Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 12
Jónas Kristjánsson skrifar frá Grikklandi: 3. grein Sextán réttir í skuggahverfi hafnarborgannnar Súpan í endataflinu Oll umferð stöðvuð „Þetta var ágætt," sagði ég við þjón- inn, þegar hann tók tóman diskinn. „Nei. því miður var það ekki ágætt," sagði hann með mæðusvip. Þetta samtal er dæmigert fyrir hina alvörugefnu og mjög svo lofsungnu krá TAVERNA VASSILENAS í Pireus, hafnarborg Aþenu. Það var ekki tekið út með sældinni að finna krána í skuggalegri götu nálægt brautarstöðinni. Samt hafði ég beitt hinni sjálfsögðu varúðarráðstöfun að láta hótelpúrtnerinn skrifa á blað með griskum bókstöfum nafn krárinnar og heimilisfang. Þegar inn i Pireus kom, byrjaði leigu- bílstjórinn að æpa á nærstadda kollega út um gluggann og spyrja þá til vegar. Einn þeirra gaf honum merki um að fylgja sér eftir. Eftir spölkorn stönsuðu bílarnir. Leiðsögubilstjórinn fór út og gekkaðokkarbíl. Þarna upphófu þeir kollegar mjög æsi- legt og langvinnt samtal með tilheyrandi bendingum og pati. Virtist'mér það vera i hinum fræga dúr: Þriðja gata til hægri, fjórða til vinstri, önnur til hægri og síðan fyrsta til vinstri. Gallinn var sá, að þetta samtal fór fram á miðri götu og stöðvaði alla umferð, þar á meðal nokkra strætisvagna, fulla af fólki. Þótt undarlegt megi virðast, flaut- aði enginn. Samtalinu lauk um síðir með mikilli hugljómun. Báðir bílstjórarnir fögnuðu niðurstöðunni ákaft. Siðar komst ég að raun um. að heimilisfangið á blaðinu var vitlaust. Þar stóð Erolikú 72, en átti að vera Etolikú 72. En nú komumst við skjóttá leiðarenda. Omekkert að velja Eins og vera ber höfðum við pantað borð i síma 4612—457. Þetta var um tíuleytið. en staðurinn er aðeins opinn eftir sjö á kvöldin og lokaður á sunnu- dögum. Veitingamaðurinn Jiorgos (Georgl Vassilenas stóð i útidyrunum og tók á móti okkur. Hann fylgdi okkur gegnum kuldalega veitingastofu og upp stiga á þakið fyrir ofan. Jiorgos erfði húsið fyrir nokkrum árum af föður sínum, sem gerði garðinn frægan. Þarna uppi var fremur kuldalegt, þótt gróður þekti veggi og handrið. Á borðum voru bláköflóttir dúkar með glæru plasti yfir, festu með teygjubandi eins og svo víða tíðkast í Grikklandi. Einfaldir plaststólar voru við borðin. Það eina, sem þú getur valið um á Vassilenas er milli hvitvins og rauðvins. Hvort sem þér líkar betur eða verr, færðu allt, sem húsið hefur matarkyns á boðstólum, 16—18 rétti alls, að visu alla í smáum skömmtum. Þarna settumst við að mikilli og langri veislu, sem telja má eins konar þver- skurð af grískri matargerðarlist. Sumir útlendingar byrja einmitt Grikklands- dvöl sína á Vassilenas til að smakka sýnishorn, svo a A þeir geti siðan i ferð- inni pantað það,. ,t þeim likaði við. Við glöddumst þó innilega yfir því, að hin heimsfræga MÚSSAKA Grikkja skyldi ekki vera þarna á boðstólum. Við höfðum nefnilega fengið hana 14 sinnum á 10 daga ferðum okkur um Grikkland, þegar hér var komið sögu. Og hún hafði verið léleg á öllum ferða- mannastöðunum. 3.100 krónur á mann Vassilenas er ekki síður frægur fyrir sanngjarnt verð. Með kaffi, hálfri flösku af góðu hvítvíni (Demestika) og heilli af góðu rauðvíni (Santa Laura 1975) kost- aði veislan ekki nema 6.200 krónur fyrir tvo. Og menn borða ekki meira þann daginn. Veislan hóst með olífum, kryddlegn- um að hætti hússins. Síðan kom TARAMOSALATA, þorskhrogn i sítrónusafa og olífuolíu. Þau voru mjög góð, mun betri en þau, sem við höfðum kynnst á veitingastofum túrista. Þessi hrogn eru yfirleitt vond, nema á alvöru- stöðum, sem Grikkir sækja sjálfir. Næst á dagskrá var grískt salat eða sveitasalat, sem er hrásalat með græn- meti árstíðarinnar. Svo kom röðin að mjúkum og mildum gráðaosti, ein- hverjum besta gráðaosti. sem ég hef fengið. Síðan birtust mjóslegnar ansjósur í olífuoliu, of mikilli, að minu mati. Þá komu hin frægu ÐOLMAÐES, hakkað kjöt og grænmeti vafið í vínviðarblöð og soðið þannig. Okkur hafði annars staðar líkað þessi réttur illa, en hér var hann frambærilegur. Um þetta leyti fara vist flestir að finna til fylli, nema þeir hafi svelt sig i tvo daga á undan. En hér voru engin grið gefin. Á borðinu birtist pressuð sulta úr kjöti, gulrótum og einhverju fleiru, sem mig brestur þekkingu á að skilgreina. Sulta þessi var ágæt. Næst á dagskrá var góður og spenn- andi réttur, rækjur, gulrætur og gúrkur í sósu, sem bar keim af karrí. Rækjurnar voru einkar góðar eins og annars staðar, þar sem við höfðum fengið slíkar i Grikklandi. 1 kjölfarið fylgdu tíu litlir djúpsteiktir fiskar, sem á að snæða með beinum, haus og sporði. Þessir voru fullstórir, svo að ég fann dálítið fyrir beinunum. Þeir voru bornir sjóðheitir á borð með sítrónu og voru mjög bragðgóðir, minntu á góðan silung. Nú vorum við hjón farin að hægja verulega á borðhaldinu, enda farið að síga á seinni hlutann. Til skjalanna komu fjórar litlar pylsur, nokkuð saltar. Því næst kom röðin að hápunkti máltíð- arinnar, lostæti miklu, stórum, djúp- steiktum rækjum, GARIÐES. Eftirmálinn hófst síðan með fjórum sívalningum úr flögudeigi eða þunnu pædeigi, sem Grikkir kalla FILLA. Sívalningarnir höfðu að geyma kjöthakk. Svo kom röðin að nokkuð óvenjulegu innskoti: Borin var fram heit fisksúpa með sagógrjónum og tómatsósukeim. Grikkir telja nefnilega, að súpa sé upplögð til að jafna til í maganum eftir mikla og fjöl- breytta máltið. Súpa þessi var sérkenni- leg, en bragðgóð. Næst kom ágætur kjúklingur, fyrst steiktur og siðan soðinn. I kjölfar hans kom svo endapunkturinn, ferskar apri- kósur og kirsuber. Vorum við þá búin að puða við máltíðina í rúmar tvær klukkustundir. Þjónustan á Vassilenas var mjög góð og fljót, en þjónarnir voru einkar alvöru- gefnir. Þeir virtust yfirleitt vera úr ætt- inni, næstum allir jafn digrir, þótt ungir væru. Þegar við höfðum lapið upp vin- dreggjarnar, bauðst þjónninn til að út- vega leigubil, sem hann gerði fljótt og vel. Heimferðin gekk slysalaust á 120 kílómetra hraða um auðar götur Aþenu. Þetta var óneitanlega sérstæð reynsla á löngum veitingahúsaferli mínum. Jónas Kristjánsson. Þetta veisluborð er ekki frá Vassi- lenas, en smáróttirnir eru hliðstæðir þeim, sem þar var að fá. Efst til vinstri eru Taramosalata og Ðol- maðes. Þar fyrir neðan er mariner- aður fiskur og djúpsteikur smokk- fiskur. Síðan er djúpsteikt græn- meti, Zucchini að nafni, og ostaþrí- hyrningar með „filla'-deigi, sem nefnt er i greininni. I næstu röð eru olífur, fylltir tómatar og jógúrt yst til hægri. Neðst er svo fyllt paprika, marineraður kolkrabbi og kj'i*f>ollur. 1 næstu viku: Yfirþjónninn makalausi á Jerofinikas 12 Vikan 35. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.