Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 1

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 1
SUMARAUKI LÍTIÐ ÆVINTÝRI UM ÁSTINA OÐDALUR, uppgjafa efnafræðingur, kvasntist Fillis Jóvell, dansmeynni. Fillis var tuttugu og fjögurra ára, en Goðdalur stóð alveg á fimmtugu. Hann var ekkjumaður. Hún var ljós yfirlitum og falleg; hann firekinn vexti, traustlegur, gamansamur. Enni hans var farið að teygja sig aftur eftir l'virflinum. Tilhugalíf þeirra hafði verið furðulegt. Þau ^jnggu sitt hvorum megin við litið torg. Dag einn seddi Fillis, sem aldrei hafði talað auka- tekið orð við Goðdal, niður stigana, sem lágu frá ibúð hennar, yfir torgið og tók að hringja bjöllunni að íbúð Goðdals. Og þegar hann °Pnaði dyrnar féll hún í faðm hans. Hann var ekki hissa, þó að hann hefði aldrei svo mikið sem „Sæl!” við hana áður; hann hafði vonað, að eitthvað þessu likt niundi gerast. Hann hafði, meira að segja, heðiðeftir þvi. Hann sagði við hana: „Hvað, hvað,” (þetta voru fyrstu orðinl og klappaði á hönd hennar; reyndi siðan að hjálpa henni til aðstöðva grát- inn. Stuttu síðar giftust þau. Goðdalur spennti greipar á maganum og horfði út um gluggann. Af þessu hafði hann saklausa ánægju, með leynd, og að minnsta kosti ein manneskja í viðbót tók þátt í leynd- inni, ef ekki líka ánægjunni. Utvarpið var opið, stillt á lága tónlist, og hann hallaði sér 'Jf í' síðan út að glugganum án þess að horfa á neitt sérstakt. En tónlistin í útvarpinu fór inn um annað eyra hans og út um hitt — einkum þó ef Fillis Jóvell kom út í gluggann andspænis. Og svona hafði það byrjað; dag einn ók stór flutningsbíll upp að húsinu á móti, og menn i hvítum samfestingum fóru að bera niður hús- gögnin í íbúðinni á annarri hæð. Fáeinum vikum siðar kom álika stór flutningsbíll með ámóta klæddum mönnum og staðnæmdist líka við húsiðá móti. En þó voru þessir ólikra erinda; bíllinn var hlaðinn húsgögnum, sem þeir báru upp á aðra hæð. Goðdalur — sem verið hafði hæfilega for- vitinn um þennan nýja nágranna og óttaðist undir niðri, að héðan í frá mundi hann hrökkva upp eldsnemma á hverjum morgni við glymjanda í útvarpi handan við götuna — / :f' 'M eftir JOHIM SYMONDS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.