Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 2

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 2
35. tbl. 41. árg. 30. ágúst 1979. Verð kr. 850. GREINAROG VIÐTOL: 6 Kynlíf og getnaðarvarnir — grcin Guðfinnu Eydal um hornin og okkur. 8 „Þrýsting tek cg ekki nærri mér,” segir Kjartan Jðhannsson sjávar- útvegsráðherra i viötali við Vik- una. 12 I skuggahvcrfí hafnarborgarinnar — Jðnas Kristjánsson á ferð í Grikklandi. 20 „Astin spyr ekki að aldri,” scgir Björg Guðmundsdðttir.Nýr greina- flokkur undir heitinu Gluggað í gömul hlðð. 22 Samtöl út I bláinn — rætt við fclaga í FR. 28 Hávaðarok og 30 stiga hiti — scndibréffrá Isleudingum í Norður- Karðlinu. 36 Nágranninn á neðri hæðinni selur húsgögn — rætt við Oskar Ifallgrimsson kaupmann i Dúnu. SOGIIR: 2 Islcnsk sinásaga: Riddari götunnar eftir Kormák. 14 Leyndardðmar gamla klaustursins — framhaldssagan eftir Rhonu Uren, 5. hluti. 24 Mig dreymdi um Jeannie — smásaga cftir Elizabeth Pet- 35 Wilh Breinholts: Það sem allar ungar konur ættu að vita. 44 Hvers vegna morð? Ný framhalds- saga eftii Margaret Yorke, I. hluti. 50 Ævar R. Kvaran: llann sér fram í tímann... YMISLEGT: 4 Vikan kynnir: Kjðlar fyrir haust- brúði. 31 Rabhað við söngkonuna Ellen Kristjánsdðttir og i opnu hlaðsins er stðrt veggspjald af henni. 38 Poppkorn 40 Vikan og Neytendasamtökin: Að endurnýja horðstofuhorð og fjðra stóla. 52 Eldhús Vikunnar og Klúbbur matreiðslumeistara: Eggjakaka a’la provcncalc. VIKAN. Úigefandi: Hilmir hf. Rilstjóri: Helgi Pélursson. Blaðamenn: Borghildur Anna Jóns dóttir. Eirikur Jónsson. Hrafnhildur Sveinsdóttir. Jóhanna Þráinsdóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsinga stjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i Siðumúla 12, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Þvcrholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu 850 kr. Áskriftarverð kr. 3000 pr. mánuð, kr. 9000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega. cða kr. 18.000 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjald dagar: Nóvember, fcbrúar, mai og ágúst. Áskrift i Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Um málcfni neytcnda cr fjallað i samráði við Neytendasamtökin. Já, það er ég, maðurinn á stóra ameríska bílnum, og ég geröi þaö og myndi gera þaö aftur ef ég þyrfti. Þeir voru að hlæja að mér, helvítin. Fyrir rúmu ári fékk ég bílinn. Eiginlega ætlaði ég nú að reyna að fá mér íbúð, það er svo óskaplega þreytandi að vera alltaf að flytja. Stundum er maður heppinn og getur verið mörg ár á sama stað, fyrir litla leigu, en yfirleitt hrekst maður stað úr stað og borgar okurleigu. Sér- staklega er þetta orðið slœmt núna. Ég veit satt að segja ekki hvernig þetta endar, en það skiptir mig nú kannski ekki svo miklu lengur, með frítt fæði og húsnæði það sem eftir er œvinnar. Kellingin varð vitlaus og ætlar ekki að tala við mig aftur og strák- urinn er að hugsa um að flytja til Svíþjóðar. Það er að segja ef ég get slegið út fyrir fargjaldinu. Það ættu að vera einhver ráð með það. Hann er svo sniðugur alltaf strákurinn. Hann segir að það sé sko ekkert að gera hér á þessu guðs- volaða landi lengur, ömur- legt kaup, ferlegt veður, eða var það kannski öfugt, ég veit það ekki, minnið er farið að gefa sig. Það var hann sem sagði mér að það vœri miklu sniðugra að kaupa góðan amerískan bíl. „Hvað er þetta maður, þú hefur aldrei átt almennilegan bíl, og núna loksins þegar þú álpast til að taka þetta líf- eyrissjóðslán, þá ætlarðu að fara að spandera því í einhverja asnalega íbúð, í kjallara líka, ég held þú sért vitlaus maður. Það ber enginn virðingu fyrir manni sem býr í kjallara, 1 en það bera sko allir virð- ingu fyrir manni sem á svona kagga. ” Ég varð að játa að þetta var glœsilegur bíU, 8 sílítra og hvað eina, það er líklega með spar- neytnari bifreiðum, að eyða bara 8 lítrum í sífellu, líklegast annaðhvort á 100 karlmaður. Hann lítur varla á veginn, keyrir hratt og örugglega og kemur varla við stýrið, og samt leikur hann sér að því að taka kröppustu beygjur á 100, rétt með því að hreyfa litla putta. „Páverstýri sko," segir hann eins og svona flott tæki. Var hálf hræddur alltaf, ég var rétt að komast upp á lag með að stýra með litla putta þegar þeir fóru að hlæja að mér, helvítin. „Pabbi, þú rígheldur í stýrið, maður, hvað heldurðu eiginlega að þetta sé, maður, þríhjól RIDDA GOT eða 1000 kílómetra fresti. Ekki amalegt í orkukrepp- unni, og svo eru þeir að segja að amerískir bílar eyði miklu. Eins og bensínið er líka orðið dýrt, ekki veit ég hvernig ég hefðifarið að á eyðslufrekari bíl. En nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Verst að bíllinn skyldi skemmast líka. Strákurinn hefði getað notað hann. En það er sjálfsagt nóg af góðum bílum í Svíþjóð. Hann kann sko að um- gangast þessa höfðingja. Það er alveg stórkostlegt að sjá hvað hann verður valdsmannlegur þegar hann er sestur undir stýri. Sonur minn! Það er sko ekkert sé sjálfsagðara. „Gæjarnir verða grœnir þegar þeir sjá mann á þessu tæki maður. ” Það er ekkert sem jafnast á við gott samband við börnin. Maður verður að skilja það mál sem þau tala, a.m.k. sonur manns. Stelpan hefur alltaf verið hálfgerð rola, með þessu Ananda-Baháí fólki, eða hvað það heitir. Vill helst ekki keyra bíl og er að druslast um á gamla reiðhjólinu mínu. Að mað- ur hafi nokkurn tíma látið sjá sig á þessari druslu. Ekki skil ég það. En samt held ég nú að ég hefði bara átt að láta strákinn hafa bílinn alveg, ég er orðinn of gamall til að keyra svona á 20, þá er bara hleg- ið að þér. ” Það var alveg rétt hjá honum. Aldrei var hlegið að mér á gamla bíln- um, þó ég færi hœgt. Það var í mesta lagi fautað á mann, en það var líka gert þegar ég var á hjólinu, hel- vítis hjólið, ekkert skil ég nú í stelpunni að hanga á þessari druslu. En hún er nú líka bara kvenmaður, og þær eru svo veikgeðja. Hún ætlar að verða alveg eins og kellingin. Hvað hún gat þusað þegar ég hœtti við að kaupa þessa kjallaraholu. Eins og það væri nú eftirsóknarvert. En hún þusaði og þrasaði um öryggi og að við værum nú búin að vera gift í 22 ár og hefðum futt 18 sinnum á þeim tíma. Mér er svo sem sama, hún er sko ekkert of góð til að pakka niður af og til. „Kona, ” sagði ég, „það ber enginn virðingu fyrir manni sem býr í kjallara, en maður sem ekur á öðr- um eins bíl og þessum, hann þarf sko ekki að biðja neinn afsökunar á sér. ” Þá fór hún að vola, en maður verður nú að sýna hver er húsbóndinn á heimilinu aj og til. Sýna kellingunni hvar Pétur keypti ölið. Fyndið að þessi sem keypti ölið skuli einmitt heita sama nafni og ég. Já, hann er svo vel að sér í fornbókmenntunum hann Davíð, sem vinnur með mér. Hann var nú reglu- lega alminlegur að koma að heimsækja mig í gær. Eg hélt ekki að hann hefði neinn áhuga á svona ómenntuðum manni eins og mér. Hann er nú vanur að segja það, strákurinn minn, að þeir séu ekkert nema falsið þessir mennta- menn, svo það er nú best að segja honum sem minnst af því að Davíð haf komið. Honum hefur alltaf verið í nöp við hann Davíð, það er áreiðanlega af því hann er svona falsk- ur. En þegar strákurinn fer til Svíþjóðar, þá er nú samt skárra að fá falskan menntamann í heimsókn heldur en engan. Og svo hefur strákurinn nú ekki svo mikinn tíma til að heimsœkja mann, þegar hann þarf að arransera svona miklu fyrir Svíþjóð- arferðina. „Maður þarf að redda svo miklu, pabbi minn, víxlum og alls konar brasi, skilurðu.” Eg er nú ekki of góður að reyna að hjálpa drengnum, sem allt- af hefur reynst mér svo vel. Bara að kellingin fari nú ekki að heimta eitt- hvað. Hún er líka vön að segja að það sé nú réttlátt að stelpan fái eitthvað líka. Hvað ætti hún svo sem að þurfa? Hún getur nú bara gift sig, og þá hefur hún fyrirvinnu. Allar almin- legar stúlkur eru giftar á hennar aldri. En hún geng- ur nú kannski ekki út, svona undarlega klædd eins og hún er. Aðsjá hana þegar hún kom til min í dag, í þessum dulum. Hvers vegna ætli hún haf nú verið að koma til mín? Ætli hún ætli nú að fara að hafa peningana út úr mér sem ég ætla að styrkja strákinn með til utanferð- arinnar. Það kæmi mér ekki á óvart, þetta unga fólk er alltaf síbetlandi. Eitthvað annað en strákur- inn, „það er allt á hreinu hjá mér pabbi, ” segir hann alltaf, „alveg klín og ekk- ert nema að skrifa undir, engin munnleg samkomu- lög. ” Já, hann kann sko að koma fyrir sig orðinu strákurinn. Æi, já, það verður kannski ekki gaman að hanga hér það sem eftir er ævinnar. Maður er nú búinn að þrauka hér árið, og mér er nú sagt að það komi til frádráttar. En hvað gagnar það þegar maður á að sitja inni ævi- langt? En ég myndi gera það aftur efþeir færu að hlæja að mér aftur, helvíts svínin, ég er feginn að hjóladruslurnar þeirra fóru líka. Þetta voru nú reyndar mótorhjól, og maður hefði nú ekki trúað svona á menn, sem hafa þó vit á því að vera á svoleiðis hjólum, fyrst þeir geta ekki verið á bíl eins og alminleg- ir menn. Og ég sem var einmitt að ná valdi á þessu töfratæki. Ef ég hefði haft svo sem mánuð í viðbót, þá hefðu þeir sko ekki þurft að hlæja að mér, helvítin. Og það var nú ekkert slor að sjá hvernig ég klessti þá upp við vegginn í annað sinn. Þá var sko leiknin farin að segja til sín. Strákurinn hefði orðið stoltur af föður sínum. Synd að hann skyldi ekki hafa verið með mér þarna. Og svo fékk ég ekki einu sinni að segja alminlega frá þessu í réttarsalnum. Og það er nú ekki hægt að tefja strákinn með óþarfa kjaftæði, þessi skipti sem hann kemst til mín. Mað- ur hefur nú alltaf alvarlegri málum að sinna þá. En ég held svei mér þá að mér hafi aldrei tekist eins vel upp og þegar ég klessti þá upp við vegginn í annað sinn. Bakkaði lipurlega af gangstéttinni, og beið andartaksstund, svona til að auka spennuna, held ég að hann myndi segja, eða kannski myndi hann orða það miklu betur, á fagmáli. Og svo, á engum tíma upp í, já ég gleymdi nú alveg að líta á hraðamœlinn, en hann er alveg eldsnöggur upp hundraðið, þessi bíll. Og svo, alveg undurfjótt, og bara með litla putta, gat ég sveigt einmitt beint á þann, sem var með lífs- marki. Og bakkaði svo í snatri frá, og aftur á, en þá tókst ekki eins vel til og brettið fór alveg. En ég er viss um að það hefðu ekki margir leikið það eftir. Já, þeir ættu að lœra af þessu að það borgar sig ekki að hlœja að mér, helvítin. Kormákur 35. tbl. Víkan 3 2 Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.