Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 34
Og eftir þennan dag .. Kærí draumrádandi! Eg þekki strák, sem er bœði skemmtilegur og sætur, og hann er bara einu ári eldri en ég! Það vill svo til að ég hef haft svolítil afskipti af honum. En einmitt þá dreymdi mig draum, sem er svona. Mig dreymdi að mamma stráksins þekkti mömmu mína (en hún þekkir hana ekkert) og kæmi I afmæli litlu systur minnar með litla krakkann sinn. Þá kom strákurinn líka og af því að ég þekkti strákinn og hann mig, vorum við ekkert feimin að tala saman. Og eftir þennan dag byrjuðum við saman. Kæri draum- ráðandi geturðu ekki sagt mér hvað þessi draumur þýðir. Með fyrirfram þökk. Ella Þennan draum þarftu alls ekki að hugsa um, ef þú vilt vita hvað hann merkir, því það er sáralítið mark á honum takandi. Þú hugsar líklega mikið um strákinn í vökunni og undirmeðvitundin framkallar síðan í draumi, það sem þú þráir í vökunni. Þetta er fullkomlega eðlilegt, þvi þú ert á þeim aldri að raun- veruleiki og draumar vilja aðeins skolast saman í vökunni. Hrifín af strákum í draumi Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Hann er að ég er hriftn af strák en aldrei þeim sama, alltaf annar hina nóttina. Bæði strákar, sem ég þekki, og þekki ekki. Mig langar líka að spyrja þig hvað þessi nöfn þýða í draumi: Haukaber, Tommi, Ásta og Bryndís. Með fyrirfram þökk. Ein dreymandi. Vökudraumarnir hafa aðeins skolast til og stjórna nú draumum þínum líka. Á draumum sem þessum er lítið mark takandi, en með aldrinum gengur þetta yfir eins og annað, sem unglingsárunum fylgir. Nöfn í draumi eru erfið í ráðningu, því merking hvers nafns er mjög einstaklingsbundin. Mig dreymdi Fáránlegur blár hvolpur Kæri draumráðandi! Ég er hér með einn draum handa þér að ráða. Hann er eitthvað á þessa leið: Stelpa nokkur (sem ég kannast við) var með pappakassa, sem í voru 2 pínulitlir hvolpar. Það átti að fara að ióga þeim. Ég fiýtti mér að taka annan hvolpinn en hinn fékk sprautu. Sá sem sprautuna fékk var í eðlilegum litum, frekar dökkum með brún augu og ein- hvern veginn horfði ég inn í hin sorg- mæddu augu hans, þegar hann fékk sprautuna. Hinn hvolpurinn var blár á bakinu en annars Ijós á litinn, að ég held, (mynd bláa hvolpsins var ekki eins skýr og hins). Ég ætlaði að eiga hann en var ekkert ánœgð með hann, þótt hann vœri blár að lit (þetta var ekki mar). Ég flýtti mér að koma honum fyrir í körfu, sem ég setti trefdinn minn í og fór svo með hann niður í bœ. (Eáránlegur draumur ekki satt? Eða hvað) Leggðu nú hausinn í bleyti fyrir mig, virðulegi draum- ráðandi. Kœrar kveðjur. Á tján. Hundar þessir eru fyrirboði gestakomu, sem hefur líklega þegar komið fram þegar þetta birtist. Gestakoman verður fremur tíðindalaus, en þó gætir þú fengið góðar fréttir frá öðrum gestanna, sem þú áttir svo sannarlega ekki von á. Fósturmóðir í draumi Kæri draumráðandi! Mig langar mikið til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig. Mig dreymdi að móðir mín væri ófrísk, en hún á 5 börn fyrir (getur ekki átt fleiri). Hún og pabbi vildu alls ekki að það fréttist og báðu mig að taka það að mér, þ.e.a.s. að láta fólk halda að ég ætti barnið. Ég jánkaði því og var alveg nákvæmlega sama hvað fólk kjaftaði (ég er 14 ára). Barnið fæddist, það var stúlka. Allir héldu að ég ætti barnið og voru mjög hneykslaðir. Stúlkan var mjög dökk og mér þótti afar vœnt um hana og skírði hanaAnítu (ég þekki engan með því nafni). Strákur sem við skul- um kalla X var allt í einu farínn að vera mikið með mér og barninu og honum var alveg sama þótt fólk vœri faríð að kalla hann pabba barnsins. Barnið var mjög hamingjusamt eins og ég og X (það var ekkert ástarsamband okkar á milli en okkur þótti innilega vænt um hvort annað). Og við hlógum heilmikið saman. Dag einn datt mér í hug að fara í ferðalag (stúlkan var um 1 árs, dökkhærð og falleg). Mamma og pabbi voru mjög á móti því, sögðu að þau væru í rauninni foreldrar barnsins og réðu yflir því. Ég varð mjög reið og sagði að ég elskaði barnið og fyrst á annað borð þau vildu ekki viðurkenna að þau væru foreldrar barnsins í byrj- un, þá væri ég móðir þess. Síðan gekk ég út og þar með endaði draumurínn. Eg bið þig að reyna að ráða þennan draum fyrir mig. Hvað þýðir nafnið Aníta? Ein áhugasöm um drauma. Nafnið Aníta er af erlendum uppruna og getur draumráðandi því miður ekki frætt þig um merkingu þess. Barns- fæðing í draumi er ógiftum stúlkum alltaf fyrir slæmu, en draumur þessi virðist þó varla þýðingarmikill, því dagdraumar spila þar ákveðið inn í myndina. Þó er óhætt að segja að þú skulir fara varlega í samskiptum við hitt kynið, og gæta þess sérstaklega að vera ekki of auðtrúa. Sennilega verður þú fyrir ástarsorg, sem þér finnst í upphafi óyfirstíganleg, en hverfur svo í minninguna eins og svo margt annað, sem hendir á þessum aldri. 34 Vikan 32.tbl. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.