Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 24
Mig dreymdi um Jeannie eftir Elizabeth Peters Þýð.: Emi! örn Kristjánsson Það rigndi daginn sem ég fór tra Garaton. Það rigndi ennþá tveim árum síðar þegar ég kom aftur. Vatnahéraðið er þekkt fyrir rigningar sinar. Mér var sama. Reyndar var ég feginn. Það sýndi aðeins að hlutirnir höfðu ekkert breyst meðan ég hafði verið í burtu. Ég vonaði að klukkan hefði hætt að ganga í tvö ár — að allt væri alveg eins og það hafði alltaf verið. Á bensínstöðinni fyrir utan bæinn kinkaði Bill gamli Langley kolli til mín meðan hann fyllti tankinn. „Þú hefur komið með regnið með þér, hr. Parsons,” sagði hann og brosti, rétt eins og ég hefði verið að koma heiman frá mér. Þegar ég stansaði í sælgætisbúðinni til þess að kaupa konfekt handa móður minni teygði frú Down sig ósjálfrátt í piparmyntukassa. Það lék enginn vafi á því, tíminn hafði svo sannarlega hætt að líða I tvö ár. Það hafði verið lagt nýtt slitlag á veg- inn um dalinn, en ekkert annað hafði breyst. Áin rann enn og hlykkjaðist eftir grunnum, grýttum farvegi sínum. Gara- toníjall gnæfði yfir dalinn, slétt og hvelft eins og hvalsbak. Fjöllin risu í fjarska, tind við tind, við fölleitan himininn. Það var gott að vera kominn aftur. Loftið var hreint og ferskt. Ég opnaði gluggann og dró djúpt að mér andann. Það var heldur enginn annar bill á veginum. Eina úfandi veran sem ég ók fram hjá var hjólreiðamaður sem stóð við brúna. Hulinn víðri úlpu var hann að fitla við hjólið sitt og leit varla upp þegar ég ók fram hjá. Vanalega hefði ég stansað og boðist til þess að hjálpa, en í dag. . . í dag gegndi öðru máli. Ég var að koma heim. Ég beygði fyrir næsta horn og þarna voru gömlu húsin tvö, húsið okkar og hús Fletcherfólksins. Þau stóðu hlið við hlið í fjallshliðinni. Einföld og vel byggð norðurlandshús, hvoru um sig skýlt fyrir vindum með röð af furutrjám. Eini mun- urinn var nýja læknastofan, sem hafði verið við húsið okkar. Ég þrýsti á flautuna og móttöku- nefndin kom hlaupandi út. Þau hlutu að hafa beðið klukkutimum saman við stofugluggann. Pabbi tók í hönd mína meðjárntaki. mamma teygði sig upp til þess að faðma mig um leið og hún hló og grét í senn og Beattie gamla, sem stóð með hendurnar undir svuntunni, skein af ánægju þegar ég kyssti hana á feitar rauðar kinnarnar. Þetta var sannkölluð heimkoma! Það var ekki fyrr en búið var að troða mig út af veislumat — einni hinna frægu svampterta Beattiear og mörgum lítrum af sterku tei — að ég tók eftir því að eitt- hvað vantaði. Það er að segja einhvern vantaði. „Hvar er Jeannie?” spurði ég. Mamma leit á pabba. Pabbi hristi höf- uðið. „Hún vissi að þú kæmir hingað um þetta leyti,” sagði mamma. „Ég sagði henni það síðast í morgun. Ég veit ekki hvert hún hefur farið. Hún myndi ekki vilja missa af þvi að bjóða þig velkom- inn. Ekki ef hún hefur mátt ráða. Kannski henni hafi seinkað eitthvað. Þú veist hvernig Jeannie er.” Auðvitað vissi ég það. Hafði hún ekki verið hluti af heimilinu alla tíð síðan Fletcherfólkið flutti inn í húsið við hlið- ina? Kolbrjálaður, hirðulaus og þreyt- andi stelpuhnokki; eða hugmyndaríkur leikfélagi, allt eftir því hvernig skapið í mér var þá stundina. Ég var hræðilegur krakki, en eru það ekki flestir strákar? Hvar var þá hinn tryggi aðdáandi minn núna? Hvar var fögnuðurinn mikli? Hún hafði alltaf hangið í mér. Ég hafði kallað hana áhangandann. Ég er enn með ör til þess að sanna það — á sköflungnum, þar sem hún sparkaði einu sinni ánægjulega í mig. Mamma hellti í þriðja tebollann fyrir mig og skar fyrir mig aðra kökusneið. „Kannski,” sagði hún, „hafa þeir aftur þurft á henni að halda í Garaton. Þú veist, við myndatökuna.” „Við hvað?” „Kvikmyndatökuna, Adam. Það er verið að taka kvikmynd í bænum. Mér er sagt að það sé sakamálamynd. Hún er um mann sem ...” „Vertu ekkert að rekja efnið, mamma,” greip ég fram í. „Hvað kemur það Jeannie við?” Hún leit á mig þjáningarfullu augna- ráði og andvarpaði. „Nú, hún er að leika, er það ekki? Hún fer með hlutverk.” Það helltist úr bollanum þegar ég fór að hlæja. „Jeannie? Að leika? Þú ert að gera að gamni þínu. Þeir fá aldrei orð út úr henni. Manstu eftir barnaleikritinu okk- ar? Ég gleymi því aldrei hvernig hún var þar. Þvílíkur leikur! Þvílík endaleysa!” Mamma tók teið af mér og hellti því sem farið hafði á undirskálina aftur í bollann. „Hún þarf ekki að segja neitt, góði minn. Hún er það sem þeir kalla auka- leikari. Er það ekki rétt hjá mér? Auka- leikari?” „Það er rétt, góða mín,” sagði pabbi. „Ja, þið segið nokkuð...” Ég hló enn. „Og hvað láta þeir hana vera? Niður- bælda sveitastúlku? Nei, ég veit það, loð- hund frá vatnahéraðinu!” Þau litu hvort á annað. Ég var ...„„ „„ pau toku þátt í gríninu. Eða gerðu þau það? Þau virtust full leyndar. „Eitthvað svoleiðis býst ég við,” sagði mamma rólega. „Meiri köku eða te, vinur?” Tíu mínútum síðar var ég kominn út og byrjaður að taka úr bílnum. Ég var rétt búinn að taka upp tækjatöskuna mína þegar ég heyrði einkennilegt ískr- andi hljóð. Ég leit yfir lágan steinvegg- inn og sá einmana hjólreiðamann þramma eftir veginum og hann leiddi hjólið meðsér. „Viltu hjálp?” kallaði ég. Hafði hann verið úti i rigningunni allan þennan tíma, vesalings maðurinn? Höfuðið seig enn lengra niður í bring- una og hann bretti kragann á úlpunni sinni fyrir andlitið. Heyrnarlaus líka, aumingja maðurinn. Hann hlaut að vera á leið til einhvers bæjarins ofar í daln- um. Nú, jæja, ef hann vildi ekki þiggja neina hjálp.. En þá tók ég eftir svolitlu einkenni- legu. Hann var berfættur. Hann var líka sérstaklega óhreinn á fótunum. Nú, hver er það sem fer að hjóla berfættur? „Jeannie!” hrópaði ég. „Jeannie, rauðhausinn þinn? Hvar hefur þú verið?” Ég stökk yfir vegginn, tók hana í fang- ið og hjólið hennar féll í götuna. Þetta var eins og að faðma að sér sjóblautan sel. Hún var gegndrepa, rautt hárið var klesst við andlit hennar og regndropar perluðu á augnhárunum og köldum, rauðum nefbroddinum. „Og hvernig líður áhangandanum mínum?” spurði ég og kreisti hana svo það brakaði í olíuúlpunni. „Halló, Adam,” sagði hún að lokum. „Velkominn heim.” „Hvað meinar þú með þessu?” spurði ég. „Að laumast svona fram hjá húsum? Ég hugsa að þú hefðir ekki stansað ef ég hefði ekki gert þér fyrirsát.” „Ég ætlaði að skreppa heim fyrst.” Hún roðnaði. Ég var búinn að gleyma hve það var auðvelt að fá hana til þess að roðna. „Ég vildi snyrta mig svolítið, annað var það ekki. Ég vildi ekki koma inn svona útlítandi.” Ég hló. „Ó, Jeannie! Eins og það skipti máli. Ég hef séð þig í mun verra ástandi en þetta. Komdu nú. Farðu úr þessu og fáðu þér tebolla.” En að lokum fórum við heim til henn- ar, þar sem ég varð að afþakka annan tebolla. Ég horfði á Jeannie innbyrða mikið magn af mat og hjálpaði henni síðan að gera við hjólið sitt. Þetta var alveg eins og i gamla daga. Hún hafði ekki breyst vitund; hún var aðeins grennri og nokkrum sentimetrum hærri. Með hreint, regnþvegið andlit og slétt, ógreitt hárið leit hún enn út eins og skólastelpan sem ég mundi eftir. Og samt, hugsaði ég skyndilega, þá hlýtur hún að vera orðin átján ára núna. „Þú ætlar að læra að verða dýrahjúkr- unarkona, er það ekki, Jeannie? Ég hefði 24 Víkan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.