Vikan


Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 62
POSTllRm Blindfullur og káfandi f bfói Háttvirti Póstur! Ég ætla að byrja á því að þakka Vikunni allt gamalt og gott, en þó sérstaklega Póstin- um og Gissuri í von um að Helga sé södd. Vandamálið er að ég er svo hrifin af strák sem ég þekki eiginlega ekki neitt nema ég sat hjá honum í bíó einu sinni og þá var hann blindfullur og alltaf káfandi á mér. Ég losaði mig alltaf frá honum og vildi ekki tala við hann, en nú sé ég svo eftir því og er alltaf að hugsa um hann hvar sem er. Ég hef einu sinni séð hann edrú og það var kvöldið eftir að þetta skeði í bíóinu og þá bara glápti hann á mig. Hvernig get ég kynnst honum? Ég er frekar feimin svo ég get ekki gengið og farið að tala við hann. Ég veit hvað hann heitir. Um aldur ætla ég ekki að spyrja þig því ég veit hvað ég er gömul. Elsku Póstur, gefðu mér nú gott ráð. Bless, bless Éeiminn Hrutur. Ekki er það nú glæsilegt ef maðurinn hefur þann sið að mæta í bíó blindfullur og káfa á ókunnugum kvenmönnum, sem hafa ekkert til sakar unnið annað en lenda í næstu sætum. Það er vandséð hvað þú hefðir annað átt að gera en reyna að losna við frekari ágang, ekki gastu bara brosað og káfað á móti, eða hvað? Hafir þú áhuga á honum ennþá, þegar þetta birtist gætir þú hert upp hugann og reynt að yrða á drenginn. Þið eruð nú ekki alveg ókunnug eftir bíóferðina! Við fórum ekki, en núna ... Elsku, besti Póstur! Við erum hér tvœr sem erum að skrifa í fyrsta sinn og vonum því að Helga sé södd. Jæja, þá er að segja þér Helgi Pétursson ritstjóri Vikunnar Kristín Halldórsdóttir í ársleyfi Helgi Pétursson, blaðamaður á Dagblaðinu, hefur verið ráð- inn ritstjóri Vikunnar um árs- skeið. Kristín Halldórsdóttir rit- stjóri Vikunnar hefur fengið árs leyfi frá störfum. Helgi er þrítugur að aldri og hefur verið blaðamaður við Dagblaðið frá upphafi þess. Hann er kvæntur Birnu Páls- dóttur og eiga þau tvö börn. Kristfn Halldórsdóttir. Helgi Pétursson. vandamálið. Við vorum niðri I bæ á 17. júní, eins og margir aðrir, og þar hittum við tvo stráka sem við þekkjum ekki neitt og vorum með þeim um kvöldið. Þegar þeir skiluðu okkur heim spurðu þeir hvort þeir mœttu sækja okkur næsta laug- ardag og við sögðum já. Við fórum ekki og létum þá ekki vita. Finnst þér að við hefðum átt að fara? Finnst þér að við ætt- um að hafa samband við þá núna? Að lokum langar okkur að þakka birtinguna. Éœ’ Tvær í vafa. Hvernig í ósköpunum á einn aumur Póstur að vita, hvort þið áttuð að fara eða ekki? Það hlýtur að byggjast mest á skoðun ykkar sjálfra á þessum tveimúr strákum. Ef þið hins vegar sjáið eftir að hafa ekki mætt á staðinn og langar til að kynnast þeim betur er eina leiðin að hafa samband við þá sjálfar. Eða hvað finnst ykkur? Halli, Laddi og Björgvin Kæri póstur! Ég ætla að spyrja þig nokk- Foreldrar okkar eyða þvf í brennivín og vitleysu Heill og sæll Póstur! Við treystum því að þú svarir þessu bréfi því að við erum að farast úr áhyggjum. Þannig er mál með vexti að við erum báðar að vinna úti og allt kaupið fer til foreldra okkar, sem eyða því I brennivín og aðra vitleysu, þó að þau vinni bæði úti. Þau ætlast meira að segja til þess að við hættum í skóla og byrjum að vinna fyrir þeim. Við fáum aldrei að fara út til að skemmta okkur og við eigum heldur enga peninga. Þau segjast leggja þessa peninga inn á bók en auðvitað er það algjör vitleysa. En eitt bætir þetta, við erum báðar með strákum og þeir eiga nóga peninga til að borga fyrir okkur líka. En það allra versta er að við erum báðar ófrískar eftir þá og þorum hvorki að segja foreldrum okkar né strákunum það. Við erum komnar einn mánuð eða svo á leið. Eg vona því að þetta birtist snemma. Hvað eigum við að gera??? Þó ótrúlegt sé þá er þetta satt og þú verður blátt áfram að trúa okkur. Við erum jafngamlar. Tvær I vandræðum. P.S. Hentu Helgu ruslakörfu í ruslið en ekki bréfinu okkar. Mikið á Pósturinn bágt með að trúa því, sem þið segið um for- eldra ykkar. Eruð þið nú alveg vissar um að hafa hugleitt málið af sanngirni og raunsæi? Vitið þið í raun og veru hvort þau leggja peningana inn í bók eða ekki? Svo verðið þið að minnast þess að eitthvað kostar fæði, húsnæði og annað á heimili, sem þið virðist gera ráð fyrir að fá alveg endurgjalds- laust. Ef allt sem þið segið um foreldra ykkar er dagsatt, er hætt við að þeir þurfi á hjálp að halda engu síður en þið sjálf- ar. Á ykkar aldri hættir unglingum tií að mikla alla hluti og oft eru dómar þeirra um foreldrana ekki alveg á rökum reistir. Ef til vill eru foreldrar ykkar aðeins að reyna að koma í veg fyrir að þið eyðið öllu í vitleysu og vilja kannski heldur hafa hönd í bagga með ráðstöfun mánaðarkaupsins. Séuð þið orðn- ar sextán ára, sem Pósturinn efast stórlega um, getið þið flutt að heiman og ráðið þessum hlutum að mestu leyti sjálfar, en varla er það ykkur til mikils ávinnings. Svo er það þetta með strákana og barnsvon ykkar beggja! Það væri óskandi að þið hefðuð rangt fyrir ykkur og þar væri aðeins um taugaveiklun vegna seinkunar tíða að ræða. Hafið þið annars aldrei heyrt talað um GETNAÐARVARNIR? 62 Vtkan 33- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.