Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 21
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 3. hluti Levndardómar oamla klaustursins Þýð: Steinunn Helgadóttír Eg hafði ímyndað mér að þegar ég kæmi til klaustursins myndi Viola frænka taka ástúðlega á móti mér, James frændi standa við hliðina á henni og tveir frændur mínir bíða f nágrenninu, spenntir að hitta hina óþekktu frænku sína. En allt fer öðruvísi en maður hefur hugsað sér! var dreginn af fallegum gráum hestum. Mér þótti mikið til mín koma þar sem við ókum áleiðis til hallarinnar því margir lyftu húfunum og höttunum þeg- ar viðókum framhjá. Við komum fljótlega að geysistóru hliði með skjaldarmerki fléttuðu inn í rimlana. Kona með svuntu og kappa kom hlaupandi frá litla húsinu við hliðina, opnaði hliðið og hneigði sig um leið og við ókum i gegn. Innkeyrslan lá um kastaníutrjágöng. Vegurinn var breiður og meira en tveir kílómetrar að lengd. Eins langt og augað eygði, til beggja hliða, var stór skógur, þar sem dádýr sáust af og til. Víða glitti í litla reykháfa á milli trjánna og þegar við komum enn nær sá ég Cunningham- klaustrið. Ég beygði mig lengra fram og greip andann á lofti þegar ég sá stærð hússins og glæsileika. Kúskurinn ók upp að aðaldyrunum sem voru fyrir miðri framhliðinni og stöðvaði hestana. Ég hafði imyndað mér að þegar ég kæmi til klaustursins myndi Viola frænka taka ástúðlega á móti mér, James frændi standa við hliðina á henni og tveir frændur minir bíða i nágrenn- inu, spenntir að hitta hina óþekktu frænku sína. En allt fer öðruvísi en mað- ur hefur hugsað sér! Þegar útidyrnar opnuðust birtist ráðsmaður einn svo fyrir- mannlegur að við lá að ég hneigði mig fyrir honum. Hann bauð mér inn í gang- inn, spurði hvernig ferðin hefði gengið og sagði mér, að hann myndi senda frú Hodges, ráðskonuna, til mín. Ég fékk nú tíma til að líta í kringum mig og skoða þetta glæsilega umhverfi mitt. Gólfið var viðarlagt og gljábónað. Dýrmæt teppi í djúprauðum litum lágu um gólfin og sömu litir voru i vegg- fóðrinu og gluggatjöldunum. Stórar eik- arkistur og stólar voru skreytt með skjaldarmerki fjölskyldunnar. Mynda- styttur stóðu á marmarastöllum sinum og á veggjunum héngu stór olíumálverk. Ég ætlaði einmitt að fara að skoða þau betur þegar ráðskonan birtist. Hún var snyrtileg miðaldra kona, dökkhærð, með háriðgreitt frá enninu. Einhverra hluta vegna minnti hún mig á tímaglas, fyllt með svörtum sandi, og það eina líflega í fari hennar voru dökk vökul augun, sem horfðu rannsakandi á mig án þess að neitt færi fram hjá þeim. Á þvi augna- bliki fannst mér sem hún vissi allt um mig og mitt líf, að hún vissi allt um skammarleg smáatriði Faraós Hall. Mér þótti æði lítið til mín koma sem var kjánalegt af mér þar sem þjónustufólki var ekki borgað fyrir að hugsa. „Góða kvöldið fröken, lafðin er því miður veik en lávarðurinn hefur undir- búið komu þína. Hann lagði til að þú þyrftir að þvo þér og hressa. Þú getur einnig snætt inni í herbergi þínu áður en þú hittir þá í stofunni,” sagði hún vingjarnlega. Ég varð fyrir vonbrigðum með að hitta ekki Violu frænku en sagði aðeins. „Þakka þér fyrir, frú Hodges. Það hentar mér prýðilega.” Ekkert hentaði mér i raun betur en að þvo andlit mitt, taka af mér hattinn og jafnvel hvíla mig smástund eftir ferðalag dagsins. „Ef þú vildir fylgja mér eftir fröken.” Hún gekk á undan upp breiðan fagur- lega útskorinn stigann, stór lyklakippa hékk frá mitti hennar. Þegar við komum upp fyrstu tröppurnar komum við að stórum sal þar sem mjög hátt var til lofts. Innst inni í salnum var svið. Frú Hodges, sem tók eftir að ég starði undrandi á þetta allt saman, sagði: „Þetta var bænahúsið, fröken. Nú er það notað til að halda hljómleika og dansleiki.” Hún benti að dyrum sem voru á veggnum til vinstri. „Þarna er gengið inn i eldhúsið og borðstofuna.” Ég elti hana í gegnum salinn og upp aðrar tröppur, því næst beygðum við inn á gang, sem lá til hægri og gengum fram hjá fjölda dyra. Eftir að hafa beygt aftur til vinstri, stansaði hún, valdi lykil, og opnaði dymar. „Þetta er gestaflygillinn fröken og ég valdi þetta svefnherbergi fyrir þig því að mér fannst það henta ungri stúlku. Ef þér líkar það ekki þá mun ég finna annað.” Hún opnaði dyrnar upp á gátt og ég brosti af hrifningu. Herbergið var yndis- legt! Hengin sem voru fyrir rúminu og gardínurnar voru úr bleiku silki sem skiptist yfir i blátt og síðan aftur í bleikt þegar ég gekk um herbergið. Á hvítu og gylltu snyrtiborðinu voru krukkur og flöskur, skreyttar gimsteinum. Hand- klæðin og rúmteppið var útsaumað i bleiku og bláu. Ég fann hvernig fætur mínir sukku niður í mjúk fjólublá teppin um leið og ég sneri mér að frú Hodges. „Þakka þér fyrir að velja svona fallegt herbergi fyrir mig. Ég er mjög ánægð með það. En hverjir eru í herbergjunum við hliðina?” Ég stóð nú við hlið hennar í dyrunum. „Til hægri eru öll herbergin tóm, alla leið að kirkjuveggnum, þar sem nú er málverkasalur. Inn i hann er gengið frá neðstu hæðinni. Næsta herbergi til vinstri er ónotað en svo koma svefnher- bergi hr. Simons, stofa hans og svefn- herbergi hr. Mannings. Næstu tvö her- bergi eru svo hr. St. Johns. Hinum meg- in við stigann eru síðan herbergi Cunninghams lávarðar, næst þeim her- bergi lafðinnar og síðast kemur svo her- bergi hjúkrunarkonunnar, frk. Denning. Það liggur alveg við turnvegginn. „Hvar býr þjónustufólkið?” „Hinum megin við innkeyrsluna. Þó að okkur undanskildum, sem búum i kjallara þessa húss. Það eru hr. Slim, ráðsmaðurinn, herbergisþernurnar og nokkrar af eldhúsþernunum. Ég bý þar einnig.” „Þakka þér fyrir, frú Hodges. Þetta voru mjög nákvæmar upplýsingar. Ég efast þó um að ég geti munað þetta allt saman.” Hún brosti ánægjulega. „Rose mun verða þin sérstaka þjónustustúlka, fröken. Hún mun færa þér heitt vatn, og ef til vill létta máltíð? Ég hafði hugs- að mér brauð, eggjaköku og sherry- hlaup, en þú vilt kann^ heldur fá eitt- hvað matarmeira?” „Nei, þakka þér fyrir, þetta verður prýðilegt,” sagði ég. „Allt i lagi, fröken," sagði hún og hraðaði sér í burtu. Ég tók af mér hattinn og jakkann og leið strax betur. Síðan gekk ég að glugg- unum og lyfti gluggatjöldunum til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.