Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 28

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 28
ið. „Þau eru ekki öll eins og þessi," sagði hún og leit á Paul. „Ég veit." Bros mitt var dálitið þving- að. Inni voru stimpingar og hávaði. Litlir barnahópar þyrptust að stærri leikföng- unum, masandi og hlæjandi, en Paul hékk bak við mig eins og ævinlega. „Komdu, Paul," kallaði Iris Stone til hans. „Komdu og hengdu úlpuna þina á þennan snaga." Paul gekk hægt'fram, stóð fyrir framan auðan snagann og reyndi að hneppa frá. Iris kom til min. „Þú vildir víst ekki vera og hjálpa til i dag — Grace kom ekki? Jean sagði að henni hefði verið illt í hálsinum, þegar þær hittust í gær, svo að ég er ekkert hissa. En hún hefði getað hringt." Hún horfði glaðlega á mig, vitandi það að ég gat ekki neitað og ég kinkaði kolli. „Gott. Við byrjum þá á að láta þau mála," sagði hún glaðlega. „Það heldur þeim rólegum i hálftima eða svo." „Komið krakkar," kallaði hún hátt. „I gallana. Við erum öll að fara að mála.” Það var kapphlaup að sætunum við löng málningarborðin, og eins og venju- lega varð ég að hjálpa Paul að finna sér sæti við endann. „Jæja, hvað ætlið þið öll að mála?”sagði Iris hressilega. Sum sögðu hús, einn lest, annar kött — en hvell rödd sagðist ætla að mála vin. „Það er Ijómandi hugmynd,” sagði Iris. „Þið skuluð öll mála besta vin ykk- ar. Gott fyrir bestu myndina." Ég hjálpaði henni að úthluta stórum teikniblöðum og að taka lokin af stórum dósum af málningu i skærum litum. Ég sá til þess að Paul hefði allt sem hann þarfnaðist. „Ég ætla að láta blómin í vatn," sagði ég. „Ég kem aftur, þegar þú ert búinn með myndina." Ég beygði mig og hvislaði i eyra hans: „Málaðu Goobie." Hann var svolítið ruglaður á svipinn. en það var ekkert óvenjulegt, svo að ég hélt af stað fram i anddyrið til að ná i snjóklukkurnar og fór með þær að vask- inum. Þar voru engir vasar, eins og mig hafði hálfpartinn grunað. svo að ég tók tvær sultukrukkur úr skápnum undir vaskinum og setti blómin i þær eins vel og ég gat. Persónulega fannst mér þau falla listi- lega. Ég hafði ekki tima til að dást að þeim, því að tveir strákanna voru farnir að slást um það, hvor hefði fyrstur rétt til að nota gulu málninguna. Ég skildi óróaseggina að og fór siðan til Iris, sem var að sækja búninga til að fara í. „Þaðeru nokkrir augnleppar i boxinu þarna,” sagði hún og benti á box með grænum pappir. „Allir strákarnir elska augnleppa. Stelpurnar vilja næstum allar vera hjúkrunarkonur. Það eru nokkrir kappar undir borðinu, sem þær geta haft. Búin að finna þá? Gott! Það þýðir ekki að gefa þeim tima til að láta sér leiðast!” Við skelltum i okkur tebolla og skipt- umst á að kíkja inn um dyrnar til að sjá hvort allt væri i lagi. En börnin voru niðursokkin i myndirnar sinar. Iris sagði um leið og hún setti tóman bollann í vaskinn, að það væri best að við færum og litum á myndirnar. „En hvernig ætlarðu að velja þá bestu?” spurði ég. „Það verður örugg- lega erfitt.” „AIIs ekki."sagði hún glaðlega. „Þær eru allar bestar. Allir sigra." Hún teygði sig eftir sælgætisboxi og gekk inn til þeirra. Ég elti íris dálitið eftirvæntingarfull. Hvernig skyldi Paul hafa málaðGoobie? Hvernig sá hann „bestasta vin sinn”? Þegar ég var búin að lita á mörg blöð meðgulu hári, brúnu hári, rauðu hári og svörtu hári ofan á andlitum af ýmislegri lögun, gekk ég til Paul. Fyrir framan hann varautt blað. Áður en ég gat sagt nokkuð, stökk hann á fætur, þrýsti sér að pilsinu minu og stundi. „Ég gat ekki málað Goobie ... Ég gat það ekki. Hann er ekki til! Hann er.. . ekki til.. „Nei, elskan," hvíslaði ég. „Hann er ekki til." Ég lyfti honum upp og bar hann fram að sætinu við endann á saln- um. Allan timann grét hann yfir þvi að Goobie væri ekki til. Loksins leit hann upp og sagði snökt andi: „Þú ert til, er það ekki? Þú ert örugglega til?" „Já, Paul,” stundi ég, „ég er til." Ég sat með hann þangað til tárin þornuðu og síðan gekk ég með hann heim og i þetta sinn var ekkert bil á milli okkar fyrir Goobie. Þýð. Hrafnhildur Valdimarsdóttir. Það er ekki á hverjum degi sem maður Persónulega held óg að efnahags- ástandið só að batna, þvi að tekjur mínar hækkuðu um 8% i siðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.