Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 2

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 2
wubmj Sannkallaðu 33. tbl. 41. árg. 16. ágúst 1979. Vetrargráum starfsmönnum um tækifœri tii að spreyta sig Verð kr. 850. VIÐTÖLOG GREINAR: 6 Burnin og viö: Aö tala um tilfinn- ingar. 8 Jónas Kristjánsson skrifar frá Grikklandi: 1. grein, Hugurinn leit- ar æ til Tyrkjahafnar. 12 Flóttamannaferill Nonna, hug- myndafræðings og punklistamanns. 16 Veröld sem var — grein um Yanomai'io-indíána I S-Ameríku. 42 ÆvarR. Kvaran — Undarlegatvik: Miskunnsami Samverjinn. 46 Holl ráð við svefnleysi. 48 Vikan á neytendamarkaði: Allt um gluggatjöld. SÖGUR: 20 Leyndardómar gamla klaustursins — 3. hluti eftir Rhonu Uren. 37 Málaliðar - Williams. ■ 7. hluti eftir Malcolm VMISLEGT: Sannkallaður sæludagur — úr starfsmannaferðalagi Dagblaðsins og Vikunnar. Vikan Plaza. kynnir: Tiskuverslunin 44 Blái fuglinn. 52 Eldhús Vikunnar og Klúbbur matreiðslumeistara: Karrýkrækling- ur í smjördeigi. FORSÍÐAN: Pað er sýningarstúlkan Sigrún Svein- björnsdóttir sem prýðir forsíðu Vikunn- ar að þessu sinni. Ljósm. J. Smart. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Helgi Pitursson. Blaðamenn: Borghildur Anna Jóns- dóttir. Eirlkur Jónsson. Hrafnhildur Sveinsdóttir. Jóhanna Þráinsdóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsinga- stjóri: Ingvar Svéinsson. Ritstjórn I Siðumúla 12, auglýsingar, afgreiðsla og dreiftng i Þverholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð í lausasölu 850 kr. Áskriftarverð kr. 3000 pr. mánuð, kr. 9000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 18.000 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjald- dagar: Nóvember, febrúar, mai og ágúst. Áskrift I Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Um málefni neylenda er fjallað I samráði við Neytendasamtökin. Z Vikan 33. tbl. Vikunnar og Dagblaðsins var á dögunum boðið í skemmtiferð í tilefni síðbúins sumars og að sjálfsögðu var mökum og af- kvæmum ekki gert að sitja heima. Hvorki meira né minna en rúmlega eitt hundrað og fímmtíu ferðalangar lögðu upp frá Þverholti þennan laugar- dagsmorgun og þrjá langferða- bíla þurfti til að flytja þennan fjölda. Skipulag ferðarinnar var allt með miklum ágætum, eitthvað fyrir alla aldurshópa. Fullorðn- um var í byrjun ferðar boðið að skoða járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Á meðan þeir eldri röltu þar um ganga með hjálma á höfði, héldu þeir yngri af stað í ævintýraferð, sem end- aði í mýrarflákum og girðinga- klifri. A hádegi var áð í Olveri í Borgarfírði, þar sem snæddur var miðdegisverður undir öruggri stjórn matmannanna Þráins Þorleifssonar og Jóhann- esar Reykdal. Slegið var upp stóru borði og eldaðar pylsur. Einnig var hægt að fá öl og kald- ar samlokur eins og hver vildi og margir innbyrtu i sælunni meira en þeir höfðu gott af. Síðan var farið í ýmsa leiki, hlaupið í skarðið, reiptog, fót- bolta og fleira. Þeir eldri gáfu þeim yngri ekkert eftir og var mál manna að fáir hefðu slegið Benedikt framkvæmdastjóra við í skarðshlaupinu. Að máltið lokinni var þeim yngstu gefínn fjöldinn allur af blöðrum og miskunnarlaust kjarrið kom þá út tárunum á mörgu smáfólkinu. Ferðinni lauk með kvöldverð- arboði á Hótel Valhöil á Þing- völlum og varla þarf að taka það fram að silungur var þar aðal- réttur. í lok ferðar söfnuðust þeir yngri í þéttan hnapp við hlið bll- stjóranna og var þá mikið talað og sungið fullum hálsi. Til Reykjavíkur var komið seint um kvöld og ekki var laust við að margir ættu bágt með að sætta sig við að sæludeginum væri lokið að sinni. Ánægðir foreldr- ar óku á miðnætti á brott frá Þverholtinu með svefndrukkin börnin í aftursætinu. baj/HS. á hestbaki. Hór sjáum við Þórhall Halldórsson aðstoða son sinn, Þröst, sem örugg- lega á eftir að verða mikill fyrirmyndar- knapi í fram- tiðinni. ÍIIE/T UÍDFÓLK Jámblendiverksmiðjan á Grundarl tanga skoðuð. Þœr Sigrún Guðjóns- dóttir, Jóna Jónsdóttir og Heiða Guðjónsdóttir útkeyrsludömur urðu að sjálfsögðu að hlýta öryggisregl- um verksmiðjunnar og bera hjálma þann tíma sem staldrað var við. Það er ekkert minna skemmtilegt að tapa 1 reiptogi. Maður dettur svo skemmtilega þegar bandið rennur úr greipunum. Vinsælasti staðurinn á heimleiðinni var fremst í rútunni við hlið bilstjór- ans. Þar sátu þau yngstu og sungu fullum hálsi alla leiðina. Olís-húfurn- ar sem þau eru með á höfðinu urðu nokkurs konar einkennismerki ferð- arinnar, en afgreiðslumaðurinn i Hvitárvallaskála útbýtti þeim við mikinn fögnuð meðal barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.