Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 43
lá á bakinu og engdist i sandinum (tegar Nick velti sér ofan af henni og bjó sig undir að taka á móti Afríkumanninum. Tunglskinið afhjúpaði ódulið hatrið í augum skæruliðans þegar hann réðst að Nick. Nick vék fimlega til hliðar undan ógnandi höfðinu og barði fast á hnakka hans með byssunni. Það hafði akkúrat engin áhrif. Nick bjó sig undir aðra árás en i þetta sinn komst hann ekki undan því að vera stangaður í magann. Hann hentist á bakið en setti annað hnéð fyrir háls Afrikumannsins. Hann velti sér undan óðum manninum og greip andann á lofti. Hvorugur maðurinn sagði neitt, þeir horfðu bara hvor á annan með dráp í huga. Til allrar hamingju var Nick ennþá með byssuna i hægri hendinni. Dáleidd horfði Barbara á, ófær um að hreyfa sig. Hún var enn á hnjánum þegar afriski risinn jafnaði sig og stóð á fætur. Hann hafði nú tekið sér i hönd viðardrumb, sem hafði skolast á land. 1 seilingarfjarlægð var Nick tilbúinn, hann vissi að hann varð að drepa þenn- an mann eða deyja sjálfur. Hann beið eftir að maðurinn reiddi upp kylfuna, hún var nógu stór til þess að mola á honum höfuðið. Maðurinn urraði og leit ekki af andliti Nicks. Hjarta Barböru barðist i brjósti hennar. Þó að Nick stæði beint fyrir framan Afríkumanninn, í litilli fjarlægð, með byssuna miðaða beint í brjóst hans, þá vissi hún, af kvölinni í augum hans, að hann gæti ekki skotið. Negrinn fann það líka. Með sigurópi stökk hann fram og sló í hægri handlegg Nicks meðkylfunni. Skammbyssan glitr- aði i tunglskininu þegar hún kastaðist út i loftiðog lenti nálægt vatninu. Mennirnir tveir veltust um og slógust. Móðir og másandi skiptust þeir á hættu- legum hnefahöggum. Nick var óðum að þreytast og hann vissi að lyki hann ekki þessum bardaga af strax væru hann og Barbara svo gott sem dauð. Með ör- væntingarfullu átaki þeytti hann Afríku- manninum af sér og fór kollhnís, sem kom honum í höggstöðu. En Afríkumaðurinn greip i Nick og fleygði honum harkalega í sandinn. Nick lenti illa á vinstri öxlinni. Sárs- aukinn skar í gegnum líkama hans. Hann vissi að hann gæti ekki sært né sigrað þennan mann. Hann gæti ekki einu sinni komist á fætur i tæka tið. Miður sín af sársauka horfði hann á stóra manninn ná aftur kylfunni og hefja hana til höggs. Hann reyndi að velta sér undan væntanlegu höggi. En það eina sem hann hafði upp úr þvi var frekari sársauki og velgja. Þá heyrðust tvö byssuskot fyrir aftan hann, há og hvell og með svo stuttu millibili að þau hljómuðu sem eitt. Skæruliðinn kipraði sig saman og drumburinn féll úr hendi hans. Svipur hans lýsti undrun og sársauka þegar hann datt í keng á jörðina. Nick herti sig upp og reis upp við oln- boga. Barbara stóð nokkra metra fyrir aftan hann. Hún hélt á byssunni milli beggja handa eins og hún væri að springa og miðaði enn á staðinn þar sem fórnardýr hennar hafði staðið. Hún hristi höfuðið hægt, vantrúuð, eins og hún væri í hljóði að neita því sem hún hafði gert. Nick kallaði hás: „Barbara!” Hún hreyfði sig ekki, nema byssan seig nú hægt niður þar til hún benti á sandinn. Nick braust á fætur, sársauki hans varð að engu í samanburði við kvölina í augum hennar. „Nick?” Samviskubitið hefti mál hennar. „Ég — ég skaut hann, er það ekki? Hvað hef ég gert?” Hann tók byssuna varlega úr höndum hennar. „Gert? Þú hefur bjargað lífi mínu, Barbara. Það hefur þú gert.” Þegjandi hélt hún áfram að hrista höfuðið. Hún gretti sig þegar hún leit á hreyfingarlausan manninn. Nick setti byssuna i beltið sitt og at- hugaði slasaða manninn. „Hann er lif- andi, Barbara. En hann angrar okkur ekki frekar. Það munu félagar hans hins vegargera, Barbara!” Rödd hans varð hvassari þegar hún starði enn sem í leiðslu. „Allir hér við bakkann hafa heyrt skotin. Komdu!” Hann stundi af sársauka þegar hann tók í handlegginn á henni. „Nick! Þú ert líka særður!” „Auðvitað er ég særður. Hjálpaðu mér þess vegna að finna þennan helv ... bát!” Þau eyddu dýrmætum minútum i að leita á bakkanum, meðan háar raddir heyrðust í auknum mæli frá kofunum. Skyndilega kallaði Nick: „Þarna er hann!” Hann óð út á grynningarnar og Barbara kom á eftir honum. Hún greip andann á lofti þegar hún kom í ískalt vatnið. Saman óðu þau þangað sem bátinn hafði rekið. Nick andvarpaði feginn þegar hann fann árarnar tvær bundnar fastar í eintrjáningnum. „Komdu! Áður en þaðer of seint.” Barbara hikaði og leit aftur til bakk- ans. „Manninum verður veitt athygli nógu fljótt," sagði Nick hranalega. „Ogokkur einnig — nema þú vaknir til lífsins." Hann hélt bátnum stöðugum, hjálpaði henni um borð og kom sjálfur strax á eftir. Meðan hann leysti bráða- birgðaárarnar tvær gaf hann fyrirskip- anir um að hún skyldi færa sig varlega fram í bátinn meðan hann settist i skut- inn. Rigningin var nú orðin að fínum úða og bátinn byrjaði að reka hægt frá bakk- anum. Hár Barböru lá þétt að höfðinu og fötin voru rök. „Taskan mín!" hrópaði hún, en fór siðan að róa. Taskan hennar var henni ekki til neinna nota lengur. Sársaukinn brann í gegnum öxl Nicks þegar hann reri. En líkurnar á að komast í örugga höfn gáfu honum aukinn kraft. Köllin að baki þeim gáfu til kynna að særði vörðurinn væri fundinn. Tunglið hélt áfram að vaða í skýjum og regnið var eins og perlutjald að baki þeim. En særði maðurinn hlaut að hafa sagt nóg til þess að vara hina við. Nick var farinn að halda að þau gætu látið sig hverfa án þess að nokkur tæki eftir þeim þegar himininn lýsti skyndi- lega upp. Nick krossbölvaði. „Hvað er að gerast?” hrópaði Bar- bara. „Leifturblys," urraði hann. „Þeir hafa komiðauga á okkur.” Annar logi birtist á himninum. Andlit Barböru virtist fölt i bjarmanum. Nick pirði augun þegar hann leit um öxl. „Ef við sitjum hér skjóta þeir okkur eins og endur i búri. Búðu þig undir að stökkva, Barbara!” Báturinn var þegar farinn að vaggá undan ójöfnum þunga þegar hann bjó sig undir að stökkva fyrir borð, viðbúinn byssukúlunum sem myndu kljúfa vatnið í átt til þeirra. Þá heyrðust sprengingar vitt um allan bakkann að baki þeim. 32. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.