Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 45
Skemmtileg- ar sögur af Victor Borge Hinn heimsfrægi danski skemmtikraftur, Victor Borge, er af mörgum álitinn einn af skemmtilegustu mönnum heims og margar eru þær sögurnar sem af honum eru sagðar... Á skemmtun sem Victor Borge hélt var hann sífellt truflaður af drukknum manni. Loks brast Borge þolinmæðin, hann gekk fram á senuna, horfði beint á manninn og sagði: „Vitið þér hvers ég óska mér núna?” „Nei,” sagði maðurinn. „Ég óska þess svo sannarlega, að þér væruð stór stytta i skemmtigarði og að ég væri fugl,” sagði Borge. — Ég fæddist fyrir 70 árum síðan og sá eftir því um leið. — Ég er sérfræðingur i óperum, því ég hef sofið mig í gegnum all- ar þær stærstu. — Ég hefi aldrei spilað valsinn Dóná svo blá í Vín. Þar getur fólkið jú séð að Dóná er alls ekki blá heldur skærgræn. — Þegar ég var á aldur við Mozart var ég ekkert. Þegar Mozart var á mínum aldri, var hann dauður. Blöm f þakrennum Þú getur keypt plastþakrennu- bút í þeirri stærð sem þú óskar. Boraðu nokkrar holur með 10 sm millibilii þakrennuna til þess að vatn safnist ekki fyrir í henni og hengdu á vegg úti eða inni. Látið gamla hluti blómstra Við getum látið okkur nægja að planta blómum í venjulega blómapotta. En það er líka hægt að nota hugmyndaflugið og finna ýmsar aðrar leiðir við að gróðursetja blóm, hvort sem er úti eða inni. Þú getur t.d. notað gamla tréskó, tómar dósir, jafn- i vel bút úr þakrennu, verkfæra- kassa, glös, skálar o.fl. Friskaðu hlutina upp með málningu, fylltu þá með blómum og þeir verða til yndis og ánægju bæði úti og inni. Dálítil málning er nóg Málaðu gamla kassann. Hér höfum við notað gamlan verk- færakassa. Smásteinar eru lagðir í botninn á kassanum áður en moldin er látin í. Blóm utan og innan Þessi postulínskoppur nýtur sín vel sem blómapottur. Falleg karfa full af blómum Liklegt er að einhvers staðar í geymslunni eigir þú körfu geymda. Finndu hana og mál- aðu, fóðraðu með þykku plasti og plantaðu litríkum blómum í. FuH fata af blómum Það er líka hægt að planta blóm- um í venjulegar fötur, stórar eða litlar. Munið bara að setja smá- steina eða möl í botninn. Gömlu tréskómir Fleygðu ekki gömlu tréskónum. Málaðu þá frekar með fallegum lákklit og plantaðu fallegum blómum í þá. Hengdu þá síðan upp, þeir sóma sér vel bæði úti og inni. Emileraðir eldhúshlutir Gamlar, illa farnar mjólkur- fötur, katla, krúsir o.fl. má nota. Þú getur líka keypt ýmsa emiler- aða hluti í búðum. Óneitanlega fara blómin vel í þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.