Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 25
af flugfarseðli sínum eins og allir aðrir ís- lenskir námsmenn erlendis og greiddi því 114.300 krónur fyrir flugmiða sinn báðar leiðir. Þessi námsmannaafsláttur Flugleiða nær aðeins til ferða á milli íslands og þess lands sem nám er stundað í og tekur einnig til maka námsmanns og barna. Með slíkum afslætti eru engin „stop-over” leyfð, og námsmenn sem orðnir eru 31 árs eða eldri njóta ekki kjaranna. 152.400,- 152.400 krónur Þá er komið að Grétari Smart, kaup- manni, sem selur tískufatnað í Reykjavík. Hann flýgur utan oft á ári og gerir stuttan stans í hvert sinn. Hjá Grétari jafngildir tíminn peningum og þar sem hann er yfir- leitt aðeins 3—4 daga í ferðunum getur hann ekki notfært sér sérfargjöldin og því síður fjölskylduafsláttinn þar sem hann er alltaf einn á ferð. Grétar kaupir sér því al- mennan farseðil fram og til baka á 152.400 krónur og telur það ekki eftir sér. Það er lítill hluti allrar veltunnar. 172.200.- 172.200 krónur Hversu ótrúlegt sem það kann að virðast þá var það Skoti, James Mc Button að nafni, sem greiddi mest fyrir flugið. James sem kominn er á eftirlaun í heimalandi sínu var á heimleið eftir að hafa ferðast vitt og breitt um ísland. Hann hafði keypt miða sinn í London og greitt fyrir hann 231 pund, báðar leiðir, eða jafngildi 172.200 ís- lenskra króna. Það er ekki þar með sagt að það sé alltaf dýrara að kaupa flugmiða er- lendis, það fer eftir því hvernig gengið stendur af sér í það og það skiptið. Skotinn var þó hinn kátasti og kvartaði ekkert yfir of háu miðaverði, líklega mest vegna þess að hann vissi ekki enn hvað hinir farþeg- arnir höfðu greitt fyrir sína miða. Öll verð eru miðuð við 2. júlí 1979 og gætu því hafa breyst. Við óskum félögum okkar í flugvélinni góðrar skemmtunar í Lundúnum og líka öllum hinum sem eiga eftir að feta í fótspor þeirra. Gangi ykkur vel i gegnum fargjaldafrumskóginn, starfs- fólk Flugleiða er ætíð reiðubúið að skýra fyrir ykkur besta valkostinn miðað við aðstæðurá hverjum tima. Góða ferð! EJ. 32. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.