Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 48
MAI.AI.IÐAR Hann slarði skilningssljór á hana þar til hún benti á töskuna sina á gólfinu. Án þess að segja neitt frekar kraup hún niður við hana, opnaði hana, lét lokið snúa að dyrunum og tók varlega upp litla sjálfvirka skammbyssu, sem hún hélt á í flötum lófanum svoað Nick gæti séð hana. Hann horfði fullur undrunar á hana. Mjólkursamsalan í Reykjavík með opinn munn. Þrumurnar buldu nú nær þeim . . . „Þú hafðir þá byssu! Allan þennan tima?” Ógurlegar þrumur gáfu undrun Nicks aukna áherslu. Barbara beið þess að hávaðinn dvín- aði. Siðan viðurkenndi hún hvislandi: „Ég hafði alltaf hlaðna skammbyssu i húsinu. Allar evrópskar fjölskyldur gerðu það. Þegar þú hringdir í mig var ég full grunsemda og hrædd. Ég tók byssuna með ef svo skyldi fara að ég þyrfti að nota hana — gegn þér." Hún roðnaði við þessa játningu. Nick tók gætilega við byssunni og hristi höfuðið vandræðalegur. „Barbara Farson,” sagði hann bros- andi, „þú ert ráðgáta.” Hann faðmaði hana ánægður að sér, hár hennar straukst við andlit hans þegar hann hélt utan um hana. „Veistu það, Nick” sagði hún hljóð- lega, „þú ert eini maðurinn sem hefur nokkurn tíma kallað mig Barböru.” „Þú heitir það.” „Já, en aðrir kölluðu mig Babs, Barbie eða Barbs.” Það fór hrollur um hana. „Það er það sem Nigel kallaði mig og hann vissi að ég hataði það.” Nick hélt henni frá sér, brosti og horfði i áhyggjufull augu hennar. „Ég hef sett þar gott fordæmi. Við skulum hafa það þannig, ekki satt?” Hann strauk i gegnum hár hennar og fann til meiri verndartilfinningar gagn- vart henni heldur en áður. Síðan leit hann alvarlegur á skammbyssuna. „Þetta setur okkur í betri aðstöðu, Barbara,” sagði hann við hana. Barbara varð ánægðari á svipinn. Önnur þruma boðaði aðra rigningar- dembu. Barböru brá þegar æstar raddir heyrðust aftur fyrir utan. „Gott,” sagði Nick ánægður. „Veður- guðirnir eru okkur líka hliðhollir. Svona skýfall styttir ekki upp í bráð.” Regnið lamdi nú kofann að utan og gusaöist inn um glufurnar á stráþakinu svo þau urðu að hnipra sig saman í eina þurra horninu. Það hafði dimmt í dyra- gættinni og þau horfðu á regnið skvett- ast á troðinni moldinni fyrir utan. „Haltu bara áfram að rigna,” hvíslaði Nick i eyra Barböru, en fyrir utan hækk- uðu raddirnar svo þær yfirgnæfðu óveðrið. Loftið inni i kofanum var orðið rakt og kalt. Nick hélt með öðrum hand- leggnum utan um axlir Barböru. Þá kom Pat Mulchay inn. Hann hafði notað kókosblaðamottu sem hlif yfir höfuðið. „Leiðinleg veðraskipti, Nick, kæri vinur. Ég vildi að ég gæti boðið þér betri . . .” Hann þagnaði, kjálkarnir sigu niður þegar hann sá skammbyssuna sem beint varaðhonum. Nick gekk hljóðlaust fram og talaði lágt. „Þvi miður, Pat. Það er aldrei að vita hvað konur geyma meðal snyrtivara sinna.” Stóri Irinn starði á Barböru og byss- una og hristi höfuðið ánægjulega og með virðingu. Hann lyfti höndum og með ýktu látbragði gaf hann í skyn að hann gæfist upp, en skyggði með breiðum herðunum fyrir birtuna i gætt- inni þannig að litið sem ekkert sást inn þótt einhver liti inn. „Vertu aldrei of viss um konur, ha, Nick!”sagði hann þurrlega. Hann beið meðan Nick vó byssuna í hendinni. „Við verðum að komast héðan, Pat. Þú veist hvað gerist þegar vinir þinir koma aftur." Pat Mulchay fitlaði við handsprengj- urnar sem héngu framan á brjósti hans. Þegar hann tók til máls var rödd hans einlæg. „Þið gerðuð mér greiða ef þið létuð ykkur hverfa, sérstaklega núna þegar þú ert með járnvöru frúarinnar. Það er eng- inn annar með svona lagað hér svo ekki verð ég sakaður um að hafa smyglað til ykkar hjálp. Ég kom til þess að segja ykkur að þessi undirforingjahvolpur er búinn að æsa drjólana upp I sjóðandi hatur. Þegar herforinginn kemur.. Barbara beit á vörina þegar hún skildi hvað málaliðinn átti við. Hann glotti til hennar. „Hafið ekki áhyggjur af fögru höfði yðar, frú min góð. Það hefur enginn málaliði nokkurn timajafnastá viðNick Dexter þarna.” Nick bandaði hendi við hrósinu. „Hvað með þig, Pat?” spurði hann áhyggjufullur. Pat Mulchay strauk hugsandi skegg sitt og horfði á skammbyssuna. „Ég verð að ganga héðan út eins og ekkert sé, Nick. Óveðrið sendi næstum alla hlaup- andi i skjól. Það er aðeins einn vörður við dyrnar. En hann er stór og eins og höggvinn í svart granít. Varaðu þig á honum.” „Við eigum þér lif okkar að launa, Pat,” sagði Nick. „Ef út í það er farið þá á ég þér líka mitt að launa síðan einu sinni. Gangi ykkur báðum vel.” Hann rétti upp þumalfingurinn, tók upp mottuna og lagði hana yfir höfuðið. „Við bíðum myrkurs,” sagði Nick við hann. „Við viljum ekki flækja þér í þetta á neinn hátt. Jafnvel þó að við ná- umst.. Skyndilega skutu augu Pats Mulchay gneistum. „Látið ekki ná ykkur!” Hann beið í fullar fimm sekúndur og hlustaði, siðan gekk hann út um dyrnar og gaf nokkrar hvassar fyrirskipanir. Regnið lamdi kókoslaufamottuna þunglega þegar hann gekk yfir opna svæðið. Föl sneri Barbara sér að Nick. „Hvenær endar þetta allt saman, Nick? Þetta er enn einn maðurinn sem ég flæki í vandamál mín.” „Við,” sagði hann með áherslu. „Við höfum flækt hann í þetta. En Pat Mulchay er lifseigur. Við skulum þvi sjá til þess að hjálp hans sé ekki til einskis.” „Hvaðeigum viðaðgera, Nick?” „Bíða. Biðja þess að óveðrið haldi áfram. Siðan, þegar dimmt er orðið, laumumst við út með þetta.” Lítil og gljáandi byssan var eins og tákn sem þau bundu allar vonir sínar við núna. Þau biðu og sátu þétt hvort upp við annað á gólfinu. Byssan lá ofan á tösk- unni hennar Barböru. Hún hugsaði sífellt til þess að taskan væri það eina sem hún ætti eftir og hún ríghéldi I hana með örvæntingarfullri ákveðni. Hana hafði aldrei skort neitt á ævinni áður og margt hafði hún orðið að skilja eftir i Njongwe. Þó var eitt sem henni var efst i huga: nýi silkisíðkjóllinn sem hún hafði saumað sjálf en aldrei verið í. Hann var ekki hluti fortiðar hennar, vegna þess að hún hafði aldrei haft tæki- færi til þess að nota hann. En samt, hann var þó tengdur við húsið, fyrri tíð þegar hún hélt að hún væri hamingju- söm, áður en hún komst að þvi að hún bjómeðsvikara. Eiginmaður hennar hafði notað hana á allan hátt sem hann gat og nú hryllti hana við tilhugsuninni um að sjá hann kannski aftur. Hún leit upp þegar veðurofsinn virtist eingöngu þeinast að kofanum. Þakið var orðið rakt, meira regn fossaði inn og myndaði nýja polla á gólfinu. En enn hreyfði Nick sig ekki. Áhyggjufull virti hún fyrir sér andlit hans. Það voru stundir þegar hún sá hann i slíkum þönkum að hann virtist vera miklu eldri en hann var. Annars var hann næstum strákslegur og hún brann í skinninu að fá að strjúka hár- lokkinn frá enni hans. En nú fannst henni sem hann væri að syrgja vin sinn, Stefan Donska, og hugsa um örlög Lilla Selkirk. Kæri drottinn, hugsaði hún, láttu hr. Selkirk komastaf. „Nick,” hvislaði hún, „ættum við ekki að reyna að komast út núna? Ef vera kynni að þessi herforingi komi áður en .. Hann leit undrandi á hana eins og hann hefði gleymt að hún væri enn hjá honum. „Það er ennþá of bjart, Barbara. Við yrðum skotin áður en við kæmumst fimmtíu metra.” „Það eru góðar hugmyndir sem ég fæ eða hitt þó heldur.” Hann glotti. „Hafðu ekki áhyggjur. Um leið og orðið er nógu dimmt förum við að bátnum. Guði sé lof að ég faldi hann.” Framhald í næsta blaði. 48 Vikan 31. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.