Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 28

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 28
Fimm mínútur með WILLY BREINHOLST Listin að afla atkvæða Eftir margra ára harða og vægðarlausa baráttu hafði öldungadeildarþingmanninum Humphrey Dilldock loks tekist að hljóta útnefningu Repúblikana- flokksins sem frambjóðandi til forsetakosninganna í því stóra landi, Ameríku. Þetta hafði verið hin mesta þrælavinna og ýmsar aðferðirnar sem notaðar voru hefðu ekki þolað dagsins ljós nema i mjög skamman tíma og voru vægast sagt ekki allt of fínpússaðar. Hvort einhvern tíma tækist að efna öll þau lof- orð sem gefin höfðu verið og eftir átti að gefa var ekki alveg á hreinu ... „well” ... málið sner- ist um atkvæði og atkvæði eru veidd með loforðum fyrir beitu. Þannig séð var það því auka- atriði hvort þau yrðu öll efnd. Nokkru fyrir kosningarnar ferðaðist Dilldock með sínum nánustu handbendum og aðal- ráðgjafa sem var öldungadeild- arþingmaðurinn Bubblegum, vítt og breitt um sveitir landsins, hélt kosningafundi og safnaði at- kvæðum. Hann kom m.a. við í stærstu indiánanýlendu Ameríku þar sem indíánar áttu sér griðland í skjóli stjórnvalda. Þar var indíánunum hóað saman í skrúðgöngu og meira og minna gegn vilja sínum og betri vitund voru þeir neyddir til að taka sér stöðu frammi fyrir fán- um skrýddum ræðustólnum sem við voru festir ekki færri en 12 hátalarar. Staðráðinn í að vinna hug, hjörtu og atkvæði allra þeirra rauðskinna sem þarna voru staddir steig öldunga- deildarþingmaðurinn og forseta- efnið í ræðustólinn á meðan líf- verðir hans mynduðu órjúfan- legan hring í kringum hann, ræðustólinn og hátalarana. Sjálfumglaður á svip leit hann yfir þær þúsundir indíána serr sátu á jörðinni fyrir framar hann í dæmigerðum indíána stellingum, tottandi pípur sína- biðandi þess sem verða vildi. — Rauðskinnar! Vinir mínii hóf Humphrey Dilldock ræð 28 Vikan33. tbl. sína hárri og hvellri röddu. — Ég er viss um að ykkur er öllum kunnugt um hvers vegna ég hef heimsótt ykkur einmitt í dag og einnig ætti ykkur að vera ljóst hvers vegna ég stend hér og tala til ykkar. Ég er hingað kominn af því að ég vil ykkur vel og vegna þess að ég er sannur vinur ykkar. — Wahu! umluðu nokkrir indiánar sem sátu í fremstu röð á mállýsku siouxindíána. — Ég ætla að segja ykkur það sem mér liggur á hjarta eins ljóst, skorinort og eins nákvæm- lega og mér er unnt. Kjósið repúblikana og flokkur minn og ég munum sjá til þess að ykkur verði veitt stærra landsvæði en þið búið nú á — það er ljóst að nýlenda ykkar hér er allt of lítil fyrir ykkur alla. Wahu! baulaði nú allur áhorf- endahópurinn sem einn maður. Við þetta kraftmikla baul færðist Dilldock allur í aukana, vætti kverkarnar og hélt svo áfram: — Kjósið Repúblikanaflokk- inn og ég skal sjá til þess að þið fáið öll vel launaða vinnu, ég skal útvega ykkur nóg af tóbaki á niðursettu verði sérstaklega ætlað friðarpípum og ég skal sjá til þess að þingið setji lög um að sérhverjum indíána verði heim- ilt að fletta höfuðleðrinu af einum hvítum manni árlega! — WAHU! WAHU! æptu nú allir indíánarnir með öllu því lofti sem bjó í sioux-lungum þeirra. Dilldock öldungadeildarþing- manni var nú orðið heitt í hamsi og úr því sem komið var var allt í lagi að lofa hverju sem var. — Ég skal útvega ykkur ný tjöld, nýjar fjaðrir, stríðsaxir og 30% afslátt af símastaurum sem þið getið notað í verndarsúlur og lambalæri í hvern pott hér á svæðinu annan hvern föstudag. - WAHU! WAHU! WAHU! æptu allir indíánarnir í eitt skiptið enn og sumir voru byrjaðir að dansa trylltan stríðs- dans allt í kring um ræðustólinn. Dilldock öldungadeildarþing- maður gerði nú stutt hlé á máli sínu, fékk sér vatnssopa og not- aði tækifærið til að hvísla einni spurningu út um hægra munn- vikið til Bubblegum, aðalráð- gjafa síns: — Ég hef indíánakjánana í hendi minni, ha, ha! Hverju get ég lofað þeim fleiru? — Eigin jarðnæði, flýtti Bubblegum sér að svara, — það er það besta sem hægt er að lofa þeim. Þeir falla flatir fyrir því! Dilldock öldungadeildarþing- maður tók stóran sopa úr vatns- glasi sinu og leit siðan hróðugur yfir hópinn sem hafði ekki hug- mynd um hvað var í vændum. — Rauðskinnar! Vinir mínir! Kjósið Repúblikanaflokkinn og ég skal sjá til þess að ykkur verði veitt eigið jarðnæði til að búa á, ég skal afhenda ykkur aftur það land sem frá ykkur hefur verið tekið, steppurnar, veiðilendurn- ar, fjöllin, ámar, tómataekmmar og eins mikið af stríðsmálningu og ykkur lystir — allt þetta og meira til, allt sem gerir líf rauð- skinna þess virði að þvi sé lifað. Kjósið Repúblikanaflokkinn og ég lofa ykkur, vinir mínir, að þið verðið ekki útundan — ég skal ekki gleyma ykkur! WAHU! WAHU! WAHU! hljómaði nú hærra en nokkru sinni fyrr, svo hátt að Dilldock, Bubblegum og öll hin handbendin hans urðu að taka fyrir eyrun til að bjarga hljóð- himnum sínum. Ræðu Dilldocks var lokið. Öldungadeildarþingmaðurinn, ráðgjafi hans, klappaði honum á öxlina er hann steig niður úr ræðupúltinu. — Bravó! vinur, þú stóðst þig eins og hetja! Þú sagðir það sem þurfti að segja, þú lést þá heyra það sem þeir vildu. Atkvæði indíánanna eru þín — það er öruggt. Til hamingju! Það voru ánægðir vinir sem gengu yfir að bílnum sem átti að flytja þá á næsta áfangastað. En í þann mund sem öldungadeild- arþingmaðurinn og forsetafram- bjóðandinn voru að stíga upp í bílinn, stökk litill hálfnakinn indíánastrákur fram fyrir þá, benti á þríhyrndan hundaskít sem einhver óforskammaður rakki hafði skilið eftir við bíl- dyrnar, og sagði: — Stóri, hvíti höfðingi, gættu þín á þessu þarna. Pass- aðu þig á að stíga ekki ofan í hunda-wahuið sem er þarna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.