Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 21
t fyrir einn, 132-159 mörk fyrir tvo. Þau eru öll með baði. Matseðill dagsins er á 14-19 mörk. En við skulum færa okkur aftur til borgarmiðju. Þar er PRESIDENT við An der Urania 16, aðeins 69 herbergja hótel með baði á nærri öllum herbergj- um. Þau kosta 70-80 mörk fyrir einn og 112-120 mörk fyrir tvo. Ennþá skemmtilegra hótel og ódýrara er hið litla, 80 herbergja HECKERS DEELE við Grolmanstrasse 35. Þar kosta tveggja manna herbergin 111 mörk, öllmeðbaði. Best við þetta hótel er einkar skemmtilega búinn matsalur. Þar er . hægt að fá kjarngóðan sveitamat á 9,75- 17 mörk og snæða hann í viðeigandi um- hverfi. Loks get ég bent á tiltölulega ódýrt hótel, LUXOR við Kurfurstendamm 62. Þar eru 24 herbergi, þar af aðeins fá með baði, og kosta 45-50 mörk fyrir einn og 70-80 mörk fyrir tvo. Veitingamaður, leikhús- eigandi og íslandsfari Tvö af bestu veitingahúsum Þýska- lands eru i Berlin. Frægast þeirra er RITZ við Rankestrasse 26. Þar er óstjórnlega mikið framboð af réttum úr öllum heimshornum, enda er matseðill- inn á ótal tungumálum. Húsakynnin láta ekki mikið yfir sér. Maturinn er meginatriðið, hvort sem það er thailenskur Golden Lotus, ara- bískur Charour Machschi, indónesiskt Rijstafel eða bara þýskt súrkál. En enginn skyldi fara á Ritz nema hafa gras af peningum. Hitt veitingahúsið er MAITRE við Meineckestrasse 10. Það er alfranskt, eigandinn og kokkurinn heitir Henri Levy. Aðeins eru sæti fyrir 60 manns i senn, svo að ráðlegt er að panta með fyrirvara. Heimsóknir á minna fræga staði verða oft eftirminnilegri. Ég leit við á ALTBERLINER SCHNECKEN- HAUS við Kurfilrstendamm 37 til að fá mér snigla, franska osta, Brie, Brioche og Bresse de Bleu, svo og Gewiirztra- miner hvitvin. Matstofan er ekki auðfundin, þvi að inngangurinn er úr porti og siðan niður stiga. lnni eru grænir skrautgluggar, fjöldi gamalla málverka og portretta. Viður er i hálshæð og siðan silkivegg- fóður fyrir ofan. Lampar eru úr smiða- járni. Þjónustan var mjög vönduð sem og maturinn. Ég hitti eigandann, Hellmut Gaber. sem er mikill leikhúsáhugamaður og rekur 55 sæta leikhús að nafni „Der Balkon" Þar sýnir hann verk eftir Jean Genet, Sartre og Jean Cocteau. Hann hefur komið til lslands og kynnst ís- lensku leikhúsfólki. Ég reikna með, að hann taki vel á móti íslenskum matar- gestum. \ Matsalur frægasta hótelsins, Kemp- inski. Te og líkjör í hjarta borgarinnar MAMPES GUTE STUBE við Kurfurstendamm 14 er alveg í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Gedáchtnis- kirkju. Þar geta menn valið um að sitja inni eða úti á gangstétt til að horfa á borgarlifið, fengið sér að borða eða Maitre er eitt besta veitingahús ►ýskalends. drukkið te og likjör, sem er sérgrein hússins. Rétt hjá er HARDTKE við Mein eckestrasse 27, skemmtilega innréttuð, afburða vinsæl og fremur ódýr krá. Gömul vagnhjól hanga í lofti. massifur viður er langt upp eftir veggjum og einnig mikið af postulini. Menn sitja á tréstólum við tréborð og drekka bjór úr leirkrúsum. Sérgrein hússins er rauð- Austurendi Kurfúrstendamm og Gedachtniskirkja. Þetta er mið- punktur Bertinar með gangstóttar- kaffihúsum og veitingahúsum. vínsbakað svinakjöt með rauðvinsvættu súrkáli og gufusoðnum kartöflum á 14.50 mörk. Aðrir réttir eru mun ódýr- ari. Skemmtileg knæpa er ZUR NOLLE við Nollendorfplatz. Þar hefur tveimur gömlum vögnum neðanjarðarlestarinn- ar verið breytt í ódýra bjórkrá, sem hefur einnig kalda rétti á boðstólum. Vinstofan HARDY AN DER OPER við Bismarckstrasse 100 sérhæfir sig í nautasteikum, frönskum osti og þýskum hvitvínum. Þetta er litil og notaleg stofa í gömlum stil. selur steikur á 14-17,50 mörk. ostaborð á 7.50 mörk og ágætar vinflöskur á innan við 20 mörk. Schloss- böckelheimer Burgweg 1976 kostar 18.50 mörk. Áðurnefnt veitingahús. Zlata Praha við Meineckestrasse 15 sérhæfir sig i matreiðslu frá Bæheimi og Mæri i Tékkóslóvakiu. Maturinn er fremur ódýr. en einkar góður. Og auðvitað fá menn sér ekla tékkneskan Pilsner- Urquell bjór með matnum. Allar þær stofnanir, sem hér hafa verið nefndar, nema Seehof hótelið og Hardy veitingahúsið eru við eða stein- snar frá eystri enda Kurfúrstendamm. Ábendingarnar eru einmitt miðaðar við ferðalanga, sem einkum vilja halda sig i miðbænum. Kvœði voru vent í kross Með þessari grein lýkur flokki greina um hótel og veitingahús í nokkrum helstu borgum Þýskalands. 1 næstu viku tekur væntanlega við greinaflokkur um Aþenu ogGrikkland. JÓNAS KRISTJÁNSSON. 32. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.