Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 6
Sumarauki ég eignast heimili og barn, eins og það hljómar fallega. Jæja, allt í lagi. Kastaðu mér jjá út. Ég skal vissulega vera i burtu í nokkra daga — og drengurinn líka. En þú mátt búast við hefnd, þaðskalég segja þér fyrirfram." Það efast ég ekki um, hugsaði ég skapill- ur. Þegar þessi glampi er í augunum á Evu, er hún hættuleg. Fari hefndin til fjandans. Henni yrði ég að taka eins og maður, þegar pabbi væri aftur farinn heim, eftir þessa óheppilegu Uppsalaferð. Aðalatriðið var að hann kæmist ekki að neinu. Ég sótti pabba á stöðina, og það var reglu- lega gaman að sjá hann, þrátt fyrir allt. Þó hann sé fullur af reglum er hann ágætis kari og hann lítur ágætlega út. Hann er heldur ekk- ert skólakennaralegur, þó hann hafi eytt mörgum áratugum á kennarastólnum. „Góðan daginn, drengur minn," sagði hann glaðlega. „Nú skulum við skemmta okkur ær- lega.” Ég sýndi eins mikla tilhlökkun og ég gat, enda verð ég að viðurkenna, að horfur fyrir nokkrum dýrindis máltíðum drógu úr erfið- leikum í þessu leiðindamáli. „Góðu, gömlu Uppsalir,” endurtók pabbi aftur og aftur, meðan hann gaf nákvæma skýrslu um heilsufar mömmu og systkinanna og heimsku nemenda sinna. „Ég skal segja þér nokkuð,” sagði hann, þegar við settumst að morgunverðinum, sem mér fannst ég væri nauðbeygður til að bjóða honum í heima hjá mér. „Ég ætla að skemmta mér reglulega vel. Þú mátt ekki misskilja mig, en þú skilur að árin liða og æskan fjarlægist um leið og hárin grána og maginn . . . En heyrðu góði," honum datt allt í einu eitthvað í hug, „hvernig hefurðu efni á aðbúa einn í her- bergi og hafa eldhús?” „Ég ber kostnaðinn með félaga minum, sem er á ferðalagi,” svaraði ég. „Nú jæja, það er skemmtilegra að búa svona en að hafa herbergi í heimavist. Átt þú húsgögnjn?” „Að nokkru leyti. Ég hef borgað þau með því að kenna við og við,” laug ég forhertur. „Það verð ég að segja,” sagði sá gamli og tæmdi glasið sitt, „að þetta getur maður kall- að skynsemi í peningamálum, og ef þér skyldi einhverntíma detta i hug að ganga í heilagt hjónaband, þá hefirðu leiktjöldin tilbúin, ef svo mætti segja. Hvernig gengur þér annars í kvennamálum?” Mér fannst ég sjá eitthvað annað cn föður- lega umhyggju í augnaráði pabba, en ef til vill var það bara vínið. Hvað um það — hann var maður á besta aldri og ef hann langaði til að skemmta sér örlítið á saklausan hátt, með mig sem vaktmann siðferðisins, þá . .. „Það eru margar fallegar stúlkur hér í Upp- sölum, ef þú átt við það, pabbi,” sagði ég, „en ég hef aldrei haft mikið saman við þær að sælda. Ég vil heldur rólegt heimilislíf.” Þetta gekk eins og í sögu — og færði mér auk þess hundrað krónur sem laun fyrir góða hegðun og til að halda brottför pabba hátíð- lega með einhverri Evunni (hm!|: „Maður hefur sjálfur verið ungur,” lauk hann ræðu sinni hátíðlegur, „annars hvílir aldurinn ekki þungtá mér.” Nei, það átti ég sannarlega eftir að reyna, og hefði mig grunað, hvað i vændum var, hefði ég hiklaust tekið ráði Evu og viðurkennt allt. Afmælishóf pabba var haldið á Gillet og þar sem ég átti að eyða laugardagskvöldinu ein- hvemv'eginn, fór ég á veitingahús með tveim- ur félögum mínum. Um ellefuleytið heyrðist hávaði frá inngangi veitingahússins — það voru afmælisbörnin, sem komu inn. Pabbi kom strax auga á mig og við urðum allir þrír þátttakendur í afmælishófinu. Við fengum vín og kaffi og gömlu mennirnir heimtuðu að við, hinir yngri, kölluðum þá fornafni og þúuðum þá. Þegar veislan stóð sem hæst, nálguðust þrjár stúlkur borðiðokkar. Ein þeirra var Eva. Hún var allt of falleg. 1 tilefni dagsins hafði hún greitt hárlokk djarflega fram á ennið og í augum hennar dönsuðu þúsund smádjöflar. „Er þetta ekki Bertil,” sagði hún og stefndi beint á mig, „þaðer orðið langt síðan þú hefur sést. Ertu að lesa undir próf, eða hvað? Þú hefur þó ekki gift þig, þú hefur verið alveg ósýnilegur i seinni tið.” „Góðan daginn, Eva,” sagði ég og þvingaði fram glaðlega rödd. Félagar minir störðu undrandi á Evu og mig, og ég varð að gretta mig hræðilega til að fá þá til að þegja. En sá sem ekki gat þagað var pabbi. „Svo þetta er ungfrú Eva,” sagði hann glaðlega. „Sonur minn hefur talað svo mikið um yður, að mér finnst við vera gamlir kunn- ingjar.” „Nei hefur hann gert það?” sagði Eva dað- urslega. „Og Bertil hefur líka talað svo mikið um pabba sinn við mig, að mér finnst við næstum vera í sömu fjölskyldunni. Má ég kalla þig frænda?” „Frænda? Ekki til að tala um. Þú átt að kalla mig Emil, því það heiti ég. Ertu ekki sammála, Eva litla?” „Jú, þakka þér fyrir, kæri Emil,” sagði Eva og brosti himinglöð. Ég skil ekki hvernig mér tókst að lifa þang- að til veitingahúsinu var lokað. Það var eins og að ganga á þræði yfir hyldýpi. Að lokum var farið að slökkva Ijósin og gömlu mennirnir fengu nóg að gera við að pukrast ofan í veski sín. Þá kom annað áfallið. „Heyrðu nú, Bertil,” sagði pabbi fjörlega, „þú hefur svo stórt her- bergi, að þú getur vel gefið okkur eitthvert snarl að borða. Ég á eina flösku i ferðatösk- unni minni og ég veit að þú átt brauð og smjör. Ég er viss um að lífið yrði svolítið skemmtilegra, ekki satt?” Fimm mínútum síðar þeystist hópurinn inn i litla innganginn okkar. „Nei, hvað hér er notalegt,” sagði Eva og leit i kringum sig. „En hvað allt er hreint og snyrtilegt. — Ef við ekki vissum að svo er ekki, mundi okkur gruna, að kvenmannshend- ur væru með í leiknum.” Hún forðaði sér undan olnbogaskotinu, sem ég gaf henni bak við pabba og hljóp hlæjandi fram í eldhúsið. Brátt gerði pabbi sér erindi fram og ég heyrði þau tala saman og hlæja dátt bak við lokaða hurðina. Ég sat eins og á nálum. Öllum gestunum fannst, að þetta hefði verið óvenjulega skemmtilegur endir á óvenju- lega skemmtilegu kvöldi, þegar þeir kvöddu um þrjúleytið. Eva ein þakkaðí hvorki fyr>r sig né fór. Hún lét fara vel um sig á legubekkn- um og daðraði skammarlega við vesalings pabba. Og gamli maðurinn var auðvitað í sjö- unda himni. „Svona stúlku vildi ég einmitt fá fyrir tengdadóttur,” sagði hann og skálaði við mig- „Það sé ég,” svaraði ég skapillur. „Er ekki kominn tími til að þrjátiu ára stúdentinn fari i rúmið? Klukkan er að verða fjögur.” „Alls ekki,” sagði Eva. „Fyrst ætla ég að kenna Emil aðdansa samba.” Það var þýðingarlaust að mótmæla og stuttu seinna dönsuðu Eva og pabbi samba. svogólfið hristist. Þegar pabbi gekk fram i anddyrið, til að sækja meira vin i ferðatöskuna sína, bauð ég Evu upp í dans. Ég kleip hana fast til að hefna min og muldraði reiður: „Þú skalt sjá efhr þessu. Ég hafði alls ekki búist við þessu af þér.” „Er það satt. Það á nú samt eftir að versna. elskan min.” Ég skildi hvað hún átti við, þegar pabbi kom inn með ljósbláan náttkjól i hendinni. „Hvað er þetta, þorparinn þinn?” spurði hann. „Þetta lítur út eins og náttkjóll — en hvernig. . „Einmitt það, og hvers vegna er slíkur klæðnaður í íbúðinni þinni?” „En, elsku pabbi, ég skil alls ekki.. „Svo þú skilur það ekki. En pabbi þinn er ekki svo heimskur, að hann skilji það ekki. Að þú skulir ekki skammast þín, Bertil, að leika svona á pabba þinn. Svo þú hefur ekki skip* þér af ungu stúlkunum hér í Uppsölum. Þu situr alltaf heima og lest, er það ekki? Ég mátt' svosem vita hvernig nám það er, sem Þu stundar. En það versta er, að þú skulir dirfast að þjóða elskulegri stúlku. eins og ungfrú Evu- inn i þetta lastabæli.” „Já, það má nú segja. það finnst mér reglu lega gremjulegt,” endurtók Eva. „Ég ætla " ég ætla að fara heim núna. Ég vil ekki vera hér lengur.” Sunnudagsmorgunn. Þurr háls, vont skap- hræðileg óregla í íbúðinni, engin Eva og enginn kátur snáði. Aðeins pabbi — og hat111 bylti sér í rúminu eins og hvalur og sendi már öðru hvoru ógnandi augnaráð. Mér heppnaðist einhvernveginn að taka svolitið til í íbúðinni og tína saman eitthvað > morgunverðinn. „Ég fer með lestinni klukkan hálf þfjú' 11 Eynnti pabbi skyndilega, „það gleður þig vafa- laust.” "Elsku paþbi, ég verð að segja þér nokkuð Þlú hringdi bjallan. Mig grunaði, að það v®ri Eva, sem væri komin aftur til að flækja ttálið og ég flýtti mér að opna hurðina. Þarna rióð lagleg kona i loðkápu, ákveðin á svipinn. ún hélt á Lilla, sem skellihló. „Pa-pa, pa-pa, Pa-pa . ” ”Hvað á þetta að þýða,” sagði ég og deplaði augunum framan í Lilla sem hlóenn meira. ”Þér verðið að afsaka, en ég get ekki haft arnið lengur,” sagði konan, „ég er boðin út.” Rétt í þessu staulaðist pabbi fram og háriðá °num stóð beint út í loftið. „Hvað gengur ^inlega á hér?” hrópaði hann. „Hver á þetta bam?” ”Ungi maðurinn á það,” svaraði konan ^kggilega. „Barninu er öðru hvoru komið krir hjá ntér, þegar. ..” ”Att þú þetta þarn Bertil?” rödd hans J°maði eins og lúðurinn á dómsdegi. "Já, pabbi, ég ...” ”Nú, jæja, látið mig hafa barnið. Hér er 0r8Unin fyrir ómakið.” Hreykin stakk konan nokkrum seðlum b'ður j töskuna sina og fór. Ég gekk inn í stof- una með pabba og Lilla á hælunum á mér. ákaf; Sv° gafst ég upp og útskýrði allt, þ.e.a.s. i Eva uanum gleymdi ég að taka það fram, að væri eiginkona min. Hún tók reyndar ^JaJf aðsér þá hlið málsins. Hún stóðallt i einu ,I’iðju gólfi, eins og friðarengill, ef hægt er' ^gsa sér friðarengil með lokk fram á enn- 1 siðbuxum og með fallegasta munn i >nu ”Það var ég, sem freistaði hans með epl- ’ sagði hún og horfði einarðlega á pabba. Á ,n er ekki mér að kenna, að hjúskap g ar hefur verið haldið leyndum — það vona Q ð Þú skiljir af því þú ert svo skilningsgóður élagsiyn[]ur eins og ég hef nú sýnt Bertil 'ramá.” Jfcbi hélt enn á Lilla og horfði á okkur á , Nann reyndi að vera byrstur, en augna- ölrarnir hlýddu ekki. ” v0 vi5 dönsuðum samba,” muldraði nanri t'i - til að grafa undan reglum tengdapabba, l,v að eJ<ki? Ef til vill hafði ég gott af því. Til 6fs Var ég líka að létta mér upp?” elsk 113 máttu segja, Emil,” sagði Eva ^ , e®a- „Það var reglulega skemmtilegt, Rp . n Það stóð yfir. Og ef ég hefði ekki hitt ocrt-i - ertil á Þakka undan þér...” Þér fyrir stúlka mín, það er fallega Vkk taulað> pabbi. Ég verð að fyrirgefa 5a r’ Þó ekki væri nema vegna drengsins. hvaðheitir litli maðurinn?” ág 3 ^rost' °8 aetlaði að fara að svara, þegar uðu ^ana- Égsá að varir hennar mynd- gen Emil, en það fannst mér of langt se[l) ' ’ SVo ég lokaði þeim á þann eina hátt bahb' *8t 6r' ^'r öxt'na á henni sá ég, að stúH' sér aö ávextinum af hjónabandi aer>tsins. t^-LUKKAN þrjú síðdegis sunnudaginn 28. júní 1914 ruddist ungur, grannur maður tð bil einum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, og ikaut tveimur skotum. Önnur kúlan hæfði Francis Ferdinand, ríkiserfingja ungversk- tusturríska kejsaradæmisins, í hálsinn, hin ;ekk í kvið konu hans, Hochenberg prinsessu. Bílstjórinn i bilnum jók hraðann, en nær- itaddir gripu tafarlaust hinn unga tilræðis- rnann, serbneskan stúdent að nafni Gavrilo Princip. Hann veitti ekki viðnám. Hálfri stundu síðar voru hertogahjónin átin. Skotin tvö „bergmáluðu um allan teim.” Þetta voru fyrstu skotin í þeirri lóngu ityrjöld, sem hófst i höfuðborg Bosníu og var táð, með lengri og skemmri vopnahléum, allt :il loka siðari heimsstyrjaldarinnar. Hundruð bóka og þúsundir blaðagreina lafa verið ritaðar um þetta blóðuga timabil. >ó er sú saga ærið óljós á köflum. Og forsaga málsins er feikna flókin. Ef til vill má segja, að þetta hafi allt byrjað 878, þegar Bosnia og Mercevonina, sem til less tíma höfðu verið skattlönd Tyrkjaveldis, 'oru innlimuð í Austurríki. Ríkisstjórnin i /ínarborg hugði, að innreið hinna austurrisku lerja i þessi frumstæðu fjallalönd mundi 'erða næsta auðveld. Reyndin varð þó önnur. búarnir urðu ekki knésettir fyrr en eftir veggja ára blóðuga bardaga; hið harðgerða jallafólk hataði að vísu Tyrki, en hatur þess ; Austurríkismönnum og Þjóðverjum var . afnvel dýpra. Það vildi ganga i eitt ríki með nágrönnum sínum og vinum í Serbíu. Hagur þess fór að vísu batnandi undir stjórn Austurrikismanna. En engu að síður sauð upp úr að nýju 1908, þegar austurrisku stjórnarvöldin tóku sig til og lýstu yfir „ævarandi” sambandi fjallaland- anna við Austurriki. Víkur nú sögunni að Francis Ferdinand, rikiserfingjanum sem myrtur var i Sarajevo. Kann að vera, að ekki hefði farið sem fór, ef það hefði ekki einmitt átt að falla i hans hlut að stýra hinum undirokuðu löndum. Hann var að ýmsu leyti torskiiinn maður. Hann átti fáa vini og marga óvini. Hann var stór og gild- vaxinn og hafði árum saman verið berkla- veikur. Sá sjúkdómur kann að hafa mótað skapgerð hans að einhverju leyti: hann var uppstökkur og það var erfitt að gera honum til geðs. Hann hafði mikið yndi af veiðiferðum — en honum þótti hreint ekkert gaman að leita að bráðinni og elta hana uppi. Það eina, sem veitti honum ánægju, var að fella dýrin; því fleiri veiðidýr, sem honum og félögum hans tókst að drepa á einum degi, því kátari var hann. „Hann er enginn veiðimaður, hann er slátrari,” sagði gamall skógarvörður, þegar erkihertoginn lét taka af sér mynd innan um hundruð fugla, sem skotnir höfðu verið á einum degi. Francis Ferdinand var óbilgjarn maður og átti til talsverða grimmd í fari sinu. Hjónaband hans átti eftir að valda honum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.