Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 20
Ég hristi höfuðið. „Nei. Mamma leit- aði en fann engar myndir. Frænka mín og móðir eru báðar mjög pennalatar og það er sennilega ástæðan. En ég hlakka óskaplega mikið til að sjá það.” „Ég er viss um að þér mun finnast mikið til þess koma og landslagsins þar í kring. Ég man að ég var þar einu sinni í garðveislu fyrir mörgum árum síðan.” „Garðveislu? Ég verð að viðurkenna undrun mína. Ég hafði ekki ímyndað mér að slíkur gleðskapur ríkti í klaustr- inu. Ég hef alltaf ímyndað mér staðinn sem drungalegan, dimman og líkastan kirkju.” Við héldum áfram að ræða saman og þrátt fyrir að mér hefði mislíkað hún í fyrstu hafði ég mikla gleði af samvistun- um við hana. Það var sennilega stærsta ástæðan til þess að lestin virtist ná til Plymouth-stöðvarinnar fyrr en ég hafði ætlað. Þegar við komumst enn einu sinni af stað tók hún upp vel útbúna matarkörfu og við tókum vel til matar- ins sem var mjög bragðgóður kjötbúð- ingur, ostur og ávextir. Að máltíðinni lokinni sagði frú Browne að hún myndi ekki þreyta mig með meiri samræðum svo að við þögðum og hún fékk sér blund. Það sem eftir var ferðarinnar þótti mér ganga hægt, ég hafði ekkert annað mér til skemmtunar en að horfa á út- sýnið sem að mestu voru akrar. Ég varð þess vegna fegin þegar við nálguðumst London og ég byrjaði að sjá hús og verk- smiðjur. Paddingtonstöðin var sá hávaðasam- asti staður sem ég hafði nokkurntíma séð og mannfjöldinn var yfirþyrmandi. Burðarmenn hlupu um með ferðakistur og hjólagrindur, blaðsöludrengir hróp- uðu upp fyrirsagnir blaðanna og troðn- ingurinn var geysilegur. Ég vissi að ef ég hefði verið ein myndi ég aldrei hafa ratað rétta leið. En frú Browne náði í vagn sem átti að fara með okkur á stöð- ina þaðan sem lestin til Dover myndi fara. Þar kvaddi hún mig og minnti mig á að fara út úr lestinni á Cunningham- stöðinni. Síðan hvarf hún mér sjónum. Ég náði ákvörðunarstað mínum fyrr en ég hafði ætlað. Lestin stansaði og einhver hrópaði: „Cunninghamstöð!” Ég opnaði klefadyrnar með áköfum hjartslætti og gekk þreytulega út úr lestinni. Enginn annar haföi stigið af lestinni og eitt augnablik langaði mig aftur inn í það öryggi sem lestin hafði upp á að bjóða. En þá kom í átt til mín ákaflega skrautbúinn kúskur með der- húfu og gylltar snúrur. Hann lyfti húfunni um leið og hann nálgaðist mig. „Frk. Fayne til Cunningham Abbey?” Ég jánkaði því og með kæruleysislegri handahreyfingu bauð hann skrautbún- um þjóni að taka farangur minn. Ég gekk síðan á eftir þeim að vagninum sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.