Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 10
— Stundum mtlaði ág að verfla bóndi, vegavinnuverkatjflri, eðlisfræðingur .. . ... eða róðherral að tala um offjárfestingu innan greinarinn- ar og ofnýtingu fiskistofnanna. Hættan á því að sjávarútvegurinn fari út í þær ógöngur er mikil þar sem uppbygging hans býður bókstaflega upp á það. I þeim efnum, sem reyndar ýmsum öðrum, fara hags- munir einstaklinganna og heildarinnar ekki saman. Hver einstaklingur vill hafa sem stærst skip og sækja sem fastast, það þjónar honum best, en þar sem auðlindin er tak- mörkuð hlýtur hann fyrr en síðar að fara að taka frá öðrum. Öheft sókn í fiskistofn- ana leiðir til hruns, ekki bara á fiskistofnun- um heldur einnig þeirra sem við sjávarút- veg starfa og þar með þjóðarbúsins í heild. — Hvers vegna ég byrja að taka þátt í stjórnmálum? Ég hef alltaf haft mikinn stjórnmálalegan áhuga, talið stjórnmál mikilsvirt svið og þegar annað fólk treystir manni til að standa í þessu má segja að það sé skylda manns að gera það. Stjórnmálin varða okkur öll, afkomu okkar og sjálf- stæði, og ég er þeirrar skoðunar að mikilla aðgerða sé þörf hér í þjóðfélagi okkar til að komið verði á réttlátari og skynsamlegri skipan mála og ég hef verið reiðubúinn til að leggja mitt af mörkum í þeim efnum. — Hin raunverulega þátttaka hófst svo árið 1970 og þá þannig að hringt var í mig og ég spurður hvort setja mætti nafn mitt á lista í prófkjöri vegna bæjarstjórnarkosn- inganna í Hafnarfirði. Ég var ekki flokks- bundinn fyrr en 1970 en það er óhætt að segja að ég hafi aðhyllst stefnumið jafnaðar- manna miklu lengur. Éyrir tveimur árum eða svo hefði ég nú tæpast ætlað að ég ætti eftir að gegna þeim störfum sem ég geri í dag, en þau eru náttúrlega mjög áhugaverð fyrir þá sem áhuga hafa á stjórnmálum en viðbrigðin eru gífurlega mikil. — Mér finnst að þetta hafi komið svona meira eða minna af sjálfu sér. Ég var orðinn varaformaður Alþýðuflokksins eiginlega áður en ég vissi af, og eins er með ráðherraembættið — það kom fyrr en maður átti von á og mér finnst ég ekki hafa staðið í neinu sérstöku hagsmunastreði fyrir sjálfan mig til að komast hingað þar sem ég nú sit, þó ég sé metnaðarfullur þ.e.a.s. legg metnað minn í það sem ég fæst við, en það er allt annað að vera metorða- gjarn.___________________________________ - Er þetta þá bara röó titviljana? — Það vil ég nú ekki segja, en röð at- burða er það. Á vissum aldri leika börn sér að ýmsum hugmyndum um hvað þau vilji helst vera. Bílstjórar, flugmenn, flugfreyj- ur, ráðherrar — draumarnir eru margir. Stundum ætlaði ég að verða bóndi, vega- verkstjóri, læknir, eðlisfræðingur og e.t.v. einhvern tíma ráðherra. - Nú varst þú enginn sérfrædingur í sjávarútvegsmálum er þú tókst vid starfi rádherra - hefóir þú frekar kosió aó veita einhverju öóru ráðu- neyti forstöóu? — Það er satt, ég er enginn sérfræðingur í sjávarútvegsmálum þó ég væri reyndar um tíma formaður útgerðarráðs Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. En á hitt verður einnig að líta að það er á margan máta hollt að koma í þetta starf utan frá án þess að vera fastur i einhverjum hagsmunasam- tökum í sjávarútvegi. — Hvort ég hefði haft áhuga á að veita öðru ráðuneyti forstöðu? Það hefði vel komið til greina. Ég hef t.d. haft mikinn áhuga á heilbrigðis- og iðnaðarmálum og hef starfað á því sviði en efnahagsmálin í heild sinni hafa þó löngum tekið stóran hluta af huga mínum. t efnahagsmálunum er það spurning um hvernig okkur tekst til við að hafa stjórn á málunum og ég verð að segja að mér finnst það ekki hafa tekist neitt „glimrandi” hvorki hjá fyrri ríkis- stjórnum né þessari sem nú situr og ég er hluti af. XO Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.