Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 44
MALAI.IÐAI? Nick jafnaði þungann, hann skildi þetta ekki fyrr en hvellt ýlfur fylgdi frek- ari sprengingum á bakkanum. Köll mannanna urðu að veinum. Þá skildi hann allt saman. „Hamingjan sanna! Skæruliðarnir hljóta að hafa hitt fyrir stjórnarher- menn. Þeir eru að sprengja upp þorpið." Með stuttri bæn um öryggi Pats Mulchay tók Nick aftur til við róðurinn meðákveðnum togum. „Ekki hætta!" kallaði hann til Bar- böru i stefninu. „Jafnvel þótt handlegg- irnir detti af!” Nick stundi vegna sársaukans í öxl- inni, en áður en langt um leið dóu bloss- arnir út á himninum og orrustugnýrinn dvinaði að baki þeim. Jafnvel þó að óveðrinu væri að linna var enn hættuspil að róa viðkvæmum bátnum áfram i átt að hinum bakkan- um. Nick uppörvaði Barböru reglulega og saman tókst þeim að berjast við ofsa Lokatuluvatns. Þrátt fyrir að verkurinn í öxlinni bagaði Nick gat hann ekki annað en dáðst að krafti og ákveðni Barböru. Þessi kona er einstök, hugsaði hann. Þegar regnið hafði næstum alveg stytt upp og skært tunglsljósið lýsti bátinn upp, hvildu þau sig. Barbara sneri sér að Nick. „Þú gast ekki drepið manninn þarna áðan, er það?" Það glóði á andlit hennar og augu en hún gerði heiðarlega tilraun til þess að dylja þreytu sína. „Nei,” viðurkenndi hann þungri röddu. „Ég gat ekki drepið hann." Barböru tókst að brosa. „Ég er ánægð. Nick. Pat Mulchay hafði rétt fyrir sér. Þú ert ekki eins og flestir mála liðar. Ég held ekki að þú getir nokkurn tíma drepið nokkurn mann framar. Ég eránægð.” Hann starði i olíulitað vatnið, sem slóst utan í bátshliðina. „Nú, jæja. það var gott að þú varst nógu kjarkmikil. Barbara. Annars værum við bæði dauð núna." „Nei, Nick!" mótmælti hún og safnaði ótrúlegum krafti. „Það þurfti kjark til þess að taka ekki í gikkinn, sér- staklega fyrir mann sem hefur haft það fyriratvinnuað..." Hún sagði ekki framhaldið og hann kinkaði kolli vandræðalega. „Þakka þér fyrir, Barbara. Það er best fyrir okkur að halda áfram, farkosturinn lekur. En þú myndir sóma þér vel sem galeiðu- þræll." „Þú yrðir ágætur þrælapiskari,” svaraði hún, og þó þau væru bæði of þreytl til þess að hlæja var fyndnin hressandi. Þau héldu áfram með stuttum, erfiðum áratogum. Nick vissi að hann gæti ekki sleppt hendinni af þessum kvenmanni i bráð. Minningin um Nigel Farson fékk reiðina til þess að blossa upp í honum. Hann átti eftir að jafna nokkra hluti við hann . . . Að lokum var erfið ferðin farin að krefjast síns gjalds og eftir allan þennan vind og rigninguna fór báturinn að gefa eftir og sökkva. Þau veltu sér út í vatnið og kuldi þess vakti þau nóg til þess að þau héldu í átt að bakkanum, sem sást nú greinilega í tunglskininu. Þau spörkuðu af sér skófatnaðinum og syntu hlið við hlið. Stundum snertust þau, stundum fljótandi á bakinu eða troðandi marvaðann. Nick bað þess i hljóði að hann hefði nógan kraft til þess að komast í land. Hann hafði aldrei verið nema meðal sundmaður, en hann reyndi að gleyma þeirri staðreynd. Sársaukinn i öxlinni var kveljandi en hann hélt áfram. Allt í einu var lifið honum mikils virði, meira en nokkurn tima áður. . . Að lokum þvarr kraftur Nicks og hann fóraðsvima. „Ég .. . held að ég nái því ekki, Bar- bara!" kallaði hann upp og gat ekki dulið hræðsluna. „Haltu áfram, Nick!" hrópaði hún. „Það er ekki svo langt þangað núna. Það versta er yfirstaðið. Við erum næstum komin!" Rödd hennar hélt honum uppi nokkrar mínútur til. En svo hafði hann ekki meira afl. Hann hélt sér uppi með því að nota annan handlegginn og kallaði nafn hennar, en svo gleypti hann vatn og byrjaði aðsökkva. Hægt og með æfðum handtökum tók Barbara utan um Nick og hélt i átt til bakkans. Hann var kyrr núna eftir að henni hafði tekist að róa hann. Hún hafði einnig verið að missa vonina en nú, þegar líf Nicks var ein- göngu undir sundhæfni hennar komið, fékk hún endurnýjaðan kraft til þess að halda þeim báðum á floti. Nick virtist vart með meðvitund, en allt sem hún hugsaði um nú var að bjarga lifi hans. Hún æpti af fögnuði þegar tunglið kom fram úr skýjunum og hún sá hve stutt var i land. „Ekki gefast upp, Nick! Okkur tókst það. Heyrir þú það? Okkur tókst það!" Hún gleypti vatn, hóstaði og spýtti, en sigurgleðin veitti henni afl til þess að koma þeim báðum á grynningarnar. Hún botnaði, þau voru hólpin. Langa stund sat hún i vatni upp að mjöðmum og jafnaði sig. Hún hélt höfði Nicks þétt upp að sér og milli andsog- anna fullvissaði hún hann um að allt væri i lagi. Hann hafði drukkið mikið vatn og kúgaðist öðru hvoru þegar hún hjálpaði honum á þurrt land. Barbara pirði augun og reyndi að átta sig á umhverfinu. I fjarska voru hæðir, löng röð af trjám, en það sem hindraði þau fyrst var þéttur sefgróður. „Nick, getur þú staðið upp núna? Aðeins andartak. Reyndu að gera það, elskan." Ánægjustraumur kom Nick á fætur. Hann gretti sig af sársauka. studdi sig við hana meðan hún braust i gegnum sefið og komst á þurran blett, sem stóð upp úr vatninu. Hún tók betur utan um mitti hans, þrengdi sér í gegnum glufu i sefinu og gekk eftir mjóum ójofnum stig sem lá um sefið. Þegar hár sefveggurinn var að baki hjálpaði hún Nick að setjast niður áður en hún sjálf féll á þurra jörðina. Hún kraup við hlið hans, vafði saman gras og flatti út til þess að nota fyrir kodda og fékk hann til þess að leggjast niður. Hann var farinn að skjálfa. Næturhiminninn var nú heiður og tunglið lýsti á andlit þeirra. Þau störðu hvort á annað eins og þau gætu ekki trú að þvi að þau hefðu komist yfir vatnið. Nick hélt áfram aðskjálfa þar til hann hafði enga stjórn á skjálftanum. Hræðsla Barböru jókst þegar tennur hans fóru aðglamra. „Nick, elskan mín," — hún tók utan um hann — „hvað er að?" Hún hélt fast utan um hann en hún gat ekki stöðvað skjálftann i likatna hans. „Ó, nei!" stundi hann vonleysislega, fingur hans gripu um handlegg hennar eins og tengur. „Ekki núna. Ekki hér.” Hann virtist of þreyttur til þess að opna augun, en hann heyrði spurningu hennar og fann umhyggjuna i bliðlegri snertingu fingra hennar. „Malaría,” muldraði hann. „Ég fæ hana alltaf við og við. Ekki illkynjaða — en ...” Hann skalf enn meira og barðist við að ná andanum. Síðan hélt hann áfram: „Töflurnar! Ég er alltaf með töflurnar meðmér. Þæreru í pokanum mínum." „Ó, Nick!” Miður sin af örvæntingu og löngun til að hjálpa honum huldi hún líkama hans varlega með sínum og gætti þess að leggja ekki neinn þunga á særðu öxlina. Hún hélt honum þétt, með varir sinar viðeyra hans. Þau áttu ekkert eftir núna nema gegn- blaul fötin. Meira að segja skammbyss- an hafði sokkið á botn Lokatuluvatns. Allt sitt lif hafði Barbara treyst á aðra. En siðan hún yfirgaf Njongwe hafði hún eingöngu treyst á þennan mann, sem nú lá hjálparvana i örmum hennar. Meðan líkamshiti hennar yljaði honum leit hún óttaslegin í kringum sig á staðnum þar sem þau voru nú lent. Einhvers staðar í sefinu kallaði sund- fugl. Lengra í burtu heyrðist hljóð i ein- hverju dýri, hljóðið barst vel í kyrrð næt- urinnar. Fyrir ofan þau virtust stjörn- urnar brenna köldum loga. Tunglið hékk eins og stór lampi og lýsti þau upp. Barbara setti ákveðin fram hökuna. Hún myndi bjóða öllu birginn, jafnvel þessari villtu auðn sem hún hafði alltaf óttast og hatað. 1 fyrsta sinn varð hún að berjast fyrir einhverju sem hún vildi fyrirallamunieiga. 1 fangi hennar skalf Nick. Andar- dráttur hans var stuttur og hraður. Hún tók fastar utan um hann. „Nick, elskan mín,” lofaði hún, „ég skal sjá um þig, sama hvað gerist. Það skal enginn taka þig frá mér. Ekki núna. Aldrei nokkurn tima. Heyrir þú það?” Nick heyrði það. Og hann skildi það. Og hann righélt sér i hana. Þau lágu þétt saman i kuldalegu tunglskininu inni í sefgróðrinum. Bar- bara hafði meiri áhyggjur af líðan Nicks en sinni eigin. Timinn leið kveljandi hægt i kuldanum og ákafur skjálfti Nicks var farinn að minnka. En áhyggj- ur Barböru, sem hélt fast utan um hann, jukust þegar hann fór að tala í óráði. Hann byrjaði að muldra stuttar, sam- hengislausar setningar, sem i fyrstu voru henni algerlega óskiljanlegar. Hún losaði um hálsklútinn hans og notaði hann til þess að þerra svitann af andliti hans. Varlega þurrkaði hún honum um augun og ennið og reyndi að greina það sem hann sagði. Hún talaði sefandi við hann en fékk ekkert svar. Hann þekkti hana ekki. Augu hans voru dauf vegna axlarmeiðsl- anna og malaríunnar. Sjálfa verkjaði hana í alla útlimi og hún varð sífellt stirðari í bakinu eftir þvi sem hún barðist lengur við að halda sér uppi. Sjúk af þreytu barðist hún við svefnhöfgann sem hvatti hana til þess að teygja úr sér í grasinu og slappa af. Hvíl- ast. Gleyma ... En hún herti sig upp og lét ekki undan. Þá heyrðist eitt orð skera sig úr óráðs- hjali Nicks. „Biafra.” Rödd hans varð óskýrari eftir þvi sem hann endurtók þaðoftar. „Nick?” Hún lagði varir sínar þétt upp að eyra hans. „Segðu mér, hvað gerðist i Biafra.” Hann hristi höfuðið eins og hann berðist við að ná andanum og flýja. „Biafra?” minnti Barbara hann á. Svitinn rann niður háls hans. Barbara þerraði hann og Nick greip þétt um úln- lið hennar. Hún beit sig i vörina til þess að hljóða ekki. Hún fann hvernig hver taug var spennt i likama hans, eins og hann væri að reyna aðstöðva hugsanir sínar. „Börnin ...” sagði hann. „öll þessi litlu börn ... saklaus. öll saklaus.” Barbara reyndi að sefa hann þegar hann fékk nýtt skjálftakast. 44 Vikan 32. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.