Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 4
fl Sumarauki hana niður — hún var ótrúlega létt — tók af henni skóna og bjó um meiðslið eins vel og ég kunni. Enda þótt það væri smávægilegt, vildi ég senda eftirlækni. „Ég get hringt sjálf, ef þess þarf með," sagði hún ákveðin. „Þá skal ég sækja eitthvað fyrir yður að borða?” „Nei, takk, ég er búin að borða.” „Hvaðget ég gert fyrir yður?” „Ekkert, þakka yður fyrir, ekkert." Ég sá, að hún vildi ekkert frekar en ég færi. Og ég gerði það. Hún lofaði að hringja og segja mér, hvemig sér liði. Það gerði hún ekki, ekki daginn eftir, ekki síðar. Hún vildi ekki hitta mig — og ekkert var við því að gera! Ég reyndi að hugsa ekki um þennan atburð. En eftir því sem tíminn leið óx löngun mín til að hitta stúlkuna aftur. Hið svarta hár hennar, andlit hennar, litið og viðkvæmnislegt. „Mamma var rússnesk," hafði hún sagt. „En rússnesku kann ég ekki." Ég taldi vaxtarlag hennar væri svona loftkennt og framandlegt vegna þess hún væri af rússneskum ættum. Kvöld eitt — liklega fjórum dögum siðar — gat ég ekki lengur hamið sjálfan mig án þess að sjá hana. Ég hitti hana i stiganum. Hún var á leið út, með rauðar varir og grænmáluð augnalok. Ég bauð henni til hádegisverðar. „Ég er búin að borða," sagði hún, en kom samt með mér. Við settumst inn á veitingahús og drukkum te og átum nokkrar tvibökur. Ég gat ekki fengið hana til að þiggja góða máltið. Ég hélt bara að hún væri svona stolt. Aðrar stúlkur eru vanar að vilja það dýrasta, fyrst lita þær á verðið, siðan á réttina á matseðlin- um. Við töluðum ekki mikið saman. Ég fékk bara að vita að hún ynni á skrifstofu, hefði 400 krónur á mánuði og engan vin sem stæði. Það þiðnar af henni klakinn, þegar við kynn- umst betur, hugsaði ég. Hún bauð mér að koma heim með sér og ég heimsótti hana á hverjum degi næstu viku. Ég tók ekki eftir þvi, að hún borðaði aldrei neitt. Ástfangnar stúlkur missa venjulega matarlystina fyrst I stað. Löngu síðar varð mér Ijóst, að hún grenntist sifellt meir, varð mjórri og fölari með hverjum degi sem leið. Ég varð hræddur og sendi Sigríði til hennar daginn eftir. Konur eiga betur með að skilja hvor aðra i þessum sökum, og systir min hefur lika alltaf verið svo móðurleg. Upp úr hádeginu beið Sigriður eftir mér úti fyrirskrifstofunni. „Hvernig gekk þetta?" „Við fórum með hana upp á sjúkrahús. Læknirinn sagði, að hún myndi varla lifa þetta af,” „Mundi varla — lifa — af?” „Nýrun eru gersamlega óvirk og auk þess er hún svo þjáð af næringarskorti, að önnur líf- færi eru lika illa starfhæf. Hugsaðu þér, í tvö ár hefur hún lifað á tei og tvíbökum. í fyrst- unni gerði hún það til að grenna sig og til þess að spara peningana. En þegar frá leið þoldi hún ekki aðra fæðu. Og hefurðu séð herbergið hennar?” Svo ómerkilegri spumingu veitti ég enga at- hygli. Seinna um daginn hraðaði ég mér að heim- sækja hana. Og nú fyrst sá ég, að spurningin, sem brann i augum hennar, var knúð fram af dómi hverfulleikans — þetta var dauðinn. launstígur sem ætíð. Blóðvana hvíldi Ninotska í rúminu. Ég hélt um hönd hennar. . Hún sagði ekkert, hún horfði bara á mig stór- um, dökkkringdum augunum. 1 þeim var ekki lengur þjáningarfullur gljái. Á mig horfði manneskja, sem í sárustu neyð fálmar eftir hálmstrái, vitandi þó, að einnig það muni bresta. Þegar ég ætlaði að fara, rétti hún mér lyklana að íbúðinni. „Þú skalt taka plötuna Á brosandi bárum, þegar ég er dáin. Þú mátt líka eiga hundinn ef þú vilt.” Hundinn kannaðist ég ekki við, en ég tók við lyklunum og kinkaði kolli. „Komdu með steikt epli, næst þegar þú kemur,” bað hún mig að síðustu, og ég tók það sem merki um bata. Þá kom hjúkrunarkona og sagði mér að fara. Daginn eftir fór ég með steikt epli til Nino- tsku. En hún þurfti þeirra ekki með, hún þekkti ekki neinn framar. Ég lagði eplin á borðið og flýtti mér út aftur, því ég þoldi ekki að horfa á hana. Annars hefði ég farið að grenja. Ég æddi um göturnar. Enn i dag veit ég ekki hvar ég fór. Og síðan dó Ninotska, og að jarðarförinni kom auk mín og systur minn- ar lítill þreytulegur maður. Systir mín gaf sig á tal við hann. Það var stjúpfaðir Ninotsku, skil- inn við móður hennar, sem dáið hafði fyrir mörgum árum. Hann var vanur að líta til Ninotsku mánaðarlega. „Hún var svo góð, hún gaf mér alltaf tíu krónur,” sagði hann og andvarpaði. Líklega hafði Ninotska ekki átt aðra vini. Systir mín minntist á, að ég hefði lyklana að ibúð hennar og við ókum þangað. Nú fyrst sá ég það í dagsljósi. Áður hafði ævinlega Iogað á lampa uppi yfir svefnbekkn- um og varpað á hann daufu skini. Og jafnvel þótt herbergið hefði verið lýst með þúsundum Ijósa, hefði ég ekki tekið eftir neinu óvenju- legu. Maður er svo ótrúlega sljór i slíkum til- vikum. En — hugsaðu þér, i öllu herberginu var ekk<*rt nema breiði svefnbekkurinn og risastór grammófónn úti í horninu með þess- ari einu plötu, þessari hérna — annars var þar ekki neitt.” Kaj reis á fætur og stöðvaði plötuna á grammófóninum, en langa stund hafði hún gefið frá sér tilbreytingarlaust urg. Ég greip höndum um höfuð mér, mig lang- aði ekki til að segja fleira. En þar sem ég hafði einu sinni byrjað sög- una varðég aðsegja hana til enda. „Á grammófóninum sat digur brúðuhund- ur úr plussi, voðalegt afskræmi með glóandi augu. Hann hvíaði, ef maður þrýsti á magann. Á hinn bóginn hafði hún hvorki átt bækur, myndir né blóm. Ekkert teppi, enga púða, ekki neitt. Það var engin vesöld, skil- urðu, engin óhreinindi né óregla, heldur eyði- leiki, dapurlegur, þvingandi eyðileiki, sem sett- ist að hjarta manns með jökulkulda. Ég þoldi þetta ekki og gekk fram í eldhúsið. Systir min kom á eftir og opnaði isskápinn af þeirri fíkn, sem konum er títt. Þar voru skór, að minnsta kosti fimmtán pör. 1 ýmiskonar kirnum, sem ætlaðar voru méli, hrisgrjónum og þvíliku, þar hafði Ninotska geymt uppundna sokka, tugum saman. 1 matarskápnum geymdi hún hatta. Og hvergi nokkurs staðar sást matar- biti ... Við gægðumst inn i klæðaskápinn: tveir pelsar, kjólar, kápur, dragtir . . . Fjögur hundruð krónur um mánuðinn, hugsaði ég- Allt þetta hafði hún keypt sér fyrir fjögur hundruð krónur á mánuði. Ég fann ekkert bréfkyns til að vefja utan um plötuna, ég stakk henni i handarkrikann. Ég megnaði ekki að taka með mér hundinn, þetta hvíandi, útblásna afskræmi, sem smáóx í augum mér og varð að meiningarlausu tákni. Ég gekk burt, skildi systur mina og manninn eftir í ibúðinni, hrjáður, en sjáandi þó með trega, að þrátt fyrir allt, já — að hér hafði manneskja dáið í allsnægtum. Og það var ef til vill það versta, ef að var gáð. . .”

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.