Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 15
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 5. hluti leyndarilómar gamla klaustursins Þýö: Steinunn Helgadóttír Hann lagði kjólinn minn í fellingar eins og hann var í á málverkinu. Því næst lagði hann hendurnar á sinn hvorn vanga minn og setti höfuð mitt í réttu stellingarnar. Ef hann hefði snert mig þannig í Cornwall hefði ég fengið hjartslátt af ánægju og gleði og álitið, að hann hlyti að bera ein- hverjar tilfinningar til mín . . . feður James frænda, fyrrverandi eigend- ur að Cunninghamklaustrinu en nú að- eins málning á striga. Enginn mundi lengur eftir (teim sjálfum. Ég fann til dapurleika vegna þess að við skyldum f aðeins vera til i eitt lítið augnablik og síðan hverfa. Eitthvað sem virtist skipta miklu máli i augnablikinu myndi vera einskis virði eftir einhvern tima. Vaughan starði fullur áhuga og undrun- aráeinamyndina. „Hvernig ætli hún hafi farið svona illa?” spurði hann sjálfan sig upphátt. Eftir að hafa skoðað hana betur rétti hann mér myndina. „Sérðu þessa rifu í striganum? Það lítur næstum því út fyrir að þetta hafi verið gert viljandi. Hinar myndirnar eru orðnar daufleitar eða kannski hafa þær fengið rakabletti. En þessi er í fullkomnu lagi að undanskil- inni rifunni.” Ég leit yfir öxl hans á myndina og um leið rifjaðist eitthvað upp fyrir mér en hvarf strax aftur. „Mér finnst ég þekkja þetta fólk hr. Mowbray. Hver eru þau?” Maðurinn á myndinni var myndar- legur með dökkt, liðað hár og barta. Munnur hans var beinn, og einnig nefið. En það sem mest bar á voru augun sem voru Ijósblá með einkennilega smáum augasteinum. Þau liktust augum James frænda en annars líktust þeir alls ekki hvor öðrum. Kona mannsins sat við hlið hans og víð silkipilsin lágu í fellingum allt í kringum hana. Hár hennar var Ijóst og þykkt og hún bar stóra nælu i háls- málinu. Lítill drengur i sjóliðafötum hallaði sér að henni en rifan i striganum lá beint yfir andlit hans svo að það var ekki hægt að greina hvernig hann leit út. Vaughan sneri myndinni við og þar stóð: Charles, Jane og Ross. „Já, en þetta hljóta að vera Charles frændi og fjölskylda hans, þau sem drukknuðu. En ég hef séð þau einhvers staðar áður, það er ég viss um,” sagði ég spennt. Vaughan var áhugalítill. „Þú hefur áreiðanlega séð myndir af þeim áður.” Þótt ég rannsakaði hug minn gat ég ekki imyndað mér hvar ég hefði átt að sjá myndir af þeim. „Skilurðu, þau eru ekkert skyld mér. Viola frænka er systir mömmu og það eru einu tengsl min við þau,” sagði ég. Vaughan lagði málverkin til hliðar. „Ég má ekki eyða meiri tíma í þetta. þetta eyðir tíma þinum. Ef þú vildir vera svo væn að setjast aftur í sömu stelling- arnar svo að ég geti haldið áfram að mála þig. Ég virðist þó ekki ætla að geta málað þig jafnfallega og þú ert i raun og veru.” Hann lagði kjólinn minn í fellingar, eins og hann var í á málverkinu. Þvi næst lagði hann hendurnar á sinn hvorn vanga minn og setti höfuð mitt í réttu stellingarnar. Ef hann hefði snert mig þannig í Cornwall hefði ég fengið hjart- slátt af ánægju og gleði og álitið að hann hlyti að bera einhverjar tilfinningar til mín. En ég vissi nú, eftir að hafa setið hjá honum svo oft og lengi. að listin átti stærri itök i honum. Hann sá mig sem fyrirsætu, ekki sem konu, og ef hann hafði einhverjar tilfinningar i minn garð þá leyndi hann þeim vel. Ég skemmti mér engu að siður vel í návist hans. Ég hafði gaman af að sjá hann vinna, ganga nokkur skref frá striganum, stara rannsakandi á mig og mála síðan með penslinum það sem hann hafði séð á strigann. En i þetta sinn gat ég ekki hætt að hugsa um fjöl- skyldumyndina. Ég reyndi af fremsta megni að muna hvar ég hefði séð þetta fólk áður. í hvert skipti sem mér fannst þetta vera að bera einhvern árangur hjá mér dansaði minningin liðlega inn í huga minn þar sem ég gat ekki náð til hennar. Hvar gat ég hafa séð þetta fólk áður? Hafði ég séð þau sjálf eða aðeins mynd af þeim? Þrátt fyrir þessar hugs- anir minar var ég engu nær þegar fyrir- setunni lauk. Frá þvi frú Buller-Hunter, Clive og Vaughan komu til klaustursins var allt miklu liflegra. Frú Buller-Hunter var orðin svo stór hluti af heimilislífinu að mér varð oft hugsað til þess hvernig allt hefði eiginlega verið áður en hún kom. Hún var fyrirmyndar húsmóðir, skemmtileg samræðumanneskja og það hefði mátt fyrirgefa gestunum ef þeir hefðu dregið þá ályktun að hún væri húsfreyjan á staðnum. Vesalings frændi minn hlaut að vera þakklátur vegna nærveru hennar, maður í hans stöðu átti að hafa eiginkonu við hlið sér þegar hann tók á móti gestum. Viola frænka virtist eingöngu lifa i sinum eigin heimi án þess að vita hver kom eða fór eða hvað gerðist undir þaki hennar. Hún fór aldrei út úr herbergi sinu, tók ekki á móti gestum og sú eina sem hafði ein- hver samskipti við hana, Denning hjúkr- unarkona. hlaut að lifa alveg einstaklega leiðinlegu lífi. Ég var farin að hafa áhyggjur af að mamma gæti einhvem veginn lesið á milli línanna i bréfum minum að ekki væri allt sem skyldi með systur hennar svo að ég var farin að skrifa um hana í hvert skipti sem ég skrifaði um frænda minn. Mér til mikill- ar undrunar og vonbrigða komst ég að því að Jenny var ákaflega löt að skrifa. Ég bjóst við að hún hefði erft þennan galla frá mömmu. Ég reyndi að gera bréfin min eins spennandi og ég gat en fannst þó ég hafa heldur lítið að skrifa um. Þegar ég sagði henni frá Vaughan og þeim leik örlaganna að láta okkur hittast hér svaraði hún mér aðeins með einni setningu, að henni væri þetta óskiljanlegt. Þrátt fyrir góðan vilja minn og loforð skrifaði ég því mjög fá og stutt bréf og ákvað að geyma fréttirnar, ef þær yrðu einhverjar, þar til við yrðum aftursaman. Ég hafði mikinn áhuga á að ræða um fólkið á myndinni við James frænda og notaði tækifærið um leið og það gafst við kvöldverðarborðið. „Frændi," sagði ég ánægð, „ég upp- götvaði svolítið spennandi í dag. Hr. Mowbray var að skoða málverkin sem hann á að gera við og við fundum mynd af Charles frænda og fjölskyldu hans. Það hafði verið rifið í léreftið beint yfir andlit drengsins en samt sá ég að ég hefði séð þessa fjölskyldu áður." Ég varð hálfundrandi þegar ég sá svip- inn á frænda mínum, munnur hans varð að beinu striki og augun virtust stara eitthvað út í bláinn. „Öll Cunningham fjölskyldan ber sterkan svip. Mér hefur til dæmis verið sagt að Charles og ég líktumst hvor öðrum.” Hann sneri sér aftur að Clive en ég gat ekki látið þar við sitja. „Já frændi, ykkur svipar hvor til ann- ars en það var ekki það sem ég átti við. Það skaut allt i einu einhverri minningu 35. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.