Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 41
hennar. „Það var með í samningnum að ég ætti að skila þér persónulega til við- skiptavinar míns.” Hún hrökk við. „En,” hélt hann áfram í mildari tón, „ég hætti að hugsa um þig sem við- skiptavin nokkur hundruð kílómetrum fyrir handan.” Hann benti út um glugg- ann. Kinnar hennar urðu rjóðar af ánægju. En hún treysti sér ekki til að tala. Hann stóð upp. „Auðvitað kem ég með þér, ástin mín.” „En, Nick! Ég átti ekki við núna.” Hann dró hana að sér með heilbrigða handleggnum og kyssti hana á kinnina. „Hjálpaðu mér nú að komast í skyrt- una.” Hann hafði aðeins kysst hana laust, en jafnvel brennimerking hefði ekki skilið eftir eins óafmáanlegt merki á and- liti hennar. Hún tók hreina, hvíta skyrtu upp af rúminu. Hún hjálpaði honum að komast úr fatlanum og i hann aftur þegar hann var kominn í skyrtuna. „Nick,” byrjaði hún, „við getum beðið...” „Nei!” svaraði hann hvasst. „Við getum ekki beðið. Ég þarf að segja örfá orð við — vinnuveitanda minn!” Hann gretti sig við síðustu orðin. „Þar að auki,” hann var ógnandi núna, „þá hætti ég ekki á að missa af honum.” Hún hnyklaði brýrnar, náöi í bláa jakkann hans og lagði hann yfir axlir hans., „Hvað er að?” spurði hann þegar hún starði á hann. Hún var að hugsa um að hvaða kona sem væri gæti verið stolt af að láta sjá sig i fylgd með honum. „Ekkert,” svaraði hún. „Getur þú beðið eftir mér? Aðeins nokkrar mínút- ur?” Hún flýtti sér aftur inn í herbergi Madge og reif sig úr kjólnum. Síðan flýtti hún sér í fallega silkikjólinn, sem Lilli Selkirk hafði komið undan fyrir hana, og skoðaði sig í spegli Madges. Kjóllinn féll þétt að líkama hennar, ermalaus og baklaus. Hún gerði það sem hún gat fyrir hárið á sér, tók upp gift- mgarhringinn, sem maður hennar hafði látið Nick fá sem sannindamerki, og fór aftur til Nicks. Núna loksins fannst henni hún hæfa honum. Nick stóð í miðju herbergi sínu og gaf frá sér lágt en langt aðdáunarblístur. „Frú Farson! Þér eruð stórkostlegar. Eiginmaður yðar má vera stoltur af yður.” „Þetta er ekki gert til þess að gleðja manninn minn,” sagði hún hnyttilega. Hann kyssti hana aftur og hún tók utan um hann. „Nick, kannski ég ætti að fara til hótelsins ein míns liðs ...” Nick hristi höfuðið. „Þú losnar ekki svo auðveldlega við mig.” Þau leiddust niður. -limmy ók þeim til Hótel Afrique og beið fyrir utan meðan þau gengu upp þrepin og inn i anddyrið. Við afgreiðslu- borðið fengu þau þær upplýsingar að Nigel Farson væri enn skráður þar. Þau myndu líklega finna hann i vínstofunni. Barbara herti sig upp áður en hún gekk inn í vínstofuna. Þar var hljóðlátt, öðruvísi en þar sem loftræstikerfið var. Það voru fáir í salnum og Nigel Farson sat í fjarlægasta horninu og reykti smá- vindil. Hann var ekki einn. Nick tók í olnboga Barböru og þau gengu hljóðlaust yfir teppið. Nick þurfti ekki að spyrja hver hún væri þessi heillandi dökkhærða stúlka sem sat þétt upp að Nigel Farson. Hún var auösjáanlega frilla hans. Þau litu bæði skyndilega upp, Nigel Farson fölnaði af undrun, en síðan af hræðslu. Það mátti heyra áreynsluna i rödd hans þegar hann tók til máls. „Barbie?” Hann stóð hægt upp, augu hans beindust óstyrk að Nick og stað- næmdust andartak á fatlanum en beind- ust síðan að konu hans. Kuldinn í rödd Barböru, þegar hún tók til máls, var í samræmi við hörkuna í augum hennar. „Halló, Nigel!” Hún leit á konuna. Jill Sanderson stóð upp. Framhald í næsta blaði. 33. tbl. Vlkan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.