Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 63
Heimilisföng Komdu sæll og blessaður kæri Póstur. Mig langar til að vita hvort Pósturinn vill birta heimilis- fangið hjá Leif Garrett, John Travolta og Abba því ég missti af heimUisfanginu hjá John Travolta þegar það var birt. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. „ „ Grasa-Gudda. Það munar ekki um það, ætl- arðu að skrifa þeim öllum? Heimilisfang Leifs Garrett er: Leif Garrett, c/o Scotti Bros. Entertainment, 9229 Sunset Blvd, Los Angeles, Califomia 90069 USA. Síðan er það John Travolta, c/o Michele Cohen, 943 Westbourne Drive, Apt. 6, Los Angeles, California 90069, USA. Abba veit Pósturinn því miður frekar lítið um, en það ætti að vera nægjanlegt að skrifa þeim og hafa Svíþjóð að heimilisfangi. Það erfrekar ólík- legt að einhver póstmaður í Sví- þjóð hafi komist hjá því að fræð- ast um heimilisfang þeirra þar í landi. Hrifin af strák, sem ég sé stundum Kœri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér Hann gerir allt, sem hún segir honum Kæri Póstur og kæra Helga (vonandi ertu södd)! Þetta er í fyrsta skipti, sem ég skrifa þér. Ég er í voðalegum vandræðum varðandi stelpu, sem er með stráknum, sem ég hef verið hrifin af í dálítinn tíma. Gallinn er bara sá að honum fmnst ég vera of ung (að ég held). Og nú er hann með stelpu, sem ég bara alls ekki þoli og finnst hann bara alltof góður handa henni. Strákurinn er orðinn 17 ára og þar af leiðandi kominn með bílpróf. 1 hvert skipti, sem þau eru úti að rúnta flautar hún á mig eða biður hann að gera það. Svo er hún allt- af að bjóða mér á rúntinn. Stundum býðst hún til að keyra mig heim, þegar kannski aðeins 100 metrar eru eftir heim til mín. Hvað get ég gert, hún er að gera mig vitlausa, lætur mig aldrei í friði með stöðugri stríðni? Ekki segja að ég þurfi bara að vingast við hana eða eitthvað svoleiðis, þvíþað get ég ekki. Hvernig get ég náð í hann aftur frá henni (ég var með honum í smátíma í vetur)? 1 guðanna bænum gefðu mér gott svar, en ekki láta Helgu fá bréfið. P.S. Þú undrast kannski af hverju égsegi alltaf hún, en það er hún sem alltaf spyr og það er ekki fyrir hann. Hann bara gerir allt sem hún segir honum að gera. N.N. Það hefur víst oft verið sagt að konuri séu konum verstar og svo virðist einnig í þinu tilviki. Láttu framkomu stelpunnar ekki hafa hin minnstu áhrif á þig og satt að segja máttu telja þig heppna að hún skuli sitja uppi með þennan náunga. Ef hann er svona viljalaus og laus við að hafa eitthvað til mál- anna að leggja sjálfur getur varla verið mikil eftirsjá í honum. Hann er örugglega ekkert alltof góður fyrir hana, miklu fremur hæfir þarna kjaftur skel og þú ættir að láta framkomu þeirra sem vind um eyru þjóta. Reyndu alls ekkert til að ná í hann aftur frá henni, þú gætir bara átt það á hættu að sitja uppi með kauða. Heimurinn er fullur af strákum, stuttum, löngum, feitum og mjóum. Þú ert svo ung að í því efni hefurðu tímann fyrir þér og gættu þess að velja betur i næsta sinn. áður en ætla að reyna. Eg er hrifin af strák sem ég sé stund- um en þori aldrei að tala við hann (Hann á ekki heima á sama stað og ég). Stelpurnar í mínum bekk vita að ég er hrifin af honum og eru alltaf að stríða mér. Hvað á ég að gera? Bœ, bæ, Ljóska. P.S. Mér finnst Vikan algjört æði. Ljóska. Láttu stríðni stelpnanna sem vind um eyrun þjóta, því á þessum aldri fylgir að hafa gaman af að kvelja aðra í eigin ástarsorg. Sértu ennþá hrifin af þessum sama skaltu reyna með öllum mögulegum ráðum að kynnast honum, vera sem mest á þeim stöðum, sem hann er vanur að vera á, og fleira í þá áttina. Annars er ekkert síður spenn- andi að hugsa um hann og fram- kvæma ekkert, því fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Hann horfir svo oft á mig Hæ, hæ, kæri Póstur, ég þakka alltgamalt oggott í Vikunni. Ég hef aldrei skrifað þér áður enda aldrei þurft þess. En nú erégkomin ísmávandasem ég vona að þú getir leyst. Þannig er nú sá vandi að ég er hrifin af strák sem er einu ári eldri en ég. Ég veit ekki hvort að hann er hrifnn af mér en ég held það, því alltaf í skól- anum horfr hann svo oft á mig. Á böllum þá þori ég ekki að bjóða honum upp því þá fara stelpurnar að tala um það í skólanum að ég hafi verið með honum. Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Sessa P. Það er þvi miður svo langur vinnsiutími hér á Vikunni, að þegar þetta birtist hefur þú lík- lega gleymt um hvern þú skrif- aðir í þetta sinnið. Að minnsta kosti er það nokkuð öruggt að strákurinn er hættur að horfa, annaðhvort farinn að horfa á aðra eða hann hefur látið til skarar skríða og reynt að kynnast þér nánar. Annars finnst Póstinum einkennilegt á jjessum síðustu og bestu jafn- réttistímum, hvað kvenfólkinu virðist finnast það sjálfsagt að bíða eftir því að karlmaðurinn hafist eitthvað að. Ef þú hefur áhuga, drífðu þá í því að gera eitthvað sjálf! 32. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.