barbara skalf og Pat Mulchay kom aftur. Andlit hans var hörkulegt. Blátt áfram sagði hann þeim allt af létta. Hann gæti haldiðaftur af þessum mönn- um en ekki eilíflega. Þó að þeir tækju við skipunum frá honum væru þeir illir viðureignar og æstir. Þeir væru búnir að missa þó nokkra félaga í skærum við fasta herinn. Þeir vildu skjóta málinu til skæruliðaforingja sem ynni lengra út með bakkanum. Og riffill Nicks hefði tvöfaldað grunsemdir þeirra. „En ég er ekki vopnaður núna,” mót- mælti Nick. „Nei, Nick, og þú verður að leyfa þeim að leita á þér. Eru nokkur vopn inni í kofanum?" „Auðvitað ekki, Pat," svaraði hann óþreyjufullur. „Ég er ekki svo vitlaus." „Ég trúi þér, Nick, en þessir ruddar gera þaðekki. Og frúin?” Nick hnussaði. „Frú Farson er sak- laus óvopnaður borgari. Það er ekki henni að kenna að hún lenti í þessu." Hann þagnaði þegar ungi skæruliða- undirforinginn gaf tveim manna sinna merki og þeir ýttu Nick og Barböru inn í kofann aftur. Pat Mulchay og ungi maðurinn fylgdu á eftir þeim inn. Fyrst var leitað á Nick og hann krossbölvaði þegar tveir Afríkumenn fóru að þukla Barböru. 46 Vikan 31. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.