Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 14
Eftir mikl- ar bollaleggingar ákváöu þau loksins að velja kóngabláan flauellskjól með ein- földu hálsmáli og útsaumuðum rauðum rósum i mittinu. Hár mitt, sem nú hafði síkkað töluvert, var sett upp eins og frú Buller-Hunter vildi hafa það. Ég átti að sitja á litlum gylltum stól með opna bók í kjöltu mér. Tónlistarherbergið varð fyrir valinu, því að þar var birtan best. Fyrst sat frú Buller-Hunter með okkur en hún varð fljótlega leið á því og sólskinið lokk- aði hana út i garðinn. Þaðan gat hún litið inn við og við til að fylgjast með árangrinum og til að ekki væri hægt að halda því fram að hún vanrækti starf sitt. „Ég er mjög glaður yfir að hafa fengið tækifæri til að mála þig fröken Payne því að ég er að reyna að vinna mér nafn. Andlitsmyndir eru að vísu ekki mitt upp- áhaldsviðfangsefni, ég vil helst vera frjálsari í vali minu eins og þegar ég mál- aði þig við ströndina. Ég vil að eitthvað leynist i myndum minum,” sagði Vaug- han. „Hvers vegna fórstu frá Cornwall hr. Mowbray? Það ætti að vera óskastaður hvers málara?” „Satt er það og landslagið er einstak- lega fagurt. En íbúarnir eru ekki alltaf jafn aðlaðandi. Jafnvel lítilsigldur málari hefur sitt stolt og aðstæðurnar voru slík- ar að mig langaði til að hrista ryk staðar- ins af fótum mér." Ég Ieit niður og skammaðist min. Það voru kaldhæðnisleg örlög að við skyldum bæði flýja Cornwall til að komast hvort frá öðru og hittast aftur á þessum stað. Hann virtist vorkenna mér vegna skammar minnar því hann sagði blíðlega: „En flutningurinn varð mér til góðs. Lundúnir eru miðstöð listanna í dag og þar er fólkið sem getur gert lista- manninn þekktan. Sem listamaður hlýt ég að fyrirlita slíkt en sem maður vil ég verða frægur og rikur. Ég hef verið fá- tækur of lengi. Þegar ég á næga peninga mun ég aðeins mála það sem ég vel sjálf- ur. Þangað til..Hann yppti öxlum. Hann var seinvirkur málari, en ég hafði gaman af þeim tima sem ég sat fyrir hjá honum. Á morgnana var ég i kennslu hjá frú Buller-Hunter og stundum fórum við í stuttar gönguferðir um garðana. Á kvöldin komu oft gestir og þá var leikin tónlist og spilað á spil. Stundum ræddum við svo saman eða lásum bækur. Tíminn leið því ákaflega þægilega. Einu sinni eftir hádegi þegar ég kom inn í tónlistarherbergið til að sitja fyrir sá ég að Vaughan var kominn og fyrir framan hann var stafli af málverkum. Hann leit upp til að heilsa mér og úr augum hans skein mikil gleði og áhugi. „Cunningham lávarður hefur verið svo vinsamlegur að biðja mig að lagfæra þessi málverk, en sum þeirra eru illa farin," sagði hann. Þetta voru málverk af körlum og konum ásamt fjölskyldum þeirra. Ætt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.