Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 51
sá, að þessi kona varð starfandi í kirkjufélagi sóknar sinnar, þar sem hún hafði mál unglinga með höndum, og þannig bættist Bill nýliði i her sinn af hjálparmönn- um. Enda segir hann: „Og er svo nokkur furða, þótt ég sé maður hamingjusamur?” Eitt af því fyrsta sem Bill reynir að innræta unga fólkinu sem til hans leitar er mismunurinn á sönnum og fölskum verðmætum. „Lifið í dag á þann hátt sem þið viljið að börn ykkar lifi?” segir hann. „Þannig verðið þið að fegra fordæmið sem þau fylgja; og byrjið á því strax. Þegar þið eruð á báðum áttum skuluð þið leggja þessa spurningu fyrir sjálf ykkur: „Myndi ég sætta mig við, að barnið mitt gerði þetta?” Það mun ekki bregðast að svar ykkar við þeirri spurningu verður alltaf rétt.” Sé vandamálið sem lagt er fyrir Bill jtess eðlis, að hann telji sér ofviða að leysa það, þá linnir hann ekki látum fyrr en það er komið i hendur þess sem til þess er hæfur. Minni hans sem er ótrúlega gott kemur honum þá í góðar þarfir, því hann hefur í kollinum símanúmer allra hæfustu manna i þessum efnum i Norfolk. Eitt sinn sagði hann: „hvenær sem er á nóttu eða degi, get ég leitað hjálpar eða ráða með því einu að slá á lykilinn minn og biðja um það.” Ein stúlka sem leitaði ráða hans kom alla leið frá Maryland. Hún var ógift, en með barni. 1 blygðun sinni hafði hún flúið til Norfolk. Hún hafði lesið um Bill í dagblaði. Þetta vandamál var langt frá þvi að vera auðvelt úrlausnar. Þessi veslings stúlka átti enga vini i Norfolk nema Bill, og hæli borgarinnar fyrir ógiftar mæður var ekki einungis fullskipað heldur hafði það langan biðlista. Bill leitaði nú á náðir vina sinna lögfræðinganna, læknanna, félagsfræðinganna og embættismannanna, sem höfðu sagt honum, að honum væri alltaf vel- komið að leita til þeirra, hvenær sem hann þyrfti á hjálp að halda. Árangurinn varð sá, að þessari vesl- ings einmana, ógæfusömu stúlku tókst að komast á hælið og komst þannig að raun um að hún væri ekki með öllu yfirgefin af meðbræðrum sínum, þótt hún hefði hrasað. Barnið var síðar ættleitt af öðru fólki. En unga stúlkan hefur góða atvinnu, hefur eignast nýja vini og fengið aftur trú á lífið. „1 nauðum minum var Bill eini vinur minn,” sagði hún siðar. „Hann taldi í mig kjark.” Á smáborði við hliðina á rúmi Biils er ritvél. Sjálf- boðaliðar úr menntaskólanum skrifa á hana eftir fyrir- sögn Bills. Því hvert sem „viðskiptavinir" hans fara, þegar þeir yfirgefa Norfolk, þá hafa þeir með sér bréf frá Bill. Af þessari alveg einstæðu reynslu sinni hefur Bill dregið nokkrar ályktanir, til dæmis: Óttinn við að verða aðhlátursefni er sennilega hæsti veggurinn sem risið getur milli barns og foreldra. Það sem unga fólkið á gelgjuskeiði óskar heitast af öllu er að þvi sé veitt áheyrn i fullri alvöru. Telpur á þessum aldri kvarta mest undan þvi, að jafnaldrar þeirra beri enga virð- ingu fyrir þeim og kappkosti að stríða þeim og hafa ill áhrif á þær. En þvi svarar Bill á þann hátt, að ungri stúlku sé hollast að umgangast æskufólk á svipuðum aldri sem einnig skortir reynslu. Um yngstu börnin segir Bill: „Það sem nýtísku heimili þarfnast mest er leikstofa fyrir börnin. Það ætti að vera álitið engu ónauðsynlegra en miðstöðvarofn.” Um sjálfan sig, sem hann þó sjaldan minnist á, hefur hann sagt þessi athyglisverðu orð: „Ég er far sæll maður. Ég get tæplega greint Ijós frá myrkri, svo ytri áhrif leiða mig ekki i ógöngur. Innri sjón gerir mér kleift að sjá hina sönnu fegurð eða hinn rétta Ijótleik bak viðandlit manns. Mig furðar oft á því hve gott minni mitt er. Það getur til dæmis hent, að nemandi komi til min með erfitt verkefni sem hann treystir sér ekki til að leysa, og mér var sjálfum ofviða þegar ég var i skóla. Þá standa útskýringar fyrrverandi kennara míns allt i einu Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum og ég kemst að raun um að kollurinn á mér geymir furðu- lega mikið af staðreyndum, sem ég hafði ekki hug- mynd um. Allir meðbræður minir hafa verið mér góðir. Þeir bjóða mér hendur sinar og fætur, höfuð sitt og hjarta og krefjast einskis endurgjalds.” ENDIR. 31. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.