Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 40

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 40
MAI.AI.IÐAI? „Heima hjá mér auðvitað. Hann er einn af fjölskyldunni.” „Auðvitað,” sagði Barbara þunglega. Síðan spurði hún: „Madge, er þess nokkur kostur að ég fái að gista hjá þér? Allavega í nótt?” Madge gaf sér góðan tíma til þess að svara. „Mundir þú ekki frekar vilja fara beint á hótelið til mannsins þíns?” Þegar Madge sá sársaukann i augum Barböru sá hún eftir að hafa spurt þess- ararspurningar. „Auðvitað getur þú gist hjá okkur, Barbara.” Hún teygði sig fram og þrýsti hönd hennar. „Hafðu engar áhyggjur núna. Þú ert óhult. Eftir góðan nætur- svefn mun heimurinn líta allt öðruvísi út, þú átt eftir að sjá það.” „Ja — á,” svaraði Barbara, en hún vissi að versti hluti ferðarinnar var ennþá eftir. Hún gæti ekki horfst í augu við eiginmann sinn, að minnsta kosti ekki án Nicks við hlið sér. Næsta dag vaknaði Barbara við suðið í viftunni i loftinu. 1 fyrstu hélt hún að hún væri enn i húsinu sinu i Njongwe. En hún sá fljótlega að hún var í rúmi Madge Goddard. Madge hafði eftirlátið henni svefnherbergi sitt kvöldið áður og Barbara hafði verið of þreytt til þess að mótmæla. Hún leit á armbandsúrið sitt. Hún sá hve framorðið var og var þvi á leiðinni fram úr þegar Madge bankaði á dyrnar. Hún kom inn og setti morgunverðar- bakka á náttborðið. Hún brosti breitt. Madge bandaði frá sér öllum afsökun- um Barböru fyrir að hafa sofið yfir sig og fyrir að hafa rænt gestgjafa sinn hennar eigin herbergi. „Fáðu þér morgunverð, Barbara,” sagði eldri konan, blíðlega en ákveðið. „Þú litur út eins og önnur stúlka í morg- un.” „Það er næstum komið síðdegi,” sagði Barbara syfjulega. „Svaf ég í alvöru svona lengi?” Madge leit á hana ísmeygilega. „Okkar á milli sagt, góða min, þá lét læknirinn þig fá svolítið sem tryggði góðan svefn.” „Nick!” Hjarta Barböru tók kipp. „Hvernig llður honum?” „Læknirinn er nýfarinn héðan og hann segir að Nick nái sér fullkomlega. Hann er mjög veikburða, stirður og sár. En ég þekki manninn. Seigur eins og nashyrningur.” Hún brosti. „Og alveg eins þrjóskur.” Barbara drakk ávaxtasafann í flýti og saup á teinu. Hún varð óróleg þegar hún minntist þess að Nick bjó hérna og að hann og Madge ... „Mér þætti vænt um að fá að hitta hann,” vogaði hún sér að segja. „Það er að segja ef það kemur sér ekki illa.” Madge tók vindlinga og kveikjara upp úr vasa sínum. Hún kveikti í tveim vindlingum og rétti Barböru annan. „Þú getur hitt Nick, Barbara, um leið og hann er orðinn sómasamlegur í útliti. Ég fæ Jimmy Nadolig til þess að raka hann. Ég er viss um að Nick vill ekki að þú sjáir hann með tveggja daga skegg.” Barbara lauk við teið sitt. Einkenni- legt, hún hafði séð hann eins ótótlegan og hann gat orðið og svo öfugt. Ekki alls fyrir löngu hefði henni verið illa við það. Hún brosti ánægjulega. Hún leit upp og sá að Madge horfði á hana ákveðin. „Ég skal koma beint að efninu,” sagði Madge hægt. „Nick talaði mikið um þig í gærkvöldi áður en hann fór að sofa. Þið þurftuð að þola mikið saman. Þú hefur staðið í ströngu. En ég öfunda Þig.” „öfundar?” Ringluð horfði Barbara á Madge opna skúffur og taka upp föt. Yfir öxl sér sagði hún hreinskilnis- lega: „Þið voruð bæði nálægt því að deyja. Samt voruð þið alltaf í seilingar- fjarlægð hvort frá öðru. Það er sérstakt. Þess vegna öfunda ég þig núna.” Hún sneri sér nú að Barböru með hendur á mjöðmum. Hár hennar var upplitað af sólskini og það sást vel hve húð hennar var brún í samanburði við hvitan kjólinn. Fætur hennar voru brúnir og vel skapaðir. Fullþroskuð og heillandi kona, hugsaði Barbara og sá nú hvers vegna Nick hélt svo mikið upp á hana. Með öðrum raddblæ hélt Madge áfram: „Ég skil að hvaða eiginmaður sem væri myndi beita öllum ráðum til þess að koma þér á öruggan stað, Bar- bara. En þú ert heppin að það var Nick Dexter sem var falið starfið.” Hjarta Barböru sló hraðar. Hafði Madge getið sér til um það sem hún hafði sjálf verið að hugsa um, hugsaði hún. Tími reikningsskilanna var kom- inn. Hún skalf. Madge kramdi vindlinginn í ösku- bakkanum og bandaði hendinni í átt að fataúrvalinu sem hún hafði lagt á stól- bakið. „Það ætti að vera eitthvað sem passar þarna. Komdu niður þegar þú ert tilbú- in. Ég verð að fara og leysa Jimmy af. Hún afsakaði sig og fór aftur niður í vínstofuna þar sem glymskrattinn var I fullum gangi. 11 InterRent ÆTLIÐ ÞÉR I FERÐALAG ERLENDIS? VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR, HVAR SEM ER í HEIMINUM! BÍLALEIGA AKUREYRAR Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91—86915. Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715. Maðurinn minn heldur að rauða spjaldið leysi allan vanda. Barbara stóð upp og skoðaði fötin. Hún valdi sér kjól með hnýttu belti. Þegar hún hafði farið í steypibað og klætt sig stansaði hún augnablik fyrir utan svefnherbergi Nicks. Hún heyrði djúpa rödd Jimmy Nadoligs en ekki rödd Nicks. Hún stóðst freistinguna að banka og fór niður. Án Nicks fannst henni hún vera villt. Madge kinkaði kolli til hennar þegar hún gekk inn í vínstofuna. „Nick hlakkar til að hitta þig,” sagði hún hljóðlega. Á sama andartaki dró Jimmy dyra- tjöldin til hliðar og gaf henni merki. „Hr. Dexter er orðinn mannlegur aftur,” sagði hann kurteislega. „Hann segir að þér sé óhætt að fara beint upp.” Hún leit á hann og hjartað barðist i brjósti hennar. „Þakka þér fyrir, Jimmy!” hvíslaði hún. Á leiðinni upp fann hún til dapur- leika. Það voru svo margir trúir Nick. Henni fannst hún vera boðflenna sem træði sér upp á vini Nicks og misnotaði sér góðvild þeirra. Hún fann að Madge hafði viljað að hún kæmi inn í vínstof- una til þess að hún sæi heim hennar — heim Nicks. Hún hægði andardráttinn áður en hún barði á dyr Nicks. Það varð stundarþögn áður en hún heyrði rödd Nicks. „Farðu!” sagði hann. „Nema þú sért falleg. Gáfuð. Skemmtileg.” Hún kíkti varlega inn og var undrandi á að sjá hann sitja i tágastól við glugg- ann. Hann var í bláum buxum og svört- um sandölum. Hann var nakinn fyrir ofan mitti og hvítur fatlinn stakk í stúf við brúna húðina og dökku bringuhárin. „Jæja,” sagði hann hvetjandi og glotti. Hún gekk feimnislega fram. „Ég er ekki viss um að ég falli nokkurs staðar inn í þessa lýsingu, Nick.” „Þú nægir.” Hann brosti og benti henni að setjast i eina auða stólinn inni i herberginu. Hann hafði verið dreginn út að glugganum að hlið hans. Þó hann væri enn fölur og kinnfiska- soginn var hann nú líkari sjálfum sér. „Einn særður hermaður,” sagði hún. „Og einn miskunnsamur engill,” sagði hann. Þau hlógu, en hún fann að hann var einnig taugaóstyrkur. Samræðurnar voru slitróttar, hvorugt þeirra minntist á nýafstaðna reynslu þeirra. Síðan herti Nick sig upp og spurði: „Þú ferð þá að hitta manninn þinn núna, Barbara?” Hún horfði á hendur sinar og fitlaði óstyrk við beltið á kjólnum. „Ég vildi tala við þig um það, Nick.” „Haltu áfram.” Hún kyngdi munnvatni. „Viltu koma með mér, Nick? Gerðu það!” Hann horfði fast og lengi í augu 40 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.