Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 18
Levndardómar aamla klaustursins hafði hann verið sofandi. Ég sat sveitt og hleraði án þess að skammast min og hlustaði á Vaughan útskýra hljóðlega á- stæðuna fyrir komu sinni. Pabbi svaraði honum hátt og ákveðið. ég þurfti ekki að reyna á e\ru min til að heyra i honum. En hve ég óskaði að ég missti heldur heyrnina en þurfa að heyra það sem hann sagði. ..Mér skilst á dætrum mínum að þér hafið verið svo vingjarnlegur að koma HVAÐER ÚLKEI Hugsið velum heileuna. Bœtið ■teinflfna- tn fæð me gla ölkej vatn 6dt ölk| -'HElDUVfltn <ra tý»uhðH , -.•««»«»**.>»**** e« f túa****1 ,,,' stw,, vatnf öllum mat. INNKAUPASTJÓRAR SÍMINN ER 21260 OG 39327. þeim til hjálpar þegar frk. Della var svo óheppin að slasa sig og ég vil þakka yður fyrir þá aðstoð sem þér veittuð. Þér hafið áreiðanlega lent i einhverjum vandræðum og fjárútlátum vegna þessa og ég vona að þessi gullmynt geti bætt yður það. Hvað viðvíkur fyrirspurn yðar, get ég sagt yður að frk. Della er að ná sér og myndi áreiðanlega vilja að ég þakkaði yður fyrir að hafa spurt um sig. Nú mun ég fylgja yður að dyrunum. Verið þér sælir. herra minn." Ó, nei! Ég hríðskalf. Þetta gat aðeins gerst i martröð. Nei, r.ei! Ég gróf neglurnar svo djúpt niður i lófana að húðin rifnaði. Hvernig gat pabbi verið svo harðbrjósta? Hvernig gat hann gert þetta? Ég myndi aldrei þora að fara niður að ströndinni aftur af ótta við að hitta vesalings Voughan minn og skammast mín okkar beggja vegna. Hann sem hafði verið svo góður og hjálpsamur. en pabbi hafði móðgað hann meðpeningum. Ég var full örvæntingar þegar Daisy kom inn með teið. Mamrna. pabbi og Jenny komu strax á eftir. Jenny settist við hlið ntér og lagði hönd sína blíðlega á mina. „Þú ert svo föl. Della, er þér illt i fætinum?" Ég hrisli höfuðið. Unt leið og ég gerði það runnu tárin, sem ég hafði haldið afturaf, niður vanga ntina. Mamma lagði tekónnuna aftur á sinn stað. „Hvað er að Della? Hvers vegna græturðu?” spurði hún og hrukkaði áhyggjufull ennið. „Ég get ekki afborið það. Ég mun aldrei koma út fyrir hússins dyr framar. Hvernig gastu farið svona með hann, pabbi?" snökti ég. „Parið svona með hann? Éarið svona með hann? Áttu við listamanninn? Ég álit að hann hafi fengið rikuleg laun. Gullmynt er þér kannski ekki sérlega mikils virði en fyrir þennan fátæka flæking hefur hún sjálfsagt verið ein- hvers virði.” „Ó, pabbi. Þú fórst þó ekki að bjóða hr. Mowbray peninga," mótmælti Jenny óvænt. „Auðvitað gerði ég það. Ég vil ekki að dætur mínar skuldi honum neitt. Hann veitti aðstoð, honum hefur verið þakkað fyrir og greitt. Pyrirspurn hans um heilsufar Dellu var svarað af kurteisi og það eru endalok þessa máls. Nú vil ég ekki að þið hafið neitt meira saman við hann að sælda." Hann gaf mömmu merki um að rétta sér teið. „Hann var góður og hjálpsamur og þú greiddir honum fyrir. Þú móðgaðir hann." sagði ég dauflega. „Vitleysa. Náunginn virtist vera alveg nógu ánægður með þessi málalok. H vað hefðirðu viljað að ég gerði?" „Éátið það eiga sig að borga honum og bjóða honum inn. jafnvel i te,” svar- aði ég. „Koma fram við hann eins og jafn- ingja minn? Að uppörva hann til að koma aftur ? Nei. Það kemur ekki til greina." „Eigum við ekki að fá að velja neina vini sjálfar?" mótmælti ég þó að ég gæti séðóþolinmæðina fara vaxandi i augum hans. „Þið munuð eignast þá vini sem ég álit ykkur samboðna og enga aðra." Ákveðnin í rödd hans og bitrar, særð- ar tilfinningar mínar, urðu til þess aðég svaraði reiðilega: „Ef það er aðallinn sem þú hefur í huga fyrir okkur get ég fullvissað þig um að það fólk er hvorki fyrir minn smekk né ég þeirra. Í veislunni hjá frú Smythson heyrði ég að við værum til at- hlægis. Já, pabbi. Þau hlæja öll að þér og mér og húsinu okkar. Þau kalla þig Faraó og mig dóttur Faraós. Svo erum við nýrík. Það er hræðilegt; ég vil aldrei framar fara i slíkar veislur og verða þannig aðathlægi." Ég var ekki fyrr búin að sleppa orð- inu en ég hefði gefið allt til að geta tekið þau til baka. Ég hafði sagt þetta i ör- vinglan minni en nú varð ég enn ör- vinglaðri þvi aðég hafði sært pabba. En þótt furðulegt mætti virðast, virt- ist hann öllu fremur undrandi en særður. „Við að athlægi? Hvaða vit- leysa. Hvers vegna ættu þau að hlæja að okkur?" Tebollinn hennar mömmu titraði á undirskálinni vegna þess hve hendur hennar skulfu og Jenny leit á mig og hristi varlega höfuðið. Ég þagði. En pabbi héltáfram: „Reyndar hefur þér skjátlast hrapal- lega þvi að i dag kom einmitt -boðskort til þín þar sem þér er boðið að borða kvöldverð þann 22. nú i þessum mánuði. að Penberthy Hall." „Penberthy Hall? Frú Hollinghurst?” Það var erfitt að ímynda sér að sú kona vildi hafa eitthvað með mig að gera. Siðan mundi ég eftir því sem dóttir hennar hafði sagt. „Hefurfrú Browneátt einhvern þátt i þessu?" Pabbi stóð upp. „Svo að ég á að vera i yfirheyrslu hjá minni eigin dóttur! Barnungri stúlku! Þú gleymir þér,” sagði hann reiðilega. En hann gat ekki fengið mig til að þagna. „Fyrirgefðu mér, pabbi, ég vil ekki vera óhlýðin en ég verð að fá að vita hvort að frú Browne hefur átt ein- hvern þátt í að mér yrði boðið. Augu pabba urðu reiðileg undir þungum brúnunum. „Og ef hún hefur komið þar viðsögu?” Ég hristi höfuðið. „Þá get ég ekki tek- ið boðinu pabbi. Það var einmitt frk. Hollinghurst sem ég heyrði tala þannig um okkur við Sir Reginald Gooch. Hún sagði að ég myndi aldrei vera boðin til heldra fólksins nema vegna frú Browne. Ég get ekki gengið i gegnum slíka litil- lækkun aftur." „Þú munt gera eins og ég segi þér og ég vil ekki heyra þig segja meira um málið. Er þaðskilið?" Hann leit reiðilega á mig, stikaði síðan út úr herberginu og stuttu seinna heyrðum við dyrnar að bókaherberginu lokast. Ég var leið vegna þess hve leið mamma leit út fyrir að vera. En þegar hún fór að ávita mig fyrir að hafa komið pabba úr jafnvægi missti ég þolin- mæðina. Hafði ég ekki misst hr. Mowbray sem ég gæti nú aldrei framar hugsað um sem Voughan? Nú gæti ég aldrei framar talað við hann. „Ég hef ekkert að láta mig hlakka til. Eina manneskjan, sem ég hef fyrirhitt hér, sem hefur verið verð þess að þekkja. er mér nú að eilífu glötuð. Heldra fólkið vil ég ekkert hafa saman við að sælda. Ég gæti alveg eins gengið i klaustur. Ég hef ekki áhuga á neinu meira." Mamma fölnaði þegar ég sagði þetta og fór i burtu í áttina að herbergi sínu. Jenny fór með henni til að baða enni hennar. Ég sat ein eftir i minu þunglyndi. Dagarnir liðu. Þó ég yrði mun betri í fætinum. hélt ég mig enn við sófann eða á herberginu minu. Ég gekk aðeins inn i borðstofuna við og við til að borða en heldur var lystin lítil. Ég gat alls ekki hugsað mér að fara í gönguferð meðfram ströndinni þvi að ég vildiekki hitta hr. Mowbray. Mamma og Jenny snerust i kringum mig og töluðu mikið um hve fölleit ég væri. Ég notfærði mér vorkunnsemi þeirra og lét sem mér liði löluvert illa. Einu sinni heyrði ég mömmu tala við pabba um mig í töluvert reiðilegri tón en ég hafði haldið að hún ætti til. 18 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.