Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 19
„Það væri of hræðilegt, William. Yngsta barnið mitt. Ég er hrædd um að henni sé að fara aftur." grét hún. Síðan lokuðust dyrnar og ég heyrði ekki meira. Nokkrum dögum siðar bað pabbi mig um að hitta sig inni I bókaherberginu. Ég fann ekki til ótta eins og ég hafði áður gert við slík tækifæri. Ég fann aðeins til áhugaleysis og bjóst við að hann myndi reyna að fá mig til að skipta um lifnaðarhætti. Ég var harðákveðin í að láta mig hvergi. Augu hans voru mjög blíðleg þegar hann bauð mér sæti. „Della," sagði hann rólega. „Ég er viss um að þú skilur að ég vil aðeins það sem þér er fyrir bestu. Allt sem ég hef gert hefur miðað að því. Þú veist að þú getur fengið allt sem hægt er að fá fyrir peninga." Hann þagnaði og ég notaði tækifærið til að segja biturlega: „En ég má ekki umgangast þá sem ég vil." „Þú ert ung, Della, þú mátt ekki velja þér vini án þess að hugsa þig um. í svona litlu samfélagi, eins og þvi sem við lifum í, ert þú dæmd eftir þeim félags- skap sem þú ert i. Ef þú sæist hafa sam- band við auralausan málara, sem heldur til á ströndinni, gæti það haft verulega slæmar afleiðingar fyrir framlíð þina. Ég er ekki að neita þvi að hann geti vel verið ágætis maður en það er ekki nóg. Eins og þú veist þá er móðursystir þin gift Cunningham lávarði og býr á stór- glæsilegu óðalssetri, Cunningham- klaustri. Hún er ekki aðeins tilheyrandi aðalsstéttinni, hún er aðalskona og það er eitthvað slikt sem ég kýs fyrir þig.” „En það gerðist af tilviljun, ekki satt pabbi? Ég hef heyrt að James frændi hafi erft allt þetta vegna sjóslyss." „Það er rétt. En engu að síður er hann i aðstöðu til að geta hjálpað þér. Svo að við höfum komist að þeirri niðurstöðu, móðir þín og ég. að þú heimsækir Cunninghamklaustrið og verðir síðan kynnt við hirðina. Þá munt þú aldrei þurfa að hlusta á niðurlægjandi baktal eins og þú virðist hafa heyrt hjá frú Smythson. Della, vina mín. Ég viðurkenni að ég er framagjarn fyrir þina hönd. Ég vil að þú giftist vel og eignist syni er geti síðan erft eigur mínar, sem eru töluverðar. Þú ert fram- tiðarvon mín, eina vonin. Þú mátt ekki valda mér vonbrigðum vina mín." Hugsunin um að yfirgefa Newlyn, sem ég hafði nú fulla ástæðu til að hata, var þægileg og tilhugsunin um að verða i hávegum höfð hjá heldra fólkinu var einnig kitlandi. En ég var enn móðguð og ég hafði ekki hugsað mér að virðast of spennt. Ég sagði þvi kæruleysislega. eins og þetta skipti mig litlu máli: „Þar sem ég hef engan áhuga á að vera hér get ég alveg eins heimsótt frænda minn. Má Jenny koma með mér?" Pabbi lygndi aftur augunum. „Ég held ekki. Ég vil ekki níðast á frænku þinni og þú myndir ekki vilja að móðir þín og ég hefðum ekkert af börnum okkar heima, er það?" Þar með var það ákveðið og ég varð spennt við tilhugsunina um að heim- sækja Cunninghamklaustrið, frænku mina, frænda og ungu frændurna, sem ég hafði ekki hitt áður. Eftir niðurlæg- inguna, leiðinlegu vikumar og einmana- leikann, sem ég hafði gengið í gegnum, virtist framtíðin allt i einu vera full birtu og góðra vona. Hvernig átti ég að vita það, þennan sólrika morgun i öruggum faðmi heimilis mins og fjölskyldu. að mín biði þvílik sorg, hætta og ótrúlega hræðileg- ir atburðir? Fjórði kafli Dagarnir liðu hratt og morguninn sem ég átti að leggja af stað var mikið að gerast á heimilinu. Pabbi ráðlagði mér að borða góðan morgunmat svo að ég yrði betur undir ferðina búin. Mamma var aftur á móti hrædd um að mér yrði illt á leiðinni ef ég borðaði of mikið. Jenny sagðist hafa lesið það ein hverstaðar að besta ráðið við ólgu á ferðalögum væri að leggja saman dag- blað og sitja á þvi á leiðinni. Ég var hins vegar ekkert sérlega svöng þvi að ég var orðin reglulega spennt og full tilhlökk- unar. Frú Browne átti að fylgja mér til London og sjá til þess að ég kæmist örugglega i íestina til Dover. Hún stans- aði við Cunningham Halt þar sem vagn frá Cunningham-klaustrinu átti að taka á móti mér. Þegar ég heyrði fyrst um þessa ráð- stöfun var ég ekkert allt of hrifin af að eiga að fara í fylgd með frú Browne. Ég skammaðist min fyrir að hún hefði orðið að vera milligöngumaður í umgcngni okkar við heldra fólkið i Newlyn og áleit að hún hlyti að líta hræðilega niður á okkur. Þess vegna bað ég pabba um að leyfa mér að fara einni en hann þvertók fyrir það. „Frú Browne er vel menntuð og skemmtileg kona. það er ekki hægt að ásaka hana fyrir illkvittni annarra. Hún er svo óheppin að hafa lítið fé til um- ráða. Þeir litlu greiðar sem hún hefur gert mér og öðrum eru til að bæta að- eins við það og það er henni fremur til heiðurs en skammar að hún skuli vilja fást til þess.” Eftir að þetta hafði verið útskýrt á þennan hátt og þegar vagn hennar ók upp að dyrunum, varð ég að viður- kenna að ég var því fegnust að hafa ferðafélaga þvi að sjálf hafði ég aldrei ferðast lengra en til Truro og þá alltaf í samfylgd meðöðrum. Síðan kom kveðjustundin. Mamma ilmaði af liljum eins og venjulega og þerraði vanga sína með blúnduvasaklút. Hún spurði mig hvort ég hefði munað eftir ilmsaltinu minu og sendi innilegar kveðjur til Violu frænku. Pabbi, sem alltaf var dulur maður, gat ekkert sagt en klappaði mér aðeins á bakið. En mér þótti sárast að skilja við Jenny, hún hafði alltaf verið ntér trygg og ástúðleg vinkona. Við föðmuðum hvor aðra og það var enginn ilmvatnsilmur til að minna mig á hana, aðeins sætur ilmur- inn sem var Jenny sjálf. Þegar hún lagði mjúkan heitan vanga sinn að minum langaði mig allt í einu til að hætta við þetta ferðalag mitt. hugsunin um að vera i burtu frá Jenny olli mér áhyggjum og allt I einu fann ég hroll fara um mig. En Tyack var þegar búinn að koma far- angri minum fyrir á vagninum, vagn- stjórinn beið óþolinmóður og það var allt of seint að skipta um skoðun núna. Hestarnir lögðu af stað malarstiginn. sveigðu út um hliðið og inn á Pouls Road. Við ókum hratt niður hæðina i átt að Músarholunum og aldrei hafði ég séð flóann fegurri áður né St. Michaels Mount tignarlegra. Þó að enn væri snemma morguns iðaði allt af lífi við höfnina. Falin þarna inni í vagninum tók ég kjark í mig og leit út til að athuga hvort hr. Mowbray væri enn á sinum stað. En hann var hvorki við höfnina né ströndina. Ég var hætt að gráta mig i svefn vegna þeirrar illu meðferöar sem hann hafði fengið hjá pabba en ég hugs- aði enn til hans með áhuga og hlýju. Þó hafði ferðalag mitt orðið til þess að ég hugsaði æ minna um hann, sérstak- lega þar sem möguleikarnir að ég myndi hitta hann voru nú litlir. Ég hafði kastað kveðju á frú Browne þegar hún kom inn i vagninn en annars tekið litið eftir henni enda niðursokkin i hugsanir mínar. En þegar við höfðum komið okkur fyrir inni i lestarklefanum og lestin jók hraðann lcit ég betur á þennan ferðafélaga rninn. Hún var beinvaxin. miðaldra kona með mjúkt liðað hár sem gægðist undau stráhattinum er skreyttur var fallegum fugli. Svört silkikápan og kjóllinn voru ekki ný en svo vönduð og vel gerð að jafnvel ung augu min sáu að þau báru af öllu þvi sem ég hafði áður séð i Corn- wall. Í kraganum var næla. Þetta var kórónulöguð demantsnæla sem ég frétti seinna að hefði verið gjöf frá drottning- unni. Yfir frú Browne var einhver tigin- mannlegur blær sem ég imyndaði mér í kjánaskap mínum að væri afleiðing þess að hafa verið kynnt við hirðina. Kannski voru einhverjir töfrar í samskiptum við konunga? Hún spurði mig hvernig færi um mig, settist síðan niður og fór að ræða við mig. „Þú munt áreiðanlega sjá að lífið i Cunninghamklaustrinu er töluvert öðru visi en það sem þú átt að venjast i New- lyn. Er þetta fyrsta heimsókn þín þang- að?" „Eftir því sem ég best man. Mömmu minnti þó að ég hefði kannski komið þangaðsem barn.” „Þú hefur áreiðanlega séð myndir af klaustrinu.” Framhald í næsta bladi. Ef þetta virkar ekki á hann þá getur hann eins vel stokkið. 32. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.