Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 24
52.400 krónur 162.300 krónur mannahafnar og til baka. í júní á þessu ári tók það mann í sama launaflokki ekki nema 166 klukkustundir að vinna fyrir sama flugmiðanum. Fargjöld hafa með öðrum orðum lækkað um næstum helming á síðustu 10 árum — eða kaup hækkað sem því nemur. Ef reiknað væri með að við- komandi notfærði sér sérfargjöld, sem bundin eru tímatakmörkunum, eða þá fjöl- skylduafsláttinn yrði munurinn enn meiri. En við ætlum ekki að fljúga til Kaup- mannahafnar og vinna í 166 tíma til að komast, heldur ætlum við að lita inn í flug- vél sem er á leið til London og athuga hvað farþegarnir greiddu fyrir miðana sína. Af 9 farþegum sem voru athugaðir kom I ljós að enginn þeirra greiddi sama fargjaldið, skýr- ingarnar voru jafnmargar farþegunum. Látum okkursjá. 157.200,- 157.200 krónur Þau hjónin Páll og Ása sluppu ágætlega frá sínu fargjaldi, en þar með er ekki öll sagan sögð. Páll yngri, 12 ára sonur þeirra, fékk einnig að fara með þeim í Lundúna- ferðina og þegar farseðill hans hafði verið reiknaður út með fullum fjölskylduafslætti kostaði hann 52.400 krónur, eða það sama og miði móðurinnar. Aftur á móti var málið flóknara hjá Sólveigu, ungri konu sem lengi hafði verið búsett erlendis, gift Englendingi en hafði flutt heim er þau skildu. Þau áttu eina dótt- ur saman og núna langaði pabbann að hitta barnið. Bauð hann þeim mæðgum að koma og dvelja hjá sér um þriggja mánaða skeið og ætlaði að greiða fargjald Sólveigar heim aftur ef hún sæi um að koma sér út sjálf. Sólveig tók boðinu enda var ást hennar á manninum ekki alveg kulnuð. Þar sem þær ætluðu að dvelja í 3 mánuði í London gat Sólveig ekki notfært sér sérfargjöldin sem áður var getið. Því keypti hún sér almenn- an farmiða hjá Flugleiðum í Reykjavík og kostaði hann 76.200 krónur aðra leiðina. Eiginmaðurinn fyrrverandi keypti svo miða í London fyrir frúna til baka fyrir 115,5 ensk pund, og þannig stóðu gengis- málin þann daginn að sá miði varð dýrari en miðinn út — eða reiknað í islenskum krónum 86.100. Farmiði Sólveigar báðar leiðir kostaði þvi í allt þegar upp var staðið krónur 162.300. 15.300.- Þá upphæð greiddu þau hjónin Páll, skrifstofumaður, og kona hans, Ása. fyrir tvo miða til London báðar leiðir. Þau ætl- uðu að dvelja í 3 vikur í London sér til skemmtunar og gátu því notfært sér sérfar- gjöldin, en þau fela í sér að viðkomandi verður að dvelja minnst 6 daga úti og mest l mánuð. Ekki nóg með það, heldur gátu þau líka fært sér fjölskylduafsláttinn í nyt og niðurstaðan varð sú að Páll greiddi 104.800.- krónur fyrir sinn miða en kona hans aðeins helming þess, 52.400.-, eða samtals 157.200 krónur. 52.400.- 162.300.- 15.300 krónur Ekki má gleyma litlu dóttur Sólveigar og Englendingsins, henni Bellu Brown. Einhvern veginn varð hún að komast til pabba síns, og þar sem hún var rétt orðin tveggja ára kostaði almennur farseðill fyrir hana aðeins 15.300 krónur. Ef hún hefði verið orðin eldri hefði hún þurft að greiða hálft almennt fargjald eða 76.200 krónur, en það verð gildir fyrir börn 2—12 ára. Sú upphæð yrði mun lægri ef reiknað væri með sérfargjaldi og enn lægri ef fjölskyldu- frádráttur væri með í dæminu. 104.800.- 104.800 krónur Þá er komið að ömmu gömlu sem var að fara í heimsókn til dóttur sinnar og barna- barna í London. Hún ætlaði að vera í tæp- an mánuð í höfuðstað heimsveldisins og gat þvi nýtt sér sérfargjöldin út í æsar og þurfti ekki að borga nema 104.800 krónur. Eng- inn sérstakur afsláttur er veittur öldruðum sem fljúga með Flugleiðum — en samt þótti öminu gömlu þetta ekkert dýrt. Hvað má ekki borga fyrir að fá að sjá og vera með barnabörnunum I mánuð. Ef hún hefði æ' lað að vera lengur þá hefði hún þurft að greiða 152.400 krónur fyrir mið- ann sem hefði gilt í 1 ár. 114.300.- 114.300 krónur Við hlið ömmu gömlu í flugvélinni sat 24 ára stúlka á leið til söngnáms í London. Hún hafði fengið 25% námsmannaafslátt 24 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.