Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 42
„Setjum sem svo," byrjaði hún, „setj- um bara sem svo að þeir hafi þegar fundiðbátinn?” „1 þessu óveðri?” Hann þröngvaði upp úr sér þurran hlátur. „Það getur reynst mér nógu erfitt sjálfum að finna hann." Hann snart hönd hennar. „Eitt er víst, Lokatuluvatn er of breitt til þess að synda yfir það, jafnvel fyrir hafmeyju!” Hún hreyfði fingurna í kjöltu sér og virti þá fyrir sér. Hafði hún raunveru- lega synt i draumahyl, hugsaði hún, svalt vatnið sem silki á hörundi hennar og litríkir fuglar syngjandi fyrir ofan hana. Það hafði verið nokkurs konar öryggi í skóginum og syngjandi fossinn hafði staðið vörð um falinn hylinn. Slík augnablik voru svo sjaldgæf og svo stutt. „Ef við komumst aftur óhult, Nick ..." „Já?" Hún leit í augu hans en gat ekkert lesið úr þeim. Það var ótti i þeim. Ekki hræðsla við það sem var að gerast ein- mitt núna, fannst henni, heldur kviði vegna einhvers sem hún gæti ekki átt með honum. „Ég var bara að hugsa um að ég mun aldrei verða leið og þreytt á lifinu aftur.” Hann kinkaði kolli. „Ég hef hugsað um þetta sama hundrað sinnum áður, Barbara, á hundrað mismunandi stöðum, við hundrað mismunandi verk- efni. En það var alltaf sama tilfinningin, hræðslan við að deyja, maður sver þess dýran eið að ef maður komist lifandi úr þessu skuli maður aldrei framar ætla sér of mikið né gera sömu mistökin aftur.” Hann hló gleðisnauðum hlátri en síðan varð grafarþögn utan þess að vatniðstreymdi niður. „Nick?” spurði hún að lokum. „Komstu aldrei á það stig að þú hættir að vera hræddur?" Hann fnæsti kuldalega. „Þú hættir aðeins að hræðast þegar þér er orðið sama um allt.” „Og varðst þú þannig? Varð þér sama um allt?" Fingur hans herptust utan um fingur hennar. „Einmitt núna, frú Farson, er ég logandi hræddur!” Eftir að hann hafði sagt henni þetta fannst henni hún loga að innan, þrátt Sársaukinn brann í gegnum öxl Nicks þegar hann reri. En líkurnar á aö komast í örugga höfn gáfu honum aukinn kraft. Köllin að baki þeim gáfu til kynna að særði vörðurinn væri fundinn. Tunglið hélt áfram að vaða í skýjum og regnið var eins og perlutjald að baki þeim. En særði maðurinn hlaut að hafa sagt nóg til þess að vara hina við ... fyrir hve ógurlega lengi timinn var að líða. Fyrr i þessum ömurlega kofa hafði hún örvænt, henni hafði verið sama hvort hún kæmist yfir landamærin eða ekki. En nú var það ekki vegna eiginmanns- ins sem hún vildi sleppa úr þessu grimma landi. Nóttin kom snögglega. Þrumurnar voru hættar en regnið streymdi enn niður. Nick greip byssuna, stóð upp og færði sig siðan eins og skuggi að dyragættinni. Barbara hélt niðri i sér andanum. Henni fannst hún heyra þrusk og ein- hvern gripa andann á lofti i undrun. siðan heyrðist rödd Nicks, æst og hvisl- andi: „Komdu út núna!” Hún greip töskuna og þreifaði fyrir sér út, hún notaði lausu höndina til bess að þukla vegginn á blautum kofanum. „Hérna!" hvæsti Nick. Það hafði verið litill eldur rétt hjá, en var nú að deyja út. Bjarminn var þó nógur til þess að Barbara gat séð vörðinn. Hún sá að hann ranghvolfdi augunum. Nick hélt byssunni að hálsi mannsins og saman gengu þeir bak við kofann í átt að vatns- bakkanum. Barbara haltraði á eftir þeim, aldrei meira en hálfan metra frá Nick. Hún gat heyrt þungan andardrátt Afríkumanns- ins. Barbara var jafnspennt og hann. Margoft leit hún um öxl til brunninna kofarústanna sem þau gengu fram hjá. Hún sá ekki neina hreyfingu i gegnum rigninguna og myrkrið. Skyndilega braust dauf skima i gegn- um skýin. Framundan komu daufar út- linur i Ijós. Fleiri kofar, bátsflök á bakk- anum og pálmaþyrpingar. Tvisvar sinnum stansaði Nick til þess að reka á eftir tregum verðinum. En Barbara treysti á Nick. Það var hennar eiginn klaufaskapur og taugaóstyrkur sem angraði hana. Allt í einu stytti upp. Frekara tungl- skin braust í gegnum dreifð skýin. Nú tók Barbara eftir ógnarbreiðum öxlun- um undir gegnblautum jakka Afriku- mannsins. Hann var hálfu feti hærri en Nick og húfan hans var of lítil á stórt höfuðið. Nick stansaði aftur. „Hvað er að?” spurði hún þegar hún heyrði örvæntingarfullt andvarp hans. Hún fylgdi augnaráði hans að flæktum og brotnum fiskigildrunum á grynning- unum. „Hann er horfinn!” Örvænting hans var smitandi. Hann og Barbara litu yfir vatnið, en þar var ekkert merki um bát. Nick bölvaði ógurlega. „Andsk ... flakið hlýtur að hafa rifnað úr festingun- um. Allt rokið og regnið ...” Þrýstingurinn á byssunni linaðist á baki Afríkumannsins eitt augnablik. Síðan var Nick kastað af afli aftur á bak. Hann rakst á Barböru og þau ultu bæði i sandinum. Barbara greip andann á lofti þegar Nick lenti á henni af öllum þunga. Hún 42 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.